Rússar sagðir reyna að hjálpa Sanders til að skapa usla hjá demókrötum Kjartan Kjartansson skrifar 21. febrúar 2020 21:42 Sanders er efstur í forvali demókrata án þess að hafa fengið meirihluta atkvæða. Rússar eru sagðir reyna að hjálpa framboði hans með það fyrir augum að ala á sundrung innan flokksins. Vísir/EPA Bandarískir embættismenn hafa tjáð Bernie Sanders, öldungadeildarþingmanni sem sækist eftir að verða forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, að rússnesk stjórnvöld reyni að hjálpa framboði hans. Það sé liður í tilraunum Rússa til að trufla forval demókrata fyrir forsetakosningarnar í haust. Leyniþjónustan telur einnig að Rússar reyni að hjálpa Donald Trump forseta að ná endurkjöri. Bæði Trump forseti og bandarískir þingmenn hafa fengið upplýsingar um að Rússar reyni nú að aðstoða framboð Sanders samkvæmt heimildum Washington Post. Ekki sé ljóst á hvaða hátt Rússar reyni að skipta sér af forvali demókrata. Rússar reyndu að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016 og að hjálpa Trump til sigurs. Talið var að þeir hafi einnig notað samfélagsmiðla til að styðja Sanders gegn Hillary Clinton í forvali demókrata. Það hafi verið leið til að koma höggi á Clinton. „Mér er hreinlega sama hver [Vladímír] Pútín [Rússlandsforseti] vill að verði forseti. Skilaboð mín til Pútín eru skýr: haltu þig frá bandarískum kosningum og sem forseti mun ég tryggja að þú gerir það,“ sagði Sanders í yfirlýsingu til Washington Post. Sanders hefur áður gefið í skyn að samfélagsmiðlareikningar sem hafa haldið úti hörðum árásum á keppinauta hans í forvalinu gætu í raun verið tilraunir óprúttinna aðila til þess að ala á sundrung í röðum demókrata í aðdraganda forsetakosninganna í nóvember. Afskrifar álit leyniþjónustunnar sem „gabb“ demókrata Bandaríska leyniþjónustuna telur að rússnesk stjórnvöld vinni nú aftur að því að hjálpa Trump að ná kjöri í forsetakosningunum. Fulltrúi skrifstofu yfirmanns leyniþjónustunnar (ODNI) kynnti þingmönnum það á leynilegum fundi í síðustu viku. Trump forseti er sagður hafa snöggreiðst yfir fundinum og hellt sér yfir Joseph Maguire, starfandi yfirmann leyniþjónustunnar. Hann hafi óttast að demókratar myndu nota upplýsingarnar gegn honum. Reiði forsetans með að leyniþjónustan hafi greint þingmönnum frá kosningaafskiptum Rússa er sögð hafa verið ástæða þess að hann ákvað að tilnefna Maguire ekki varanlega sem yfirmann leyniþjónustunnar og velja í staðinn Richard Grenell, sendiherra í Þýskalandi, sem er talinn einarður stuðningsmaður forsetans. Trump gekk enn lengra á Twitter í dag þegar hann fullyrti við stuðningsmenn sína að ályktun leyniþjónustunnar um afskipti Rússa væru í reynd „gabb“ á vegum demókrata. Forsetinn hefur ítrekað hafnað niðurstöðu bandarísku leyniþjónustunnar um afskipti Rússa og jafnvel tekið orð Pútín fram yfir hana. Bandaríkin Donald Trump Rússland Tengdar fréttir Trump trompaðist yfir leynilegum fundi um kosningaafskipti Rússa Bandaríkjaforseti er sagður hafa úthúðað Joseph Maguire, starfandi yfirmanni leyniþjónustunnar, fyrir að hafa leyft fulltrúa sínum að upplýsa þingmenn um áframhaldandi kosningaafskipti Rússa. Það hafi orðið til þess að Trump ákvaða að ganga fram hjá Maguire við varanlega skipan í embættið. 20. febrúar 2020 22:45 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Sjá meira
Bandarískir embættismenn hafa tjáð Bernie Sanders, öldungadeildarþingmanni sem sækist eftir að verða forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, að rússnesk stjórnvöld reyni að hjálpa framboði hans. Það sé liður í tilraunum Rússa til að trufla forval demókrata fyrir forsetakosningarnar í haust. Leyniþjónustan telur einnig að Rússar reyni að hjálpa Donald Trump forseta að ná endurkjöri. Bæði Trump forseti og bandarískir þingmenn hafa fengið upplýsingar um að Rússar reyni nú að aðstoða framboð Sanders samkvæmt heimildum Washington Post. Ekki sé ljóst á hvaða hátt Rússar reyni að skipta sér af forvali demókrata. Rússar reyndu að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016 og að hjálpa Trump til sigurs. Talið var að þeir hafi einnig notað samfélagsmiðla til að styðja Sanders gegn Hillary Clinton í forvali demókrata. Það hafi verið leið til að koma höggi á Clinton. „Mér er hreinlega sama hver [Vladímír] Pútín [Rússlandsforseti] vill að verði forseti. Skilaboð mín til Pútín eru skýr: haltu þig frá bandarískum kosningum og sem forseti mun ég tryggja að þú gerir það,“ sagði Sanders í yfirlýsingu til Washington Post. Sanders hefur áður gefið í skyn að samfélagsmiðlareikningar sem hafa haldið úti hörðum árásum á keppinauta hans í forvalinu gætu í raun verið tilraunir óprúttinna aðila til þess að ala á sundrung í röðum demókrata í aðdraganda forsetakosninganna í nóvember. Afskrifar álit leyniþjónustunnar sem „gabb“ demókrata Bandaríska leyniþjónustuna telur að rússnesk stjórnvöld vinni nú aftur að því að hjálpa Trump að ná kjöri í forsetakosningunum. Fulltrúi skrifstofu yfirmanns leyniþjónustunnar (ODNI) kynnti þingmönnum það á leynilegum fundi í síðustu viku. Trump forseti er sagður hafa snöggreiðst yfir fundinum og hellt sér yfir Joseph Maguire, starfandi yfirmann leyniþjónustunnar. Hann hafi óttast að demókratar myndu nota upplýsingarnar gegn honum. Reiði forsetans með að leyniþjónustan hafi greint þingmönnum frá kosningaafskiptum Rússa er sögð hafa verið ástæða þess að hann ákvað að tilnefna Maguire ekki varanlega sem yfirmann leyniþjónustunnar og velja í staðinn Richard Grenell, sendiherra í Þýskalandi, sem er talinn einarður stuðningsmaður forsetans. Trump gekk enn lengra á Twitter í dag þegar hann fullyrti við stuðningsmenn sína að ályktun leyniþjónustunnar um afskipti Rússa væru í reynd „gabb“ á vegum demókrata. Forsetinn hefur ítrekað hafnað niðurstöðu bandarísku leyniþjónustunnar um afskipti Rússa og jafnvel tekið orð Pútín fram yfir hana.
Bandaríkin Donald Trump Rússland Tengdar fréttir Trump trompaðist yfir leynilegum fundi um kosningaafskipti Rússa Bandaríkjaforseti er sagður hafa úthúðað Joseph Maguire, starfandi yfirmanni leyniþjónustunnar, fyrir að hafa leyft fulltrúa sínum að upplýsa þingmenn um áframhaldandi kosningaafskipti Rússa. Það hafi orðið til þess að Trump ákvaða að ganga fram hjá Maguire við varanlega skipan í embættið. 20. febrúar 2020 22:45 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Sjá meira
Trump trompaðist yfir leynilegum fundi um kosningaafskipti Rússa Bandaríkjaforseti er sagður hafa úthúðað Joseph Maguire, starfandi yfirmanni leyniþjónustunnar, fyrir að hafa leyft fulltrúa sínum að upplýsa þingmenn um áframhaldandi kosningaafskipti Rússa. Það hafi orðið til þess að Trump ákvaða að ganga fram hjá Maguire við varanlega skipan í embættið. 20. febrúar 2020 22:45
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent