Aftur tapar Trump í skattskýrslumálinu Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. ágúst 2020 15:20 Donald Trump á fundi með landsambandi bandarískra lögreglumana. EPA/Anna Moneymaker Alríkisdómari í Manhattan hafnaði í morgun málatilbúnaði Bandaríkjaforseta sem hefur því verið gert að láta skattagögn sín af hendi. Fastlega er þó búist við því að Donald Trump muni áfrýja málinu sem gæti þannig aftur endað á borði Hæstaréttar Bandaríkjanna. Saksóknarar í New York kröfðust skattskýrslna forsetans til átta ára með stefnu frá endurskoðunarfyrirtækinu Mazars USA haustið 2019. Krafan tengist rannsókn þeirra á því hvort að Trump og fyrirtæki hans hafi brotið lög þegar þau endurgreiddu Michael Cohen, fyrrverandi lögmanni Trump, vegna þagnargreiðslna hans til klámmyndaleikkonu sem sagðist hafa átt í kynferðislegu sambandi við Trump. Krafan fór dóm en forsetinn taldi sig njóta algerrar friðhelgi fyrir sakamálarannsókn meðan hann sæti í embætti. Þeirri skýringu var fyrst hafnað fyrir alríkisdómstól og síðar fyrir Hæstarétti. Það gaf Trump og lögmannaliði hans færi á að hafna kröfunni á öðrum forsendum, sem þau ákváðu að gera um leið og niðurstaða Hæstaréttar lá fyrir í síðasta mánuði. Nú skyldi kröfu saksóknarans Cyrus Vance í New York um aðgang að skattagögnunum vera hafnað á þeim forsendum að hún væri of almenn. Saksóknarinn væri þar að auki á pólitískri vegferð gegn forsetanum. Victor Marrero, alríkisdómari á Manhattan, hafnaði hins vegar þessum rökum. Þó svo að saksóknari færi fram á gögn frá forsetanum þýddi það ekki sjálfkrafa að það væri til marks um fjandskap af hans hálfu. Dómarinn sagði jafnframt að ef hann myndi fallast á kröfu forsetans um að láta málið niður falla myndi það samsvara því að hann væri að vernda forsetann gegn rannsókn. Fyrir vikið gætu mál gegn honum fyrst og því væri frávísun eða niðurfelling „friðhelgi í sauðagæru“ (e. immunity through a backdoor). Gert er ráð fyrir að Trump og lögmenn hans muni áfrýja niðurstöðunni. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Segist vera í fullum rétti til að fá skattskýrslur Trump Saksóknarinn Cyrus R. Vance Jr. hefur krafist þess að fá skattskýrslur Trump undanfarin átta ár afhentar vegna gruns um „umfangsmikla og langvarandi saknæma háttsemi“. 3. ágúst 2020 20:24 Ósennilegt að skattskýrslur Trump líti dagsins ljós fyrir kosningar Tveir dómar Hæstaréttar Bandaríkjanna í dag voru tímabundinn sigur Donalds Trump Bandaríkjaforseta í tilraunum hans til að koma í veg fyrir að skattskýrslur og fjármálaupplýsingar hans verði gerðar opinberar fyrir kosningar. 9. júlí 2020 18:52 Saksóknarar með gögn frá Deutsche bank um fjármál Trump Deutsche bank afhenti saksóknurum í New York skjöl um fjármál Donalds Trump Bandaríkjaforseta og fyrirtækis hans í tengslum við sakamálarannsókn í fyrra. Tilraunir saksóknaranna til að fá skattskýrslur forsetans afhentar benda til þess að rannsókn á fjármálum hans sé umfangsmeiri en talið var. 5. ágúst 2020 23:40 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Fleiri fréttir Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Sjá meira
