Ólafur Helgi vill að veikindaleyfi yfirmanna verði skoðuð nánar af ráðuneytinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. ágúst 2020 13:11 Ólafur Helgi Kjartansson, fráfarandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, vill að veikindaleyfi Öldu Hrannar Jóhannsdóttur og Helga Þ. Kristjánssonar verði skoðuð nánar af dómsmálaráðuneytinu. Vísir/Vilhelm Ólafur Helgi Kjartansson, fráfarandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, vill að veikindaleyfi Öldu Hrannar Jóhannsdóttur, yfirlögfræðings embættisins, og Helga Þ. Kristjánssonar, mannauðsstjóra embættisins, verði skoðuð nánar af dómsmáráðuneytinu. Reimar Pétursson lögmaður Ólafs Helga sendi dómsmálaráðuneytinu bréf þann 14. ágúst fyrir hönd Ólafs þess efnis að því er fram kemur hjá Fréttablaðinu í dag. Þá segir að bréfið hafi verið sent til ráðuneytisins áður en það og Ólafur Helgi náðu samkomulagi um tilfærslu hans í starfi en hann mun taka við starfi sérfræðings í málefnum landamæra í dómsmálaráðuneytinu um næstu mánaðamót. Alda Hrönn og Helgi fóru í veikindaleyfi þremur dögum eftir að tveir starfsmenn kvörtuðu til fagráðs ríkislögreglustjóra undan einelti af þeirra hálfu. Lögreglustjóra hafði ekki verið tilkynnt um veikindin og komst hann að veikindaleyfi þeirra í gegn um sjálfvirkt svar í tölvupósti. Þau eru að sögn Fréttablaðsins enn í veikindaleyfi. Efast veikindi Öldu Hrannar og Helga Fram kemur í bréfinu sem sent var dómsmálaráðuneytinu að Ólafur efist að einmitt á þeim tíma sem undirmenn tvímenninganna hafi misst á þeim trú og þau stæðu einnig í illdeilum við lögreglustjóra hafi þau samtímis „tekið ótilgreinda sótt.“ Ólafur hafi kallað eftir skoðun trúnaðarlæknis á læknisvottorðum þeirra og hafi sú skoðun leitt í ljós að annað þeirra hafi fengið svonefnt „eftirávottorð“ læknis útgefið og standist það ekki reglur. Trúnaðarlæknir hafi því neitað að taka vottorðið gilt. Hitt vottorðið geri trúnaðarlæknir ekki athugasemd við. „Lögreglustjóri telur þó þessa atburðarrás þarfnast frekari skoðunar. Skal í því samhengi nefnt að svo virðist sem þau tvö hafi gefið í skyn við dómsmálaráðuneytið að þau muni læknast af veikindum sínum hverfi lögreglustjóri úr embætti. Sé þetta rétt, og ekki síst ef ráðuneytið kýs að leggja [það] til grundvallar, staðfestir það að ráðuneytið deili sýn umbjóðanda míns á trúðverðugleika yfirmannanna tveggja og tilkynningu þeirra um veikindin,“ segir í bréfinu. Í bréfinu mótmælir Ólafur Helgi einnig fyrirhuguðu flutningum sínum til Vestmannaeyja eins og þá stóð til en eins og áður hefur komið fram virðist hafa náðst sátt milli ráðuneytis og Ólafs Helga en hann mun hefja þar störf um mánaðamót. Þá mótmælir hann einnig fullyrðingum um að lögreglan á Suðurnesjum hafi verið óstarfhæf vegna illdeilna yfirstjórnar. Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Mikið traust sem ráðherra sýnir mér“ Tilkynnt var í dag að Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, muni taka við starfi sérfræðings í málefnum landamæra í dómsmálaráðuneytinu. 19. ágúst 2020 11:42 Ólafur Helgi yfir í dómsmálaráðuneytið Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, mun taka við starfi sérfræðings í málefnum landamæra í dómsmálaráðuneytinu um næstu mánaðamót. 19. ágúst 2020 11:14 Lausnir í sjónmáli í máli Ólafs Helga Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segir að lausnir séu í sjónmáli í starfsmannamálum lögreglustjórans á Suðurnesjum. 7. ágúst 2020 12:06 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Fleiri fréttir „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Sjá meira
