Stefnir í deilur milli Bandaríkjanna og Evrópu Samúel Karl Ólason skrifar 13. febrúar 2020 15:59 Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Vísir/AP Von er á því að deilumál Bandaríkjanna og Evrópu verði bersýnileg á öryggisráðstefnu sem haldin verður í Þýskalandi um helgina. Samband Bandaríkjanna og Evrópu hefur beðið hnekki á undanförnum árum og forsvarsmenn utanríkisstefnu Bandaríkjanna efast um að þeir geti reitt sig á stuðning Evrópu þegar kemur að áherslum Donald Trump, forseta. Einnig þykja líkur á viðskiptastríði milli Bandaríkjanna og Evrópu hafa aukast. Mike Pompeo, utanríkisráðherra, og Mark Esper, varnarmálaráðherra, munu leiða hóp erindreka Bandaríkjanna í Þýskalandi um helgina. Tvö markmið eru þeim fremst í huga. Það fyrra er að fá ríki Evrópu til að styðja refsiaðgerðir gegn Íran í kjölfar þess að Trump tók einhliða ákvörðun um að draga Bandaríkin frá kjarnorkusamkomulaginu svokallaða frá 2015, og að koma í veg fyrir að kínverska tæknifyrirtækinu Huawei verði veittur aðgangur að grunninnviðum samskiptakerfa Evrópu. Þar að auki munu Pompeo og Esper funda með Ashraf Ghani, forseta Afganistan, um mögulegan friðarsáttmála við Talibana. Evrópa hefur þó litla aðkomu að því máli, enn sem komið er í það minnsta. Trump-liðar eru pirraðir yfir trega Evrópuríkja til að fylgja Bandaríkjunum eftir varðandi kjarnorkusamkomulagið við Íran og beita Írani viðskiptaþvingunum á nýjan leik. Þess í stað hafa Evrópuríkin sem komu að samkomulaginu og vilja bjarga því, beitt sérstöku deiluákvæði í samkomulaginu sem gæti tekið marga mánuði að leysa úr. Íranar hafa þegar brotið gegn einhverjum ákvæðum samkomulagins og eru til dæmis farnir að auðga meira úran en þeir mega, miðað við samkomulagið. Bandaríkjamenn, Frakkar, Bretar, Rússar, Kínverjar, Þjóðverjar og Evrópusambandið gerðu samkomulagið við Írani árið 2015. Í því fólst að Íranir takmörkuðu kjarnorkuframleiðslu sína gegn því að heimsveldin felldu niður refsiaðgerðir sínar gegn þeim. Trump er þeirrar skoðunar að samkomulagið hafi ekki verið nægilega gott og vill hann þvinga Íran aftur að samningaborðinu og fá leiðtoga ríkisins til að skrifa undir nýtt samkomulag sem bindur hendur þeirra frekar. Vill hann þvinga bandamenn Bandaríkjanna í Evrópu til að fylgja sér eftir. Einnig þykir líklegt að málefni Huawei muni valda deilum á ráðstefnunni en Evrópa hefur ekki tekið vel í áköll Bandaríkjanna um að Huawei verði útilokað frá uppbyggingu 5G samskiptakerfa. Vill endursemja við Evrópu Trupm hefur einnig gefið í skyn að hann vilji gera nýjan viðskiptasaming við Evrópusambandið. Hann hefur lengi kvartað yfir ESB og sagt að sambandið komi hræðilega fram við Bandaríkin. Hann hefur sérstaklega sagt að tollar ESB gagnvart Bandaríkjunum séu „ótrúlegir“ og gefið í skyn að hann ætli að setja tolla á vörur frá Evrópu. Samkvæmt Reuters hafa evrópskir ráðamann komið þeim skilaboðum til Trump að þeir séu tilbúnir til að ræða við hann um tiltekin deiluefni. Hins vegar muni ESB svara tollum Bandaríkjanna megi eigin tollum, komi til þess. Bandaríkin Bretland Evrópusambandið Frakkland Íran