Fól Pence varaforseta að sjá um viðbrögð við veirunni Kjartan Kjartansson skrifar 27. febrúar 2020 10:36 Pence og Trump á blaðamannafundinum um kórónuveiruna í gærkvöldi. Trump fól Pence að stýra viðbrögðum við veirunni. AP/Evan Vucci Donald Trump Bandaríkjaforseti gerði lítið úr mögulegri hættu af kórónuveirunni sem hefur breiðst víða um heim um leið og hann setti Mike Pence, varaforseta sinn, yfir aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna hennar. Yfirlýsingar Trump um veiruna stönguðust á við það sem sérfræðingar stjórnvalda höfðu áður sagt opinberlega. Á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gærkvöldi talaði Trump af bjartsýni um ástandið og lofaði viðbrögð ríkisstjórnar sinnar við veirunni. Hélt hann því fram að Bandaríkjamönnum stafaði „mjög lítil“ hætta af henni og að faraldurinn ætti fljótt eftir að réna, að sögn Washington Post. „Við erum mjög, mjög undirbúin fyrir þetta,“ fullyrti forsetinn sem notaði fundinn einnig til að ráðast á pólitíska keppinauta sína og spá uppsveiflu á hlutabréfamörkuðum. Sakaði hann demókrata um að bera hluta ábyrgðar á falli á mörkuðum sem hefur verið rakið til veirunnar undanfarna daga. Sérfræðingar stjórnvalda í sóttvörnum hafa engu síður varað við því undanfarna daga að kórónuveiran sem veldur Covid-19-sjúkdómnum eigi óumflýjanlega eftir að berast til Bandaríkjanna og setja daglegt líf fólks úr skorðum. Þegar hefur verið staðfest að sextíu manns í Bandaríkjunum eru smitaðir af veirunni. Jafnvel þeir embættismenn sem deildu sviðinu með Trump forseta á blaðamannafundinum drógu upp dekkri mynd en hann af horfum í Bandaríkjunum. „Við getum búist við fleiri tilfellum í Bandaríkjunum,“ sagði Alex Azar, heilbrigðisráðherrann. Anne Schuchat, aðstoðarforstjóri Sóttvarnarstofnunar Bandaríkjanna (CDC), sagðist einnig búast við fleiri smitum. Tilkynnt var um fyrsta smitið sem greinst hefur í Bandaríkjunum og ekki hefur verið tengt beint við ferðalög erlendis í Kaliforníu í gær. Sóttavarnastofnunin telur það fyrstu vísbendinguna um að veiran sé mögulega byrjuð að breiðast út þar í landi. Átti þátt í að ágera HIV-faraldur í Indiana Ákvörðun Trump um að setja Pence yfir viðbrögð ríkisstjórnarinnar við kórónuveirufaraldrinum hefur reynst umdeild. Pence hefur ítrekað vefengt vísindaleg gögn og bent er á að þegar hann var ríkisstjóri í Indiana hafi ákvarðanir hans átt þátt í að HIV-faraldur braust út þar árið 2015. Sem ríkisstjóri neitaði Pence að samþykkja tillögur sérfræðinga um að hreinum sprautunálum væri komið til fíkla með verkefni þar sem þeim væri gert kleift að skila notuðum sprautunálum í skiptum fyrir nýjar þrátt fyrir að tæplega tvöhundruð ný HIV-smit hefðu greinst í Scott-sýslu á nokkrum mánuðum. Indiana var þá á meðal ríkja sem bannaði dreifingu eða eign á sprautunálum án lyfseðlis. Tveimur mánuðum eftir að faraldurinn hófst sagðist Pence ætla að biðja fyrir lausn á faraldrinum. Hann lét á endanum undan og samþykkti að leyfa nálaskiptin. Nýjum smitum fækkaði í kjölfarið. Árið 2000 skrifaði Pence skoðanagrein þar sem hann hélt því ranglega fram að reykingar yllu ekki mannslátum. „Mike mun svara beint til mín en hann hefur sannarlega ákveðinn hæfileika í þessum efnum,“ sagði Trump þegar hann tilkynnti um að hann hefði sett Pence yfir kórónuveirumál í gær. Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Yfir 1.100 smitaðir af kórónuveiru í Suður-Kóreu Alls eru tilfellin í landinu orðin rúmlega 1100. 26. febrúar 2020 06:45 Kórónuveiran komin til Danmerkur Maðurinn sem greindist með veiruna er starfsmaður dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV 2 og var nýkominn heim úr skíðaferð á Norður-Ítalíu. 27. febrúar 2020 06:34 Sakar fjölmiðla um að grafa undan mörkuðum með umfjöllun um veiruna Áhrif kórónuveirufaraldursins á efnhagshorfur í Bandaríkjunum á kosningaári valda Hvíta húsinu áhyggjum. Trump forseti og sérfræðingar ríkisstjórnar hafa talað í kross um alvarleika faraldursins undanfarna daga. 26. febrúar 2020 16:33 Ekkert búið að ákveða um Eurovision vegna kórónuveirunnar Samband evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) hefur ekki tekið neinar ákvarðanir um Eurovision í tengslum við kórónuveiruna, sem nú dreifist hratt um Evrópu. 26. febrúar 2020 07:44 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Fleiri fréttir Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti gerði lítið úr mögulegri hættu af kórónuveirunni sem hefur breiðst víða um heim um leið og hann setti Mike Pence, varaforseta sinn, yfir aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna hennar. Yfirlýsingar Trump um veiruna stönguðust á við það sem sérfræðingar stjórnvalda höfðu áður sagt opinberlega. Á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gærkvöldi talaði Trump af bjartsýni um ástandið og lofaði viðbrögð ríkisstjórnar sinnar við veirunni. Hélt hann því fram að Bandaríkjamönnum stafaði „mjög lítil“ hætta af henni og að faraldurinn ætti fljótt eftir að réna, að sögn Washington Post. „Við erum mjög, mjög undirbúin fyrir þetta,“ fullyrti forsetinn sem notaði fundinn einnig til að ráðast á pólitíska keppinauta sína og spá uppsveiflu á hlutabréfamörkuðum. Sakaði hann demókrata um að bera hluta ábyrgðar á falli á mörkuðum sem hefur verið rakið til veirunnar undanfarna daga. Sérfræðingar stjórnvalda í sóttvörnum hafa engu síður varað við því undanfarna daga að kórónuveiran sem veldur Covid-19-sjúkdómnum eigi óumflýjanlega eftir að berast til Bandaríkjanna og setja daglegt líf fólks úr skorðum. Þegar hefur verið staðfest að sextíu manns í Bandaríkjunum eru smitaðir af veirunni. Jafnvel þeir embættismenn sem deildu sviðinu með Trump forseta á blaðamannafundinum drógu upp dekkri mynd en hann af horfum í Bandaríkjunum. „Við getum búist við fleiri tilfellum í Bandaríkjunum,“ sagði Alex Azar, heilbrigðisráðherrann. Anne Schuchat, aðstoðarforstjóri Sóttvarnarstofnunar Bandaríkjanna (CDC), sagðist einnig búast við fleiri smitum. Tilkynnt var um fyrsta smitið sem greinst hefur í Bandaríkjunum og ekki hefur verið tengt beint við ferðalög erlendis í Kaliforníu í gær. Sóttavarnastofnunin telur það fyrstu vísbendinguna um að veiran sé mögulega byrjuð að breiðast út þar í landi. Átti þátt í að ágera HIV-faraldur í Indiana Ákvörðun Trump um að setja Pence yfir viðbrögð ríkisstjórnarinnar við kórónuveirufaraldrinum hefur reynst umdeild. Pence hefur ítrekað vefengt vísindaleg gögn og bent er á að þegar hann var ríkisstjóri í Indiana hafi ákvarðanir hans átt þátt í að HIV-faraldur braust út þar árið 2015. Sem ríkisstjóri neitaði Pence að samþykkja tillögur sérfræðinga um að hreinum sprautunálum væri komið til fíkla með verkefni þar sem þeim væri gert kleift að skila notuðum sprautunálum í skiptum fyrir nýjar þrátt fyrir að tæplega tvöhundruð ný HIV-smit hefðu greinst í Scott-sýslu á nokkrum mánuðum. Indiana var þá á meðal ríkja sem bannaði dreifingu eða eign á sprautunálum án lyfseðlis. Tveimur mánuðum eftir að faraldurinn hófst sagðist Pence ætla að biðja fyrir lausn á faraldrinum. Hann lét á endanum undan og samþykkti að leyfa nálaskiptin. Nýjum smitum fækkaði í kjölfarið. Árið 2000 skrifaði Pence skoðanagrein þar sem hann hélt því ranglega fram að reykingar yllu ekki mannslátum. „Mike mun svara beint til mín en hann hefur sannarlega ákveðinn hæfileika í þessum efnum,“ sagði Trump þegar hann tilkynnti um að hann hefði sett Pence yfir kórónuveirumál í gær.
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Yfir 1.100 smitaðir af kórónuveiru í Suður-Kóreu Alls eru tilfellin í landinu orðin rúmlega 1100. 26. febrúar 2020 06:45 Kórónuveiran komin til Danmerkur Maðurinn sem greindist með veiruna er starfsmaður dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV 2 og var nýkominn heim úr skíðaferð á Norður-Ítalíu. 27. febrúar 2020 06:34 Sakar fjölmiðla um að grafa undan mörkuðum með umfjöllun um veiruna Áhrif kórónuveirufaraldursins á efnhagshorfur í Bandaríkjunum á kosningaári valda Hvíta húsinu áhyggjum. Trump forseti og sérfræðingar ríkisstjórnar hafa talað í kross um alvarleika faraldursins undanfarna daga. 26. febrúar 2020 16:33 Ekkert búið að ákveða um Eurovision vegna kórónuveirunnar Samband evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) hefur ekki tekið neinar ákvarðanir um Eurovision í tengslum við kórónuveiruna, sem nú dreifist hratt um Evrópu. 26. febrúar 2020 07:44 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Fleiri fréttir Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Sjá meira
Yfir 1.100 smitaðir af kórónuveiru í Suður-Kóreu Alls eru tilfellin í landinu orðin rúmlega 1100. 26. febrúar 2020 06:45
Kórónuveiran komin til Danmerkur Maðurinn sem greindist með veiruna er starfsmaður dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV 2 og var nýkominn heim úr skíðaferð á Norður-Ítalíu. 27. febrúar 2020 06:34
Sakar fjölmiðla um að grafa undan mörkuðum með umfjöllun um veiruna Áhrif kórónuveirufaraldursins á efnhagshorfur í Bandaríkjunum á kosningaári valda Hvíta húsinu áhyggjum. Trump forseti og sérfræðingar ríkisstjórnar hafa talað í kross um alvarleika faraldursins undanfarna daga. 26. febrúar 2020 16:33
Ekkert búið að ákveða um Eurovision vegna kórónuveirunnar Samband evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) hefur ekki tekið neinar ákvarðanir um Eurovision í tengslum við kórónuveiruna, sem nú dreifist hratt um Evrópu. 26. febrúar 2020 07:44