„Ég er örugglega frekur karl“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. febrúar 2020 12:23 Daníel Jakobsson var bæjarstjóri á Ísafirði frá 2010 til 2014. Daníel Jakobsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Ísafirði, segir að eftirsjá verði af Guðmundi Gunnarssyni, fyrrverandi bæjarstjóra, og fjölskyldu hans á Ísafirði. Vilji fólk hins vegar ekki búa á svæðinu þá eigi það að fara í friði. Guðmundur greindi frá því á Facebook í morgun að fjölskyldan ætlaði að flytja frá Ísafirði. Þeim líði ekki vel og telji sig ekki velkomin í samfélaginu. Guðmundur er uppalinn á svæðinu, í Bolungarvík, og sneri heim til að taka við starfi bæjarstjóra. „Hér líður okkur ekki lengur vel. Atburðir síðustu vikna hafa gert það að verkum. Ekki síst þær furðuskýringar sem grasserað hafa í kjölfar starfslokanna. En þetta er eins og það er. Við sjáum sæng okkar upp reidda og viljum ekki vera hluti af samfélagi þar sem fyrirferðamiklar stjórnmálahreyfingar umbera fantabrögð freka kallsins og dreifa svo rógburði til að réttlæta þau,“ segir Guðmundur. Ekki vinir á Facebook Daníel Jakobsson er oddviti Sjálfstæðisflokksins á Ísafirði sem á flesta bæjarfulltrúa í meirihlutasamstarfi með Framsóknarflokknum. „Við Guðmundur erum ekki vinir á Facebook,“ sagði Daníel aðspurður hvort hann hefði séð kveðju bæjarstjórans fyrrverandi. Aðspurður hvort hann tengi við ummælin um frekan karl, sem Guðmundur vísar til, svarar Daníel: „Ég er örugglega frekur karl.“ Guðmundur Gunnarsson lét af störfum sem bæjarstjóri í janúar. Engar aðrar upplýsingar en ólík sýn hans og bæjarstjórnar var gefin á uppsögninni.Vísir/Egill Hann segir líklega litlu við málið að bæta og betra að ræða við Guðmund um hans upplifun. Um sé að ræða starfsmannamál eins og hvert annað. „Ég get bara bent á að ég á þrjátíu ára farsælan stjórnunarferil að því ég best veit. Ég hef ekki lent upp á kant við marga aðila á mínum ferli.“ Leitt að Guðmundur upplifi sig sem útlaga Hann telji að flestum finnist ákaflega gott að búa í Ísafjarðarbæ. „Mér þykir mjög gott að búa hérna. Það er ótrúlega fínt fólk hér, frábær tækifæri og mikill uppgangur,“ segir Daníel sem er fyrrverandi bæjarstjóri fyrir vestan. Hann er sömuleiðis áberandi í ferðaþjónustunni fyrir vestan en þau hjónin hafa verið í hótelrekstri og eiga meðal annars Hótel Ísafjörð. Daníel var bæjarstjóraefni flokksins en Framsókn gerði kröfu, í samkomulagi um meirihlutasamstarf, að faglegur bæjarstjóri yrði ráðinn. „Þegar fólk vill ekki búa hérna og upplifir sig sem einhvern útlaga þá er það auðvitað mjög leitt. Fari það fólk í friði,“ segir Daníel. Enginn vafi sé á því að eftirsjá verði af fjölskyldunni fyrir vestan. Fréttablaðið greindi frá því á dögunum að kastast hefði í kekki á milli þeirra Daníels og Guðmundar á bæjarstjórnarfundi í aðdraganda þess að Guðmundur hætti störfum. Daníel hafnar þessu alfarið í samtali við Vísi. Ísafjarðarbær Vistaskipti Tengdar fréttir Uppnám í Ísafjarðarbæ tveimur vikum eftir snjóflóðin Guðmundur Gunnarsson, sem lætur í dag af störfum sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir aðdragandann að starfslokunum hafa verið stuttan. 27. janúar 2020 10:59 Upplifa fantabrögð og flýja Ísafjörð Guðmundur Gunnarsson, fyrrvernadi bæjarstjóri á Ísafirði sem lét af störfum í janúar, segir ekkert annað í stöðunni fyrir sig og fjölskyldu sína en að flytja úr bænum. Þetta segir hann í færslu á Facebook sem sjá má að neðan. 20. febrúar 2020 11:47 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Fleiri fréttir Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Sjá meira
