Strætó boðar nýtt greiðslukerfi í anda Oyster-kortsins í London Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. febrúar 2020 20:58 Nýja greiðslukerfið mun veita aðgang að Strætó á höfuðborgarsvæðinu og Borgarlínu. Strætó boðar nú nýtt, rafrænt greiðslukerfi í anda kerfa sem þekkt eru í almenningssamgöngum stórborga um allan heim. Efnt hefur verið til nafnasamkeppni um greiðslukerfið á vef Strætó. Í tilkynningu frá Strætó segir að nýja greiðslukerfið muni veita aðgang að Strætó á höfuðborgarsvæðinu og Borgarlínu. Kerfið er að erlendri fyrirmynd, sem Íslendingar þekkja eflaust margir úr utanlandsferðum sínum, þar sem kort eða farsími er settur upp við skanna og fargjaldið þannig greitt í vagninum eða rétt utan við hann. Dæmi um þekkt greiðslukerfi af þessu tagi í öðrum borgum er Oyster-kortið í London, Rejsekort í Kaupmannahöfn og OV-chipkaart í Amsterdam. Áætlað er að fyrsti fasi greiðslukerfisins taki gildi í lok þessa árs. Þá eru áætlanir uppi um að kerfið veiti aðgang að fleiri vistvænum samgöngumátum eins og hjólaleigum og deilibílum og jafnvel enn frekari þjónustu í framtíðinni, að því er segir í tilkynningu frá Strætó. Opnað verður fyrir tillögur í nafnasamkeppnina í dag, miðvikudaginn 12. febrúar og keppnin stendur til 21. febrúar. Sigurvegari keppninnar fær árskort í Strætó á höfuðborgarsvæðinu og „leyfi til þess að monta sig yfir næstu áratugina,“ að því er segir í tilkynningu. Nauðsynlegt er að skrá nafn, símanúmer og netfang með tillögum sem sendar eru inn í keppnina. Þá er einnig mælt með því að láta rökstuðning fylgja tillögum. Hægt er að senda tillögur í keppnina hér. Borgarlína Samgöngur Strætó Tengdar fréttir Farþegum Strætó fjölgaði um tæp sjö prósent milli ára Farþegafjöldi í Strætó á höfuðborgarsvæðinu jókst um 6,8 prósent árið 2019. 17. janúar 2020 13:17 Hlemmi verður umbylt á næstu örfáu árum Samgöngur á og í kringum Hlemm munu gjörbreytast á næstu tveimur til þremur árum. Vagnar borgarlínu verða einu ökutækin sem geta ekið þar um samkvæmt nýju skipulagi. 5. desember 2019 19:00 Meirihluti íbúa verði mun nær stoppistöðvum stofnleiða Strætó en nú er Í nýju leiðaneti Strætó, sem kynnt er í áfangaskýrslu sem kom út í dag, er lagt til að stofnleiðir Strætó verði samtals sjö talsins. 18. desember 2019 10:30 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Eldur í Sorpu á Granda Innlent Fleiri fréttir Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Sjá meira
Strætó boðar nú nýtt, rafrænt greiðslukerfi í anda kerfa sem þekkt eru í almenningssamgöngum stórborga um allan heim. Efnt hefur verið til nafnasamkeppni um greiðslukerfið á vef Strætó. Í tilkynningu frá Strætó segir að nýja greiðslukerfið muni veita aðgang að Strætó á höfuðborgarsvæðinu og Borgarlínu. Kerfið er að erlendri fyrirmynd, sem Íslendingar þekkja eflaust margir úr utanlandsferðum sínum, þar sem kort eða farsími er settur upp við skanna og fargjaldið þannig greitt í vagninum eða rétt utan við hann. Dæmi um þekkt greiðslukerfi af þessu tagi í öðrum borgum er Oyster-kortið í London, Rejsekort í Kaupmannahöfn og OV-chipkaart í Amsterdam. Áætlað er að fyrsti fasi greiðslukerfisins taki gildi í lok þessa árs. Þá eru áætlanir uppi um að kerfið veiti aðgang að fleiri vistvænum samgöngumátum eins og hjólaleigum og deilibílum og jafnvel enn frekari þjónustu í framtíðinni, að því er segir í tilkynningu frá Strætó. Opnað verður fyrir tillögur í nafnasamkeppnina í dag, miðvikudaginn 12. febrúar og keppnin stendur til 21. febrúar. Sigurvegari keppninnar fær árskort í Strætó á höfuðborgarsvæðinu og „leyfi til þess að monta sig yfir næstu áratugina,“ að því er segir í tilkynningu. Nauðsynlegt er að skrá nafn, símanúmer og netfang með tillögum sem sendar eru inn í keppnina. Þá er einnig mælt með því að láta rökstuðning fylgja tillögum. Hægt er að senda tillögur í keppnina hér.
Borgarlína Samgöngur Strætó Tengdar fréttir Farþegum Strætó fjölgaði um tæp sjö prósent milli ára Farþegafjöldi í Strætó á höfuðborgarsvæðinu jókst um 6,8 prósent árið 2019. 17. janúar 2020 13:17 Hlemmi verður umbylt á næstu örfáu árum Samgöngur á og í kringum Hlemm munu gjörbreytast á næstu tveimur til þremur árum. Vagnar borgarlínu verða einu ökutækin sem geta ekið þar um samkvæmt nýju skipulagi. 5. desember 2019 19:00 Meirihluti íbúa verði mun nær stoppistöðvum stofnleiða Strætó en nú er Í nýju leiðaneti Strætó, sem kynnt er í áfangaskýrslu sem kom út í dag, er lagt til að stofnleiðir Strætó verði samtals sjö talsins. 18. desember 2019 10:30 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Eldur í Sorpu á Granda Innlent Fleiri fréttir Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Sjá meira
Farþegum Strætó fjölgaði um tæp sjö prósent milli ára Farþegafjöldi í Strætó á höfuðborgarsvæðinu jókst um 6,8 prósent árið 2019. 17. janúar 2020 13:17
Hlemmi verður umbylt á næstu örfáu árum Samgöngur á og í kringum Hlemm munu gjörbreytast á næstu tveimur til þremur árum. Vagnar borgarlínu verða einu ökutækin sem geta ekið þar um samkvæmt nýju skipulagi. 5. desember 2019 19:00
Meirihluti íbúa verði mun nær stoppistöðvum stofnleiða Strætó en nú er Í nýju leiðaneti Strætó, sem kynnt er í áfangaskýrslu sem kom út í dag, er lagt til að stofnleiðir Strætó verði samtals sjö talsins. 18. desember 2019 10:30