Ólafur Helgi Kjartansson, fráfarandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, vill að veikindaleyfi Öldu Hrannar Jóhannsdóttur, yfirlögfræðings embættisins, og Helga Þ. Kristjánssonar, mannauðsstjóra embættisins, verði skoðuð nánar af dómsmáráðuneytinu. Reimar Pétursson lögmaður Ólafs Helga sendi dómsmálaráðuneytinu bréf þann 14. ágúst fyrir hönd Ólafs þess efnis að því er fram kemur hjá Fréttablaðinu í dag. Þá segir að bréfið hafi verið sent til ráðuneytisins áður en það og Ólafur Helgi náðu samkomulagi um tilfærslu hans í starfi en hann mun taka við starfi sérfræðings í málefnum landamæra í dómsmálaráðuneytinu um næstu mánaðamót. Alda Hrönn og Helgi fóru í veikindaleyfi þremur dögum eftir að tveir starfsmenn kvörtuðu til fagráðs ríkislögreglustjóra undan einelti af þeirra hálfu. Lögreglustjóra hafði ekki verið tilkynnt um veikindin og komst hann að veikindaleyfi þeirra í gegn um sjálfvirkt svar í tölvupósti. Þau eru að sögn Fréttablaðsins enn í veikindaleyfi. Efast veikindi Öldu Hrannar og Helga Fram kemur í bréfinu sem sent var dómsmálaráðuneytinu að Ólafur efist að einmitt á þeim tíma sem undirmenn tvímenninganna hafi misst á þeim trú og þau stæðu einnig í illdeilum við lögreglustjóra hafi þau samtímis „tekið ótilgreinda sótt.“ Ólafur hafi kallað eftir skoðun trúnaðarlæknis á læknisvottorðum þeirra og hafi sú skoðun leitt í ljós að annað þeirra hafi fengið svonefnt „eftirávottorð“ læknis útgefið og standist það ekki reglur. Trúnaðarlæknir hafi því neitað að taka vottorðið gilt. Hitt vottorðið geri trúnaðarlæknir ekki athugasemd við. „Lögreglustjóri telur þó þessa atburðarrás þarfnast frekari skoðunar. Skal í því samhengi nefnt að svo virðist sem þau tvö hafi gefið í skyn við dómsmálaráðuneytið að þau muni læknast af veikindum sínum hverfi lögreglustjóri úr embætti. Sé þetta rétt, og ekki síst ef ráðuneytið kýs að leggja [það] til grundvallar, staðfestir það að ráðuneytið deili sýn umbjóðanda míns á trúðverðugleika yfirmannanna tveggja og tilkynningu þeirra um veikindin,“ segir í bréfinu. Í bréfinu mótmælir Ólafur Helgi einnig fyrirhuguðu flutningum sínum til Vestmannaeyja eins og þá stóð til en eins og áður hefur komið fram virðist hafa náðst sátt milli ráðuneytis og Ólafs Helga en hann mun hefja þar störf um mánaðamót. Þá mótmælir hann einnig fullyrðingum um að lögreglan á Suðurnesjum hafi verið óstarfhæf vegna illdeilna yfirstjórnar.
Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Mikið traust sem ráðherra sýnir mér“ Tilkynnt var í dag að Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, muni taka við starfi sérfræðings í málefnum landamæra í dómsmálaráðuneytinu. 19. ágúst 2020 11:42 Ólafur Helgi yfir í dómsmálaráðuneytið Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, mun taka við starfi sérfræðings í málefnum landamæra í dómsmálaráðuneytinu um næstu mánaðamót. 19. ágúst 2020 11:14 Lausnir í sjónmáli í máli Ólafs Helga Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segir að lausnir séu í sjónmáli í starfsmannamálum lögreglustjórans á Suðurnesjum. 7. ágúst 2020 12:06 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Fleiri fréttir „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Sjá meira
„Mikið traust sem ráðherra sýnir mér“ Tilkynnt var í dag að Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, muni taka við starfi sérfræðings í málefnum landamæra í dómsmálaráðuneytinu. 19. ágúst 2020 11:42
Ólafur Helgi yfir í dómsmálaráðuneytið Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, mun taka við starfi sérfræðings í málefnum landamæra í dómsmálaráðuneytinu um næstu mánaðamót. 19. ágúst 2020 11:14
Lausnir í sjónmáli í máli Ólafs Helga Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segir að lausnir séu í sjónmáli í starfsmannamálum lögreglustjórans á Suðurnesjum. 7. ágúst 2020 12:06