Sportpakkinn: Bjóða leikmönnum upp á að taka þjálfaranámskeið á Pinatar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. febrúar 2020 15:30 Jón Þór á blaðamannafundinum í dag. vísir/friðrik þór Tveir nýliðar eru í leikmannahópi íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta fyrir leikina á Pinatar-mótinu í fótbolta á Spáni í byrjun næsta mánaðar. Arnar Björnsson fór yfir hópinn. Landsliðið tekur ekki þátt í Algarve-mótinu eins og mörg undanfarin ár en spilar í byrjun mars við Norður Írland, Skotland og Úkraínu. Landsliðsþjálfarinn Jón Þór Hauksson er ánægður með mótherjana sem Ísland mætir á Pinatar. „Þeir henta okkur vel á þessum tímapunkti, allir leikirnir þrír eiga eftir að nýtast okkur. Skotarnir eru með sterkt lið, við spiluðum tvo leiki við þá í fyrra. Skotar eru með öfluga leikmenn og þá má reikna með hörkuleik gegn þeim. Norður Írland og Úkraína eru með lið sem henta okkur í verkefnin í apríl,“ sagði Jón Þór en næstu leikir Íslands í undankeppni EM 2021 eru gegn Slóvakíu og Ungverjalandi í apríl. Jón Þór segir að tvö síðastnefndu liðin ættu að henta betur heldur en liðin sem Ísland hefur mætt undanfarin ár á Algarve mótinu. „Við vorum ánægð með marga hluti í leikjum á síðasta ári og viljum halda áfram á þeirri braut. Við viljum þróa okkar leik, hafa boltann aðeins meira, byrja okkar sóknir og byggja þær upp út frá vörn og markmanni. Við viljum einbeita okkur að þessum hlutum í þessu verkefni,“ sagði Jón Þór. Natasha Anasi hjá Keflavík og Berglind Rós Ágústsdóttir, fyrirliði nýkrýndra Reykjavíkurmeistara Fylkis, hafa ekki verið valdar áður. En hvað hafa þær fram að færa? „Þetta eru gríðarlega öflugir leikmenn sem hafa staðið sig frábærlega hér heima. Það verður spennandi að sjá til þeirra í þessum leikjum og hvernig þær koma inn í okkar hóp. Þær geta leyst ólík hlutverk,“ sagði Jón Þór. Margir voru að vonast eftir því að Cloé Lacasse yrði valin í hópinn. Hún skoraði grimmt með ÍBV en gekk síðan til liðs við Benfica í Portúgal og er markahæst í deildinni þar í landi með 20 mörk. Hún fékk íslenskan ríkisborgararétt í fyrra en illa hefur gengið að fá heimild fyrir því að hún spili með landsliðinu. „Staðan er óbreytt, hún hefur enn ekki fengið keppnisleyfi frá FIFA og þess vegna kemur hún ekki til greina núna. Vonandi skýrist það fljótlega. Við erum að vinna að á fullu þessu innanhúss og hjá FIFA. Vonandi leystist málið sem allra fyrst.“ Landsliðskonurnar gera meira en að spila fótbolta. Í ferðinni verður þeim boðið að taka fyrstu skrefin í átt að þjálfaraferli þegar þær leggja fótboltaskóna á hilluna. „Þetta er að frumkvæði leikmanna og í ljósi umræðunnar að það eru of fáar konur sem eru að þjálfa. Þarna höfum við í þessum hópi frábæra karaktera, leiðtoga og mikla leikreynslu og þekkingu á leiknum. Fyrir okkur hjá KSÍ þá er það frábært að við getum boðið uppá þetta. Það er mikill áhugi hjá leikmönnum að hefja þetta nám og því gleðitíðindi fyrir knattspyrnuna,“ sagði Jón Þór. Skagamaðurinn er ánægður með stöðuna á íslenska hópnum þótt vissulega spili það inn í að margir leikmenn séu enn á undirbúningstímabili. „Leikformið mætti vera betra hjá sumum leikmönnum en er bjartsýnn fyrir komandi verkefni,“ sagði Jón Þór. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Hópurinn fyrir Pinatar-mótið valinn EM 2021 í Englandi Sportpakkinn Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Jóns Þórs Haukssonar fyrir Pinatar-mótið Vísir fylgdist með blaðamannafundi KSÍ þar sem hópur íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta fyrir Pinatar-mótið verður kynntur. 13. febrúar 2020 12:45 Cloé Lacasse ekki valin í landsliðið en Natasha Anasi er í hópnum Það verður einhver bið á því að Cloé Lacasse verði valin í íslenska kvennalandsliðið í hópnum en hún er ekki einn af nýliðum í hópnum fyrir Pinatar æfingamótið. 13. febrúar 2020 13:10 Cloé ekki enn komin með leikheimild Illa gengur að fá leikheimild frá FIFA fyrir Cloé Lacasse. 13. febrúar 2020 13:59 Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira
Tveir nýliðar eru í leikmannahópi íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta fyrir leikina á Pinatar-mótinu í fótbolta á Spáni í byrjun næsta mánaðar. Arnar Björnsson fór yfir hópinn. Landsliðið tekur ekki þátt í Algarve-mótinu eins og mörg undanfarin ár en spilar í byrjun mars við Norður Írland, Skotland og Úkraínu. Landsliðsþjálfarinn Jón Þór Hauksson er ánægður með mótherjana sem Ísland mætir á Pinatar. „Þeir henta okkur vel á þessum tímapunkti, allir leikirnir þrír eiga eftir að nýtast okkur. Skotarnir eru með sterkt lið, við spiluðum tvo leiki við þá í fyrra. Skotar eru með öfluga leikmenn og þá má reikna með hörkuleik gegn þeim. Norður Írland og Úkraína eru með lið sem henta okkur í verkefnin í apríl,“ sagði Jón Þór en næstu leikir Íslands í undankeppni EM 2021 eru gegn Slóvakíu og Ungverjalandi í apríl. Jón Þór segir að tvö síðastnefndu liðin ættu að henta betur heldur en liðin sem Ísland hefur mætt undanfarin ár á Algarve mótinu. „Við vorum ánægð með marga hluti í leikjum á síðasta ári og viljum halda áfram á þeirri braut. Við viljum þróa okkar leik, hafa boltann aðeins meira, byrja okkar sóknir og byggja þær upp út frá vörn og markmanni. Við viljum einbeita okkur að þessum hlutum í þessu verkefni,“ sagði Jón Þór. Natasha Anasi hjá Keflavík og Berglind Rós Ágústsdóttir, fyrirliði nýkrýndra Reykjavíkurmeistara Fylkis, hafa ekki verið valdar áður. En hvað hafa þær fram að færa? „Þetta eru gríðarlega öflugir leikmenn sem hafa staðið sig frábærlega hér heima. Það verður spennandi að sjá til þeirra í þessum leikjum og hvernig þær koma inn í okkar hóp. Þær geta leyst ólík hlutverk,“ sagði Jón Þór. Margir voru að vonast eftir því að Cloé Lacasse yrði valin í hópinn. Hún skoraði grimmt með ÍBV en gekk síðan til liðs við Benfica í Portúgal og er markahæst í deildinni þar í landi með 20 mörk. Hún fékk íslenskan ríkisborgararétt í fyrra en illa hefur gengið að fá heimild fyrir því að hún spili með landsliðinu. „Staðan er óbreytt, hún hefur enn ekki fengið keppnisleyfi frá FIFA og þess vegna kemur hún ekki til greina núna. Vonandi skýrist það fljótlega. Við erum að vinna að á fullu þessu innanhúss og hjá FIFA. Vonandi leystist málið sem allra fyrst.“ Landsliðskonurnar gera meira en að spila fótbolta. Í ferðinni verður þeim boðið að taka fyrstu skrefin í átt að þjálfaraferli þegar þær leggja fótboltaskóna á hilluna. „Þetta er að frumkvæði leikmanna og í ljósi umræðunnar að það eru of fáar konur sem eru að þjálfa. Þarna höfum við í þessum hópi frábæra karaktera, leiðtoga og mikla leikreynslu og þekkingu á leiknum. Fyrir okkur hjá KSÍ þá er það frábært að við getum boðið uppá þetta. Það er mikill áhugi hjá leikmönnum að hefja þetta nám og því gleðitíðindi fyrir knattspyrnuna,“ sagði Jón Þór. Skagamaðurinn er ánægður með stöðuna á íslenska hópnum þótt vissulega spili það inn í að margir leikmenn séu enn á undirbúningstímabili. „Leikformið mætti vera betra hjá sumum leikmönnum en er bjartsýnn fyrir komandi verkefni,“ sagði Jón Þór. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Hópurinn fyrir Pinatar-mótið valinn
EM 2021 í Englandi Sportpakkinn Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Jóns Þórs Haukssonar fyrir Pinatar-mótið Vísir fylgdist með blaðamannafundi KSÍ þar sem hópur íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta fyrir Pinatar-mótið verður kynntur. 13. febrúar 2020 12:45 Cloé Lacasse ekki valin í landsliðið en Natasha Anasi er í hópnum Það verður einhver bið á því að Cloé Lacasse verði valin í íslenska kvennalandsliðið í hópnum en hún er ekki einn af nýliðum í hópnum fyrir Pinatar æfingamótið. 13. febrúar 2020 13:10 Cloé ekki enn komin með leikheimild Illa gengur að fá leikheimild frá FIFA fyrir Cloé Lacasse. 13. febrúar 2020 13:59 Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira
Svona var blaðamannafundur Jóns Þórs Haukssonar fyrir Pinatar-mótið Vísir fylgdist með blaðamannafundi KSÍ þar sem hópur íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta fyrir Pinatar-mótið verður kynntur. 13. febrúar 2020 12:45
Cloé Lacasse ekki valin í landsliðið en Natasha Anasi er í hópnum Það verður einhver bið á því að Cloé Lacasse verði valin í íslenska kvennalandsliðið í hópnum en hún er ekki einn af nýliðum í hópnum fyrir Pinatar æfingamótið. 13. febrúar 2020 13:10
Cloé ekki enn komin með leikheimild Illa gengur að fá leikheimild frá FIFA fyrir Cloé Lacasse. 13. febrúar 2020 13:59