Braut á þrettán ára stúlku í tjaldi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. febrúar 2020 10:30 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Rakel Ósk Héraðsdómur Reykjavíkur hefur frestað ákvörðun refsingar gagnvart karlmanni sem sakfelldur var fyrir brot gegn þrettán ára stúlki í tjaldi. Maðurinn var á sautjánda aldursári þegar brotið var framið. Refsingin fellur niður haldi maðurinn almennt skilorð í tvö ár frá uppkvaðningu dómsins. Umrætt brot var framið í ágúst árið 2013 á ótilgreindu tjaldsvæði en maðurinn var ákærður fyrir brotið á síðasta ári, sex árum eftir að það var framið. Var manninum gefið að sök að hafa afhent stúlkunni áfengi, látið hana hafa munnmök við sig og stungið fingri í leggöng hennar. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að rannsókn málsins hafi hafist árið 2017 þegar stúlkan greindi félagsráðgjafa frá tveimur kynferðisbrotum sem hún hafði mátt þola, þar af því sem er til umfjöllunar hér. Deilt um hvort að hann hafi vitað aldur stúlkunnar Málavextir voru þannig að hinn sakfelldi var með félögum sínum á tjaldsvæðinu þegar þeir hittu hóp af stelpum, þar með talið brotaþolann. Sátu drengirnir við drykkju og æxluðust mál þannig að hann og stúlkan enduðu saman í tjaldi. Greindi þeim á hvað gerðist í tjaldinu. Stúlkan sagði hann hafa látið hana hafa munnmök við sig gegn vilja hennar, hún hafi frosið og ekki þorað að segja neitt. Hann hafi svo stungið einum fingri í leggöng hennar. Þegar sími hennar hringdi hafi hún hlaupið út úr tjaldinu. Maðurinn vildi hins vegar meina að það sem hefði gerst í tjaldinu hafi verið með hennar vilja. Hann hafi hins vegar hætt þegar félagi hans kallaði inn í tjaldið hvort að hann vissi hvað stúlkan væri gömul. Hann hafði talið að hún væri ári yngri en hann. Fyrir dómi var framburður vitna í málinu metin svo að maðurinn hafi vitað hvað stúlkan var gömul, áður en að þau fóru saman inn í tjaldið. Því væri framburður hans um annað ekki metinn trúverðugur. Var það álit dómsins að manninum hafi hlotið að vera ljóst að stúlkan væri á fjórtánda aldursári, eða í það minnsta látið sér það í léttu rúmi liggja og var hann því sakfelldur fyrir að brotið gegn stúlkunni. Var hann þó sýknaður af því að hafa gefið henni áfengi. Margt metið til refsilækkunar Við ákvörðun refsingar leit héraðsdómur til þess að svipað þroskastig hafi verið með þeim þegar brotið var framið en drengurinn var sem fyrr segir á sautjánda aldursári. Var það, ásamt ungum aldri hans þegar brotið var framið, metið honum til refsilækkunar. Auk þess var litið til þess að langur tími leið frá því að brotið var framið þangað til að ákæra var gefin út, eða sex ár. Ákvað Héraðsdómur því að fresta ákvörðun refsingar haldi maðurinn almennt skilorð næstu tvö árin. Þá þarf maðurinn að greiða fórnarlambinu 400.000 krónur í miskabætur. Dómsmál Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur frestað ákvörðun refsingar gagnvart karlmanni sem sakfelldur var fyrir brot gegn þrettán ára stúlki í tjaldi. Maðurinn var á sautjánda aldursári þegar brotið var framið. Refsingin fellur niður haldi maðurinn almennt skilorð í tvö ár frá uppkvaðningu dómsins. Umrætt brot var framið í ágúst árið 2013 á ótilgreindu tjaldsvæði en maðurinn var ákærður fyrir brotið á síðasta ári, sex árum eftir að það var framið. Var manninum gefið að sök að hafa afhent stúlkunni áfengi, látið hana hafa munnmök við sig og stungið fingri í leggöng hennar. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að rannsókn málsins hafi hafist árið 2017 þegar stúlkan greindi félagsráðgjafa frá tveimur kynferðisbrotum sem hún hafði mátt þola, þar af því sem er til umfjöllunar hér. Deilt um hvort að hann hafi vitað aldur stúlkunnar Málavextir voru þannig að hinn sakfelldi var með félögum sínum á tjaldsvæðinu þegar þeir hittu hóp af stelpum, þar með talið brotaþolann. Sátu drengirnir við drykkju og æxluðust mál þannig að hann og stúlkan enduðu saman í tjaldi. Greindi þeim á hvað gerðist í tjaldinu. Stúlkan sagði hann hafa látið hana hafa munnmök við sig gegn vilja hennar, hún hafi frosið og ekki þorað að segja neitt. Hann hafi svo stungið einum fingri í leggöng hennar. Þegar sími hennar hringdi hafi hún hlaupið út úr tjaldinu. Maðurinn vildi hins vegar meina að það sem hefði gerst í tjaldinu hafi verið með hennar vilja. Hann hafi hins vegar hætt þegar félagi hans kallaði inn í tjaldið hvort að hann vissi hvað stúlkan væri gömul. Hann hafði talið að hún væri ári yngri en hann. Fyrir dómi var framburður vitna í málinu metin svo að maðurinn hafi vitað hvað stúlkan var gömul, áður en að þau fóru saman inn í tjaldið. Því væri framburður hans um annað ekki metinn trúverðugur. Var það álit dómsins að manninum hafi hlotið að vera ljóst að stúlkan væri á fjórtánda aldursári, eða í það minnsta látið sér það í léttu rúmi liggja og var hann því sakfelldur fyrir að brotið gegn stúlkunni. Var hann þó sýknaður af því að hafa gefið henni áfengi. Margt metið til refsilækkunar Við ákvörðun refsingar leit héraðsdómur til þess að svipað þroskastig hafi verið með þeim þegar brotið var framið en drengurinn var sem fyrr segir á sautjánda aldursári. Var það, ásamt ungum aldri hans þegar brotið var framið, metið honum til refsilækkunar. Auk þess var litið til þess að langur tími leið frá því að brotið var framið þangað til að ákæra var gefin út, eða sex ár. Ákvað Héraðsdómur því að fresta ákvörðun refsingar haldi maðurinn almennt skilorð næstu tvö árin. Þá þarf maðurinn að greiða fórnarlambinu 400.000 krónur í miskabætur.
Dómsmál Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira