Félagsmenn Eflingar orðnir þreyttir á verkfalli Jóhann K. Jóhannsson skrifar 26. febrúar 2020 18:30 Þreyta er á meðal félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Ótímabundið verkfall þeirra hefur nú staðið í tíu daga. Félagsmenn vilja að gengið verði til samninga svo þeir geti mætt til vinnu aftur, verkfallið sé farið að hafa áhrif á fjárhag heimilla þeirra. Samninganefndir Eflingar og Reykjavíkurborgar mættu til fundar í húsnæði ríkissáttasemjara um miðjan dag. En ekkert hefur þokast í viðræðum og ekkert fundað síðustu sjö daga. Á fundinum ætlaði samninganefnd Eflingar að fá hreint hvert tilboð Reykjavíkurborgar til Eflingar væri en í tilkynningu sem stéttarfélagið sendi frá sér eftir viðtal Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra, fjölmiðlum í síðustu viku segir að þar hafi komið fram að borgin sé tilbúin að koma betur á móts við starfsfólk en kynnt hefur verið á undangengnum samningafundum. Efling stóð fyrir baráttufundi í Iðnó fyrir fundinn í dag þar sem félagsmenn í verkfalli mættu, töluvert færri en á síðustu fundi. Félagsmenn sem fréttastofa ræddi við eru orðnir óþreyjufullir og vilja komast aftur til vinnu. Guðrún Sigvaldadóttir og Ásta Baldvinsdóttir, leiðbeinendur mættu á baráttufundinn í dag.Vísir/Stöð 2 Verkfallsþreyta í félagsmönnum Nú er tíundi dagur í verkfalli. Er komin þeyta? „Já, við viljum að þetta fari að leysast,“ sögðu Guðrún Sigvaldadóttir og Ásta Baldvinsdóttir, leiðbeinendur á leikskóla sem voru staddar á baráttufundinum. „Þetta er farið að hafa áhrif á svefninn hjá mér og bara hef ekkert að gera. Það er bara málið,“ sagði Björn Sigurðsson, starfsmaður í þjónustumiðstöð Reykjavíkurborgar. „Já. Sakna barnanna, vinnunnar og vinkvennanna sem ég er að vinna með. Svolítið leiðinlegt að vera svona lengi heima,“ sagði Ewalina Angow, leiðbeinandi og deildarstjóri á leikskóla.Er þetta farið að hafa áhrif á fjárhag heimilisins? „Já, hjá mér. Já, auðvitað gerir það það ef þetta heldur áfram mikið lengur,“ sögðu Guðrún og Ásta.Ertu tilbúinn til þess að vera lengur í verkfalli? „Nei, þetta er komið gott,“ sagði Björn. „Ef við þurfum já. En það væri betra að komast í vinnuna,“ sagði Ewalina. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, ásamt félagsmönnum í kröfugöngu að loknum baráttufundi í dag.Vísir/Vilhelm Formaður Eflingar tilbúin í enn lengra verkfall Formaður Eflingar var ekki bjartsýn fyrir fund samninganefndanna í dag. „Ég held að fólk sé aðallega orðið þeytt á þessu leikriti. Að vera að mæta hérna og þau, sem eru alltaf að bíða eftir jákvæðum fréttum, sem að berast svo ekki. En við skulum sjá hvað gerist núna,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.Eruð þið tilbúin í enn lengra verkfall? „Að sjálfsögðu,“ sagði Sólveig. Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Meirihlutastuðningur við verkföll Eflingar Skoðanakönnun sem stéttarfélagið Efling lét gera fyrir sig bendir til þess að almennur stuðningur sé við verkfallsaðgerðir þess. 26. febrúar 2020 14:14 Boðað til fundar í deilu Eflingar og borgarinnar Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar klukkan 13 á morgun. 25. febrúar 2020 13:27 Vilja vita hvort borginni sé alvara með „Kastljóstilboð Dags B. Eggertssonar“ Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að trúverðugleiki borgarinnar sé í húfi. 26. febrúar 2020 13:18 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Sjá meira
Þreyta er á meðal félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Ótímabundið verkfall þeirra hefur nú staðið í tíu daga. Félagsmenn vilja að gengið verði til samninga svo þeir geti mætt til vinnu aftur, verkfallið sé farið að hafa áhrif á fjárhag heimilla þeirra. Samninganefndir Eflingar og Reykjavíkurborgar mættu til fundar í húsnæði ríkissáttasemjara um miðjan dag. En ekkert hefur þokast í viðræðum og ekkert fundað síðustu sjö daga. Á fundinum ætlaði samninganefnd Eflingar að fá hreint hvert tilboð Reykjavíkurborgar til Eflingar væri en í tilkynningu sem stéttarfélagið sendi frá sér eftir viðtal Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra, fjölmiðlum í síðustu viku segir að þar hafi komið fram að borgin sé tilbúin að koma betur á móts við starfsfólk en kynnt hefur verið á undangengnum samningafundum. Efling stóð fyrir baráttufundi í Iðnó fyrir fundinn í dag þar sem félagsmenn í verkfalli mættu, töluvert færri en á síðustu fundi. Félagsmenn sem fréttastofa ræddi við eru orðnir óþreyjufullir og vilja komast aftur til vinnu. Guðrún Sigvaldadóttir og Ásta Baldvinsdóttir, leiðbeinendur mættu á baráttufundinn í dag.Vísir/Stöð 2 Verkfallsþreyta í félagsmönnum Nú er tíundi dagur í verkfalli. Er komin þeyta? „Já, við viljum að þetta fari að leysast,“ sögðu Guðrún Sigvaldadóttir og Ásta Baldvinsdóttir, leiðbeinendur á leikskóla sem voru staddar á baráttufundinum. „Þetta er farið að hafa áhrif á svefninn hjá mér og bara hef ekkert að gera. Það er bara málið,“ sagði Björn Sigurðsson, starfsmaður í þjónustumiðstöð Reykjavíkurborgar. „Já. Sakna barnanna, vinnunnar og vinkvennanna sem ég er að vinna með. Svolítið leiðinlegt að vera svona lengi heima,“ sagði Ewalina Angow, leiðbeinandi og deildarstjóri á leikskóla.Er þetta farið að hafa áhrif á fjárhag heimilisins? „Já, hjá mér. Já, auðvitað gerir það það ef þetta heldur áfram mikið lengur,“ sögðu Guðrún og Ásta.Ertu tilbúinn til þess að vera lengur í verkfalli? „Nei, þetta er komið gott,“ sagði Björn. „Ef við þurfum já. En það væri betra að komast í vinnuna,“ sagði Ewalina. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, ásamt félagsmönnum í kröfugöngu að loknum baráttufundi í dag.Vísir/Vilhelm Formaður Eflingar tilbúin í enn lengra verkfall Formaður Eflingar var ekki bjartsýn fyrir fund samninganefndanna í dag. „Ég held að fólk sé aðallega orðið þeytt á þessu leikriti. Að vera að mæta hérna og þau, sem eru alltaf að bíða eftir jákvæðum fréttum, sem að berast svo ekki. En við skulum sjá hvað gerist núna,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.Eruð þið tilbúin í enn lengra verkfall? „Að sjálfsögðu,“ sagði Sólveig.
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Meirihlutastuðningur við verkföll Eflingar Skoðanakönnun sem stéttarfélagið Efling lét gera fyrir sig bendir til þess að almennur stuðningur sé við verkfallsaðgerðir þess. 26. febrúar 2020 14:14 Boðað til fundar í deilu Eflingar og borgarinnar Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar klukkan 13 á morgun. 25. febrúar 2020 13:27 Vilja vita hvort borginni sé alvara með „Kastljóstilboð Dags B. Eggertssonar“ Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að trúverðugleiki borgarinnar sé í húfi. 26. febrúar 2020 13:18 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Sjá meira
Meirihlutastuðningur við verkföll Eflingar Skoðanakönnun sem stéttarfélagið Efling lét gera fyrir sig bendir til þess að almennur stuðningur sé við verkfallsaðgerðir þess. 26. febrúar 2020 14:14
Boðað til fundar í deilu Eflingar og borgarinnar Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar klukkan 13 á morgun. 25. febrúar 2020 13:27
Vilja vita hvort borginni sé alvara með „Kastljóstilboð Dags B. Eggertssonar“ Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að trúverðugleiki borgarinnar sé í húfi. 26. febrúar 2020 13:18