Kína Rússland Þýskaland Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Von er á því að deilumál Bandaríkjanna og Evrópu verði bersýnileg á öryggisráðstefnu sem haldin verður í Þýskalandi um helgina. Samband Bandaríkjanna og Evrópu hefur beðið hnekki á undanförnum árum og forsvarsmenn utanríkisstefnu Bandaríkjanna efast um að þeir geti reitt sig á stuðning Evrópu þegar kemur að áherslum Donald Trump, forseta. Einnig þykja líkur á viðskiptastríði milli Bandaríkjanna og Evrópu hafa aukast. Mike Pompeo, utanríkisráðherra, og Mark Esper, varnarmálaráðherra, munu leiða hóp erindreka Bandaríkjanna í Þýskalandi um helgina. Tvö markmið eru þeim fremst í huga. Það fyrra er að fá ríki Evrópu til að styðja refsiaðgerðir gegn Íran í kjölfar þess að Trump tók einhliða ákvörðun um að draga Bandaríkin frá kjarnorkusamkomulaginu svokallaða frá 2015, og að koma í veg fyrir að kínverska tæknifyrirtækinu Huawei verði veittur aðgangur að grunninnviðum samskiptakerfa Evrópu. Þar að auki munu Pompeo og Esper funda með Ashraf Ghani, forseta Afganistan, um mögulegan friðarsáttmála við Talibana. Evrópa hefur þó litla aðkomu að því máli, enn sem komið er í það minnsta. Trump-liðar eru pirraðir yfir trega Evrópuríkja til að fylgja Bandaríkjunum eftir varðandi kjarnorkusamkomulagið við Íran og beita Írani viðskiptaþvingunum á nýjan leik. Þess í stað hafa Evrópuríkin sem komu að samkomulaginu og vilja bjarga því, beitt sérstöku deiluákvæði í samkomulaginu sem gæti tekið marga mánuði að leysa úr. Íranar hafa þegar brotið gegn einhverjum ákvæðum samkomulagins og eru til dæmis farnir að auðga meira úran en þeir mega, miðað við samkomulagið. Bandaríkjamenn, Frakkar, Bretar, Rússar, Kínverjar, Þjóðverjar og Evrópusambandið gerðu samkomulagið við Írani árið 2015. Í því fólst að Íranir takmörkuðu kjarnorkuframleiðslu sína gegn því að heimsveldin felldu niður refsiaðgerðir sínar gegn þeim. Trump er þeirrar skoðunar að samkomulagið hafi ekki verið nægilega gott og vill hann þvinga Íran aftur að samningaborðinu og fá leiðtoga ríkisins til að skrifa undir nýtt samkomulag sem bindur hendur þeirra frekar. Vill hann þvinga bandamenn Bandaríkjanna í Evrópu til að fylgja sér eftir. Einnig þykir líklegt að málefni Huawei muni valda deilum á ráðstefnunni en Evrópa hefur ekki tekið vel í áköll Bandaríkjanna um að Huawei verði útilokað frá uppbyggingu 5G samskiptakerfa. Vill endursemja við Evrópu Trupm hefur einnig gefið í skyn að hann vilji gera nýjan viðskiptasaming við Evrópusambandið. Hann hefur lengi kvartað yfir ESB og sagt að sambandið komi hræðilega fram við Bandaríkin. Hann hefur sérstaklega sagt að tollar ESB gagnvart Bandaríkjunum séu „ótrúlegir“ og gefið í skyn að hann ætli að setja tolla á vörur frá Evrópu. Samkvæmt Reuters hafa evrópskir ráðamann komið þeim skilaboðum til Trump að þeir séu tilbúnir til að ræða við hann um tiltekin deiluefni. Hins vegar muni ESB svara tollum Bandaríkjanna megi eigin tollum, komi til þess.
Bandaríkin Bretland Evrópusambandið Frakkland Íran Kína Rússland Þýskaland Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira