Hvers vegna er viðvörunin „bara“ gul? Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. febrúar 2020 20:20 Eins og staðan er nú tekur viðvörunin gildi klukkan 3 aðfararnótt föstudagsins og gildir til klukkan 21. Veðurstofan Veðurstofan segir mikilvægt að átta sig á því að gul viðvörun, þrjá til fimm daga fram í tímann, táknar ekki endilega hversu slæmt veður er í vændum. Litur viðvörunar ákvarðast ekki bara af mati sérfræðinga á áhrifum væntanlegs veðurs – heldur einnig líkum á því að spáin gangi eftir. Gefin hefur verið út gul viðvörun fyrir allt landið sem tekur gildi aðfaranótt föstudags og gildir til klukkan 21 á föstudagskvöld. Útlit er fyrir að lægðin verði „sérlega djúp og áköf“ og nálgast hún nú landið úr suðvestri. Líkur eru á að áhrif veðursins verði umtalsverð. „En hvers vegna er viðvörunin „bara“ gul?“ veltir sérfræðingur Veðurstofunnar upp í færslu sem birtist á vef stofnunarinnar í dag þar sem viðvörunarkerfið er útskýrt. Svarið felst m.a. í því að guli liturinn er einnig notaður til að vara við veðri lengra fram í tímann. Þannig segir í skýringartexta fyrir gula viðvörun að slík viðvörun geti gefið til kynna að „litlar eða miðlungs líkur séu á mjög áhrifamiklu veðri 3-5 daga fram í tímann.“ Í færslunni segir jafnframt að þetta eigi einmitt við veðrið sem nú er væntanlegt á föstudag. „Þegar nær dregur, og líkurnar á því að spáin gangi eftir aukast, hækkar viðvörunarstigið upp á appelsínugult. Þetta er útskýrt í því sem við köllum „Áhrifafylkið“. Þar er horft á „líkur“ og „áhrif“. Viðvörunarlitur ákvarðast þannig af mati sérfræðinga á áhrifum væntanlegs veðurs og líkum á því að spáin gangi eftir.“ Staðsetningu viðvörunarinnar fyrir föstudaginn í áhrifafylkinu má sjá hér að ofan. Staðsetningin er miðuð við spárnar eins og þær líta út í dag. „Segjum sem svo að spárnar breytist ekki hvað varðar ákefðina í veðrinu. Líkurnar á því að spáin gangi eftir aukast hins vegar eftir því sem nær dregur föstudeginum og því myndi viðvörunin færast lóðrétt upp líkindaásinn og fá þannig appelsínugulan lit,“ segir í færslu Veðurstofunnar. „Þetta dæmi sýnir að það er mikilvægt að átta sig á því að gul viðvörun 3-5 daga fram í tímann táknar ekki endilega hversu slæmt veður er í vændum.“ Óveður 14. febrúar 2020 Veður Tengdar fréttir Gul viðvörun alls staðar vegna sérlega djúprar lægðar sem nálgast landið Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörðun alls staðar á landinu á föstudaginn vegna sérlega djúprar lægðar sem nálgast nú landið úr suðvestri. 11. febrúar 2020 06:54 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Innlent Fleiri fréttir „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss í Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Sjá meira
Veðurstofan segir mikilvægt að átta sig á því að gul viðvörun, þrjá til fimm daga fram í tímann, táknar ekki endilega hversu slæmt veður er í vændum. Litur viðvörunar ákvarðast ekki bara af mati sérfræðinga á áhrifum væntanlegs veðurs – heldur einnig líkum á því að spáin gangi eftir. Gefin hefur verið út gul viðvörun fyrir allt landið sem tekur gildi aðfaranótt föstudags og gildir til klukkan 21 á föstudagskvöld. Útlit er fyrir að lægðin verði „sérlega djúp og áköf“ og nálgast hún nú landið úr suðvestri. Líkur eru á að áhrif veðursins verði umtalsverð. „En hvers vegna er viðvörunin „bara“ gul?“ veltir sérfræðingur Veðurstofunnar upp í færslu sem birtist á vef stofnunarinnar í dag þar sem viðvörunarkerfið er útskýrt. Svarið felst m.a. í því að guli liturinn er einnig notaður til að vara við veðri lengra fram í tímann. Þannig segir í skýringartexta fyrir gula viðvörun að slík viðvörun geti gefið til kynna að „litlar eða miðlungs líkur séu á mjög áhrifamiklu veðri 3-5 daga fram í tímann.“ Í færslunni segir jafnframt að þetta eigi einmitt við veðrið sem nú er væntanlegt á föstudag. „Þegar nær dregur, og líkurnar á því að spáin gangi eftir aukast, hækkar viðvörunarstigið upp á appelsínugult. Þetta er útskýrt í því sem við köllum „Áhrifafylkið“. Þar er horft á „líkur“ og „áhrif“. Viðvörunarlitur ákvarðast þannig af mati sérfræðinga á áhrifum væntanlegs veðurs og líkum á því að spáin gangi eftir.“ Staðsetningu viðvörunarinnar fyrir föstudaginn í áhrifafylkinu má sjá hér að ofan. Staðsetningin er miðuð við spárnar eins og þær líta út í dag. „Segjum sem svo að spárnar breytist ekki hvað varðar ákefðina í veðrinu. Líkurnar á því að spáin gangi eftir aukast hins vegar eftir því sem nær dregur föstudeginum og því myndi viðvörunin færast lóðrétt upp líkindaásinn og fá þannig appelsínugulan lit,“ segir í færslu Veðurstofunnar. „Þetta dæmi sýnir að það er mikilvægt að átta sig á því að gul viðvörun 3-5 daga fram í tímann táknar ekki endilega hversu slæmt veður er í vændum.“
Óveður 14. febrúar 2020 Veður Tengdar fréttir Gul viðvörun alls staðar vegna sérlega djúprar lægðar sem nálgast landið Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörðun alls staðar á landinu á föstudaginn vegna sérlega djúprar lægðar sem nálgast nú landið úr suðvestri. 11. febrúar 2020 06:54 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Innlent Fleiri fréttir „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss í Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Sjá meira
Gul viðvörun alls staðar vegna sérlega djúprar lægðar sem nálgast landið Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörðun alls staðar á landinu á föstudaginn vegna sérlega djúprar lægðar sem nálgast nú landið úr suðvestri. 11. febrúar 2020 06:54
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent