Ísland áfram á gráa listanum Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. febrúar 2020 14:29 Ísland rataði í október á gráan lista samtakanna FATF. Þar eru lönd sem hafa heitið úrbótum í baráttunni gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka sem samtökin ætlað að fylgjast náið með. GETTY/CASPAR BENSON Ísland verður áfram á gráum peningaþvættislista samtakanna Financial Action Task Force (FATF) fram í júní hið minnsta. Þetta varð ljóst eftir að fundi aðildarríkja samtakanna lauk í lok síðustu viku, án þess að staða Íslands á listanum breyttist. Kjarninn greindi fyrst frá niðurstöðum fundarins, en ýmis fylgigögn honum tengdum má nálgast hér.Ísland var í október sett á gráan lista FATF yfir ríki sem hafa ónægar varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Grái listinn nær yfir ríki sem eru af hinu opinbera sögð „samvinnufús og aðgerðaáætlun um endurbætur eru í farvegi.“ FATF-hópurinn fundar þrisvar á ári; í febrúar, júní og október. Stjórnvöld höfðu áður bundið vonir við að Ísland kæmist af listanum strax í febrúar. Dómsmálaráðherra sló þó á þær væntingar í lok janúar, þegar hún sagði að horft væri til þess að losna af listanum í október. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, hafði einnig áður sagt að febrúar væri óraunhæft viðmið.Í fyrrnefndum fylgigögnum má sjá að 18 ríki eru á gráa lista FATF að febrúarfundinum loknum. Tvö Evrópuríki eru á listanum, Ísland og Albanía, en meðal annarra landa má nefna Kambódíu, Jemen, Sýrland, Zimbabwe og Bahamaeyjar. Þar má jafnframt nálgast rökstuðning FATF fyrir áframhaldandi veru Íslands á listanum. Í honum er drepið á þeim vilyrðum sem borist hafa frá íslenskum stjórnvöldum og aðgerðum sem þau hafa gripið til, eins og að fjölga í starfsliði eftirlitsstofnanna sem hafa með varnir gegn peningaþvætti að gera. Í rökstuðningnum er Íslendingum ráðlagt að halda áfram innleiðingu aðgerðaráætlunar sinnar um að sníða hnökrana af vörnum sínum í þessum efnum. Til að mynda að koma skráningu á raunverulegum eigendum íslenskra félaga í æskilegt horf. Félög hafa til 1. mars næstkomandi til að ganga frá þessari skráningu ellegar gætu þau átt von á sektum. Greining FATF á stöðu Íslands að loknum febrúarfundinum.fatf Alþingi Efnahagsmál Ísland á gráum lista FATF Stjórnsýsla Tengdar fréttir Gætu sætt sektum ef skráningu raunverulegra eigenda er ekki lokið fyrir mánaðamót Viðunandi skráning raunverulegra eigenda er ein af forsendum þess að Ísland komist af gráum lista. 5. febrúar 2020 11:47 Vonar að Ísland komist af gráum lista í október Vera Íslands á gráa listanum hefur að sögn Seðlabanka Íslands enn sem komið er ekki haft áhrif á starfsemi aðila á borð við tryggingafélög og lífeyrissjóði á Íslandi. 29. janúar 2020 11:39 Forstjóri FME segir peningaþvættisvarnir bankanna geta orðið betri Forstjóri Fjármálaeftirlitsins segir athugun á peningaþvættisvörnum stóru bankanna ekki hafa komið gífurlega illa út fyrir þá. 23. desember 2019 19:00 Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Ísland verður áfram á gráum peningaþvættislista samtakanna Financial Action Task Force (FATF) fram í júní hið minnsta. Þetta varð ljóst eftir að fundi aðildarríkja samtakanna lauk í lok síðustu viku, án þess að staða Íslands á listanum breyttist. Kjarninn greindi fyrst frá niðurstöðum fundarins, en ýmis fylgigögn honum tengdum má nálgast hér.Ísland var í október sett á gráan lista FATF yfir ríki sem hafa ónægar varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Grái listinn nær yfir ríki sem eru af hinu opinbera sögð „samvinnufús og aðgerðaáætlun um endurbætur eru í farvegi.“ FATF-hópurinn fundar þrisvar á ári; í febrúar, júní og október. Stjórnvöld höfðu áður bundið vonir við að Ísland kæmist af listanum strax í febrúar. Dómsmálaráðherra sló þó á þær væntingar í lok janúar, þegar hún sagði að horft væri til þess að losna af listanum í október. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, hafði einnig áður sagt að febrúar væri óraunhæft viðmið.Í fyrrnefndum fylgigögnum má sjá að 18 ríki eru á gráa lista FATF að febrúarfundinum loknum. Tvö Evrópuríki eru á listanum, Ísland og Albanía, en meðal annarra landa má nefna Kambódíu, Jemen, Sýrland, Zimbabwe og Bahamaeyjar. Þar má jafnframt nálgast rökstuðning FATF fyrir áframhaldandi veru Íslands á listanum. Í honum er drepið á þeim vilyrðum sem borist hafa frá íslenskum stjórnvöldum og aðgerðum sem þau hafa gripið til, eins og að fjölga í starfsliði eftirlitsstofnanna sem hafa með varnir gegn peningaþvætti að gera. Í rökstuðningnum er Íslendingum ráðlagt að halda áfram innleiðingu aðgerðaráætlunar sinnar um að sníða hnökrana af vörnum sínum í þessum efnum. Til að mynda að koma skráningu á raunverulegum eigendum íslenskra félaga í æskilegt horf. Félög hafa til 1. mars næstkomandi til að ganga frá þessari skráningu ellegar gætu þau átt von á sektum. Greining FATF á stöðu Íslands að loknum febrúarfundinum.fatf
Alþingi Efnahagsmál Ísland á gráum lista FATF Stjórnsýsla Tengdar fréttir Gætu sætt sektum ef skráningu raunverulegra eigenda er ekki lokið fyrir mánaðamót Viðunandi skráning raunverulegra eigenda er ein af forsendum þess að Ísland komist af gráum lista. 5. febrúar 2020 11:47 Vonar að Ísland komist af gráum lista í október Vera Íslands á gráa listanum hefur að sögn Seðlabanka Íslands enn sem komið er ekki haft áhrif á starfsemi aðila á borð við tryggingafélög og lífeyrissjóði á Íslandi. 29. janúar 2020 11:39 Forstjóri FME segir peningaþvættisvarnir bankanna geta orðið betri Forstjóri Fjármálaeftirlitsins segir athugun á peningaþvættisvörnum stóru bankanna ekki hafa komið gífurlega illa út fyrir þá. 23. desember 2019 19:00 Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Gætu sætt sektum ef skráningu raunverulegra eigenda er ekki lokið fyrir mánaðamót Viðunandi skráning raunverulegra eigenda er ein af forsendum þess að Ísland komist af gráum lista. 5. febrúar 2020 11:47
Vonar að Ísland komist af gráum lista í október Vera Íslands á gráa listanum hefur að sögn Seðlabanka Íslands enn sem komið er ekki haft áhrif á starfsemi aðila á borð við tryggingafélög og lífeyrissjóði á Íslandi. 29. janúar 2020 11:39
Forstjóri FME segir peningaþvættisvarnir bankanna geta orðið betri Forstjóri Fjármálaeftirlitsins segir athugun á peningaþvættisvörnum stóru bankanna ekki hafa komið gífurlega illa út fyrir þá. 23. desember 2019 19:00