Daníel Jakobsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Ísafirði, segir að eftirsjá verði af Guðmundi Gunnarssyni, fyrrverandi bæjarstjóra, og fjölskyldu hans á Ísafirði. Vilji fólk hins vegar ekki búa á svæðinu þá eigi það að fara í friði. Guðmundur greindi frá því á Facebook í morgun að fjölskyldan ætlaði að flytja frá Ísafirði. Þeim líði ekki vel og telji sig ekki velkomin í samfélaginu. Guðmundur er uppalinn á svæðinu, í Bolungarvík, og sneri heim til að taka við starfi bæjarstjóra. „Hér líður okkur ekki lengur vel. Atburðir síðustu vikna hafa gert það að verkum. Ekki síst þær furðuskýringar sem grasserað hafa í kjölfar starfslokanna. En þetta er eins og það er. Við sjáum sæng okkar upp reidda og viljum ekki vera hluti af samfélagi þar sem fyrirferðamiklar stjórnmálahreyfingar umbera fantabrögð freka kallsins og dreifa svo rógburði til að réttlæta þau,“ segir Guðmundur. Ekki vinir á Facebook Daníel Jakobsson er oddviti Sjálfstæðisflokksins á Ísafirði sem á flesta bæjarfulltrúa í meirihlutasamstarfi með Framsóknarflokknum. „Við Guðmundur erum ekki vinir á Facebook,“ sagði Daníel aðspurður hvort hann hefði séð kveðju bæjarstjórans fyrrverandi. Aðspurður hvort hann tengi við ummælin um frekan karl, sem Guðmundur vísar til, svarar Daníel: „Ég er örugglega frekur karl.“ Guðmundur Gunnarsson lét af störfum sem bæjarstjóri í janúar. Engar aðrar upplýsingar en ólík sýn hans og bæjarstjórnar var gefin á uppsögninni.Vísir/Egill Hann segir líklega litlu við málið að bæta og betra að ræða við Guðmund um hans upplifun. Um sé að ræða starfsmannamál eins og hvert annað. „Ég get bara bent á að ég á þrjátíu ára farsælan stjórnunarferil að því ég best veit. Ég hef ekki lent upp á kant við marga aðila á mínum ferli.“ Leitt að Guðmundur upplifi sig sem útlaga Hann telji að flestum finnist ákaflega gott að búa í Ísafjarðarbæ. „Mér þykir mjög gott að búa hérna. Það er ótrúlega fínt fólk hér, frábær tækifæri og mikill uppgangur,“ segir Daníel sem er fyrrverandi bæjarstjóri fyrir vestan. Hann er sömuleiðis áberandi í ferðaþjónustunni fyrir vestan en þau hjónin hafa verið í hótelrekstri og eiga meðal annars Hótel Ísafjörð. Daníel var bæjarstjóraefni flokksins en Framsókn gerði kröfu, í samkomulagi um meirihlutasamstarf, að faglegur bæjarstjóri yrði ráðinn. „Þegar fólk vill ekki búa hérna og upplifir sig sem einhvern útlaga þá er það auðvitað mjög leitt. Fari það fólk í friði,“ segir Daníel. Enginn vafi sé á því að eftirsjá verði af fjölskyldunni fyrir vestan. Fréttablaðið greindi frá því á dögunum að kastast hefði í kekki á milli þeirra Daníels og Guðmundar á bæjarstjórnarfundi í aðdraganda þess að Guðmundur hætti störfum. Daníel hafnar þessu alfarið í samtali við Vísi.
Ísafjarðarbær Vistaskipti Tengdar fréttir Uppnám í Ísafjarðarbæ tveimur vikum eftir snjóflóðin Guðmundur Gunnarsson, sem lætur í dag af störfum sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir aðdragandann að starfslokunum hafa verið stuttan. 27. janúar 2020 10:59 Upplifa fantabrögð og flýja Ísafjörð Guðmundur Gunnarsson, fyrrvernadi bæjarstjóri á Ísafirði sem lét af störfum í janúar, segir ekkert annað í stöðunni fyrir sig og fjölskyldu sína en að flytja úr bænum. Þetta segir hann í færslu á Facebook sem sjá má að neðan. 20. febrúar 2020 11:47 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Fleiri fréttir Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Sjá meira
Uppnám í Ísafjarðarbæ tveimur vikum eftir snjóflóðin Guðmundur Gunnarsson, sem lætur í dag af störfum sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir aðdragandann að starfslokunum hafa verið stuttan. 27. janúar 2020 10:59
Upplifa fantabrögð og flýja Ísafjörð Guðmundur Gunnarsson, fyrrvernadi bæjarstjóri á Ísafirði sem lét af störfum í janúar, segir ekkert annað í stöðunni fyrir sig og fjölskyldu sína en að flytja úr bænum. Þetta segir hann í færslu á Facebook sem sjá má að neðan. 20. febrúar 2020 11:47