Skólahald í norðanverðum Grafarvogi Valgerður Sigurðardóttir skrifar 18. ágúst 2020 12:30 Í norðanverðum Grafarvogi er verið að gera miklar breytingar á skólahaldi. Þessar breytingar voru keyrðar í gegn síðasta haust þvert á vilja íbúa. Breytingar sem miða að því að spara í borgarkerfinu. Reykjavíkurborg er að loka grunnskóla og sameina þrjá aðra. Heilt hverfi verður því af þeirri þjónustu sem það hafði og ekkert annað úrræði kemur í staðin innan hverfis. Allt átti þetta að vera gert í miklu og góðu samráði og að auka gæði náms, gera skólana betri og sterkari, auka átti umferðaröryggi gangandi og hjólandi og bæta þjónustu Strætó ásamt því að nýsköpunarskóli fyrir unglingastig á að taka til starfa. Fá loforð hafa verið efnd Foreldrar hafa engar upplýsingar fengið varðandi nýsköpunarskóla, ekki hefur verið boðað til upplýsingafundar frá því að þessi ákvörðun var tekin í október 2019, þrátt fyrir að foreldrar hafi ítrekað verið að kalla eftir því. Engin póstur hefur borist foreldrum varðandi skólahald komandi vetrar, hvenær er skólasetning nýsköpunarskólans ? Foreldrar geta ekki leitað upplýsinga á netinu því heimasíða skólans er í vinnslu og þar inni er því ekkert efni. Foreldrar sem eiga börn á leið í nýsköpunarskóla vita því ekki hvenær skólastarfið hefst eða neitt um það hvernig því verður háttað. Foreldrar barna sem sækja hina tvo nýju skóla eru í svipuðu svartholi, heimasíðurskólanna eru ekki tilbúnar og því ekki auðvelt að afla sér upplýsinga um komandi vetur. Ekkert hefur verið gert til þess að bæta þjónustu Strætó fyrir skólabyrjun og engar úrbætur hafa verið gerðar til þess að auka umferðaröryggi gangandi og hjólandi. þrátt fyrir loforð um það. Fjöldi barna er að byrja í skóla í næstu viku og vitað er að þau þurfa að þvera hættulegar götur án þess að gerðar hafa verið nauðsynlegar úrbætur. Þetta er ekki boðlegt og gera þarf ráðstafanir strax sem auka öryggi þessara barna og láta foreldra vita af þeim. Allt traust farið Þegar jafn illa er staðið að sparnaðaraðgerðum er bitna á börnum þá er allt traust foreldra farið áður en skólastarfið hefst sem er grátlegt. Sjálfstæðismenn lögðu til vegna COVID að fresta þessum aðgerðum. Því það er öllum ljóst hversu mikilvægt það er að hefja skólahaldið í sátt þegar gerðar eru stórar og óvinsælar breytingar. Hefja skildi breytt skólahald þegar búið er að undirbúa skólastarfið nægilega vel. Auðvita eru foreldrar ekki sáttir þegar hlutunum er hagað svona og ekki staðið við gefin loforð, hjartað í hverju hverfi er skólinn, líka í Grafarvogi. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Sigurðardóttir Reykjavík Borgarstjórn Skóla - og menntamál Lokun Kelduskóla, Korpu Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Í norðanverðum Grafarvogi er verið að gera miklar breytingar á skólahaldi. Þessar breytingar voru keyrðar í gegn síðasta haust þvert á vilja íbúa. Breytingar sem miða að því að spara í borgarkerfinu. Reykjavíkurborg er að loka grunnskóla og sameina þrjá aðra. Heilt hverfi verður því af þeirri þjónustu sem það hafði og ekkert annað úrræði kemur í staðin innan hverfis. Allt átti þetta að vera gert í miklu og góðu samráði og að auka gæði náms, gera skólana betri og sterkari, auka átti umferðaröryggi gangandi og hjólandi og bæta þjónustu Strætó ásamt því að nýsköpunarskóli fyrir unglingastig á að taka til starfa. Fá loforð hafa verið efnd Foreldrar hafa engar upplýsingar fengið varðandi nýsköpunarskóla, ekki hefur verið boðað til upplýsingafundar frá því að þessi ákvörðun var tekin í október 2019, þrátt fyrir að foreldrar hafi ítrekað verið að kalla eftir því. Engin póstur hefur borist foreldrum varðandi skólahald komandi vetrar, hvenær er skólasetning nýsköpunarskólans ? Foreldrar geta ekki leitað upplýsinga á netinu því heimasíða skólans er í vinnslu og þar inni er því ekkert efni. Foreldrar sem eiga börn á leið í nýsköpunarskóla vita því ekki hvenær skólastarfið hefst eða neitt um það hvernig því verður háttað. Foreldrar barna sem sækja hina tvo nýju skóla eru í svipuðu svartholi, heimasíðurskólanna eru ekki tilbúnar og því ekki auðvelt að afla sér upplýsinga um komandi vetur. Ekkert hefur verið gert til þess að bæta þjónustu Strætó fyrir skólabyrjun og engar úrbætur hafa verið gerðar til þess að auka umferðaröryggi gangandi og hjólandi. þrátt fyrir loforð um það. Fjöldi barna er að byrja í skóla í næstu viku og vitað er að þau þurfa að þvera hættulegar götur án þess að gerðar hafa verið nauðsynlegar úrbætur. Þetta er ekki boðlegt og gera þarf ráðstafanir strax sem auka öryggi þessara barna og láta foreldra vita af þeim. Allt traust farið Þegar jafn illa er staðið að sparnaðaraðgerðum er bitna á börnum þá er allt traust foreldra farið áður en skólastarfið hefst sem er grátlegt. Sjálfstæðismenn lögðu til vegna COVID að fresta þessum aðgerðum. Því það er öllum ljóst hversu mikilvægt það er að hefja skólahaldið í sátt þegar gerðar eru stórar og óvinsælar breytingar. Hefja skildi breytt skólahald þegar búið er að undirbúa skólastarfið nægilega vel. Auðvita eru foreldrar ekki sáttir þegar hlutunum er hagað svona og ekki staðið við gefin loforð, hjartað í hverju hverfi er skólinn, líka í Grafarvogi. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar