Staðan langverst hjá yngsta aldurshópnum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. ágúst 2020 13:32 Atvinnuleysi hefur aukist gríðarlega hjá fólki á aldrinum 16-24 ára en það mældist 17,7% á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Ljósmyndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm Á öðrum ársfjórðungi 2020 mældist atvinnuleysi í landinu um 6,9% en að meðaltali voru 14.300 manns atvinnulausir. Atvinnuleysi eykst um 2,5% á milli ára. Staðan er langverst hjá yngsta aldurshópnum en atvinnuleysi mældist 17,7% hjá hópnum samanborið við 10,5% á sama tímabili í fyrra. Eins og vænta mátti bar annar ársfjórðungur á íslenskum vinnumarkaði þess merki að heimsfaraldur geisar. Hagstofan hefur birt tölur yfir annan ársfjórðung vinnumarkaðarins á Íslandi. „Það má segja að það séu þrír þættir sem séu hvað áhugaverðastir. Það er þessi aukning á atvinnuleysi og sérstaklega staða mála hjá ungu fólki. Við sjáum bæði að atvinnuleysi var 17,7% á öðrum ársfjórðungi 2020 sem er aukning úr 10,5% í fyrra en líka að hlutfall starfandi hefur lækkað úr 78,3% í 66,6% á einu ári.“ Þetta sagði Anton Örn Karlsson, deildarstjóri atvinnu, lífskjara og mannfjölda hjá Hagstofunni í hádegisfréttum bylgjunnar. Hagstofa Íslands Á öðrum ársfjórðungi þessa árs voru 53.500 manns utan vinnumarkaðar eða 20,4%. Það er aukning um 9.500 manns eða 3,3 prósentustig, frá árinu áður. Flestir sem voru utan vinnumarkaðar á öðrum ársfjórðungi tilheyra yngsta aldurshópnum:16-24 ára. „Þeir sem eru utan vinnumarkaðar eru þeir sem teljast vera óvirkir. Þeir eru ekki að leita sér að vinnu eða eru ekki tilbúnir til þess að hefja vinnu strax. Þannig að þetta eru þeir sem af einhverjum ástæðum eru ekki í virkir í vinnuleit eða tiltækir í starf strax.“ Á öðrum ársfjórðungi unnu að jafnaði 42,5% launafólks á aldrinum 25-64 ára aðalstarf sitt venjulega eða stundum í fjarvinnu heima, sem er 12,5% aukning frá árinu áður. „Þarna held ég að sé alveg ljóst að við erum að horfa á áhrif Covid í þessu. Það verður áhugavert að sjá hvort þetta haldi áfram, hvort þetta veðri breyting á fyrirkomulagi vinnunnar eða hvort þetta verði eitthvað sem kemur og fer þegar faraldrinum slotar,“ sagði Anton. Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Aðeins 170 fyrirtæki sótt um lokunarstyrki en búist var við 2000 170 umsóknir um lokunarstyrk hafa borist en upphaflega var gert ráð fyrir að um 2000 fyrirtæki gætu fallið undir úrræðið. 18. ágúst 2020 19:29 Sex sveitarfélög fá styrk vegna hruns í ferðaþjónustu Framlagið mun fara í að styðja við atvinnulíf og samfélag sveitarfélaganna og styrkja stoðir þeirra. 18. ágúst 2020 14:48 Framhaldsskólanemar gefa stjórnvöldum falleinkunn Samband íslenskra framhaldsskólanema, SÍF, lýsir yfir vonbrigðum með að stjórnvöld hafi ekki birt skýra aðgerðaráætlun um hvernig kennslu í framhaldsskólum skuli háttað, nú þegar haustönn er um það bil að hefjast. 14. ágúst 2020 11:51 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Á öðrum ársfjórðungi 2020 mældist atvinnuleysi í landinu um 6,9% en að meðaltali voru 14.300 manns atvinnulausir. Atvinnuleysi eykst um 2,5% á milli ára. Staðan er langverst hjá yngsta aldurshópnum en atvinnuleysi mældist 17,7% hjá hópnum samanborið við 10,5% á sama tímabili í fyrra. Eins og vænta mátti bar annar ársfjórðungur á íslenskum vinnumarkaði þess merki að heimsfaraldur geisar. Hagstofan hefur birt tölur yfir annan ársfjórðung vinnumarkaðarins á Íslandi. „Það má segja að það séu þrír þættir sem séu hvað áhugaverðastir. Það er þessi aukning á atvinnuleysi og sérstaklega staða mála hjá ungu fólki. Við sjáum bæði að atvinnuleysi var 17,7% á öðrum ársfjórðungi 2020 sem er aukning úr 10,5% í fyrra en líka að hlutfall starfandi hefur lækkað úr 78,3% í 66,6% á einu ári.“ Þetta sagði Anton Örn Karlsson, deildarstjóri atvinnu, lífskjara og mannfjölda hjá Hagstofunni í hádegisfréttum bylgjunnar. Hagstofa Íslands Á öðrum ársfjórðungi þessa árs voru 53.500 manns utan vinnumarkaðar eða 20,4%. Það er aukning um 9.500 manns eða 3,3 prósentustig, frá árinu áður. Flestir sem voru utan vinnumarkaðar á öðrum ársfjórðungi tilheyra yngsta aldurshópnum:16-24 ára. „Þeir sem eru utan vinnumarkaðar eru þeir sem teljast vera óvirkir. Þeir eru ekki að leita sér að vinnu eða eru ekki tilbúnir til þess að hefja vinnu strax. Þannig að þetta eru þeir sem af einhverjum ástæðum eru ekki í virkir í vinnuleit eða tiltækir í starf strax.“ Á öðrum ársfjórðungi unnu að jafnaði 42,5% launafólks á aldrinum 25-64 ára aðalstarf sitt venjulega eða stundum í fjarvinnu heima, sem er 12,5% aukning frá árinu áður. „Þarna held ég að sé alveg ljóst að við erum að horfa á áhrif Covid í þessu. Það verður áhugavert að sjá hvort þetta haldi áfram, hvort þetta veðri breyting á fyrirkomulagi vinnunnar eða hvort þetta verði eitthvað sem kemur og fer þegar faraldrinum slotar,“ sagði Anton.
Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Aðeins 170 fyrirtæki sótt um lokunarstyrki en búist var við 2000 170 umsóknir um lokunarstyrk hafa borist en upphaflega var gert ráð fyrir að um 2000 fyrirtæki gætu fallið undir úrræðið. 18. ágúst 2020 19:29 Sex sveitarfélög fá styrk vegna hruns í ferðaþjónustu Framlagið mun fara í að styðja við atvinnulíf og samfélag sveitarfélaganna og styrkja stoðir þeirra. 18. ágúst 2020 14:48 Framhaldsskólanemar gefa stjórnvöldum falleinkunn Samband íslenskra framhaldsskólanema, SÍF, lýsir yfir vonbrigðum með að stjórnvöld hafi ekki birt skýra aðgerðaráætlun um hvernig kennslu í framhaldsskólum skuli háttað, nú þegar haustönn er um það bil að hefjast. 14. ágúst 2020 11:51 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Aðeins 170 fyrirtæki sótt um lokunarstyrki en búist var við 2000 170 umsóknir um lokunarstyrk hafa borist en upphaflega var gert ráð fyrir að um 2000 fyrirtæki gætu fallið undir úrræðið. 18. ágúst 2020 19:29
Sex sveitarfélög fá styrk vegna hruns í ferðaþjónustu Framlagið mun fara í að styðja við atvinnulíf og samfélag sveitarfélaganna og styrkja stoðir þeirra. 18. ágúst 2020 14:48
Framhaldsskólanemar gefa stjórnvöldum falleinkunn Samband íslenskra framhaldsskólanema, SÍF, lýsir yfir vonbrigðum með að stjórnvöld hafi ekki birt skýra aðgerðaráætlun um hvernig kennslu í framhaldsskólum skuli háttað, nú þegar haustönn er um það bil að hefjast. 14. ágúst 2020 11:51