Alríkisdómari í Manhattan hafnaði í morgun málatilbúnaði Bandaríkjaforseta sem hefur því verið gert að láta skattagögn sín af hendi. Fastlega er þó búist við því að Donald Trump muni áfrýja málinu sem gæti þannig aftur endað á borði Hæstaréttar Bandaríkjanna. Saksóknarar í New York kröfðust skattskýrslna forsetans til átta ára með stefnu frá endurskoðunarfyrirtækinu Mazars USA haustið 2019. Krafan tengist rannsókn þeirra á því hvort að Trump og fyrirtæki hans hafi brotið lög þegar þau endurgreiddu Michael Cohen, fyrrverandi lögmanni Trump, vegna þagnargreiðslna hans til klámmyndaleikkonu sem sagðist hafa átt í kynferðislegu sambandi við Trump. Krafan fór dóm en forsetinn taldi sig njóta algerrar friðhelgi fyrir sakamálarannsókn meðan hann sæti í embætti. Þeirri skýringu var fyrst hafnað fyrir alríkisdómstól og síðar fyrir Hæstarétti. Það gaf Trump og lögmannaliði hans færi á að hafna kröfunni á öðrum forsendum, sem þau ákváðu að gera um leið og niðurstaða Hæstaréttar lá fyrir í síðasta mánuði. Nú skyldi kröfu saksóknarans Cyrus Vance í New York um aðgang að skattagögnunum vera hafnað á þeim forsendum að hún væri of almenn. Saksóknarinn væri þar að auki á pólitískri vegferð gegn forsetanum. Victor Marrero, alríkisdómari á Manhattan, hafnaði hins vegar þessum rökum. Þó svo að saksóknari færi fram á gögn frá forsetanum þýddi það ekki sjálfkrafa að það væri til marks um fjandskap af hans hálfu. Dómarinn sagði jafnframt að ef hann myndi fallast á kröfu forsetans um að láta málið niður falla myndi það samsvara því að hann væri að vernda forsetann gegn rannsókn. Fyrir vikið gætu mál gegn honum fyrst og því væri frávísun eða niðurfelling „friðhelgi í sauðagæru“ (e. immunity through a backdoor). Gert er ráð fyrir að Trump og lögmenn hans muni áfrýja niðurstöðunni.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Segist vera í fullum rétti til að fá skattskýrslur Trump Saksóknarinn Cyrus R. Vance Jr. hefur krafist þess að fá skattskýrslur Trump undanfarin átta ár afhentar vegna gruns um „umfangsmikla og langvarandi saknæma háttsemi“. 3. ágúst 2020 20:24 Ósennilegt að skattskýrslur Trump líti dagsins ljós fyrir kosningar Tveir dómar Hæstaréttar Bandaríkjanna í dag voru tímabundinn sigur Donalds Trump Bandaríkjaforseta í tilraunum hans til að koma í veg fyrir að skattskýrslur og fjármálaupplýsingar hans verði gerðar opinberar fyrir kosningar. 9. júlí 2020 18:52 Saksóknarar með gögn frá Deutsche bank um fjármál Trump Deutsche bank afhenti saksóknurum í New York skjöl um fjármál Donalds Trump Bandaríkjaforseta og fyrirtækis hans í tengslum við sakamálarannsókn í fyrra. Tilraunir saksóknaranna til að fá skattskýrslur forsetans afhentar benda til þess að rannsókn á fjármálum hans sé umfangsmeiri en talið var. 5. ágúst 2020 23:40 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Fleiri fréttir Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Sjá meira
Segist vera í fullum rétti til að fá skattskýrslur Trump Saksóknarinn Cyrus R. Vance Jr. hefur krafist þess að fá skattskýrslur Trump undanfarin átta ár afhentar vegna gruns um „umfangsmikla og langvarandi saknæma háttsemi“. 3. ágúst 2020 20:24
Ósennilegt að skattskýrslur Trump líti dagsins ljós fyrir kosningar Tveir dómar Hæstaréttar Bandaríkjanna í dag voru tímabundinn sigur Donalds Trump Bandaríkjaforseta í tilraunum hans til að koma í veg fyrir að skattskýrslur og fjármálaupplýsingar hans verði gerðar opinberar fyrir kosningar. 9. júlí 2020 18:52
Saksóknarar með gögn frá Deutsche bank um fjármál Trump Deutsche bank afhenti saksóknurum í New York skjöl um fjármál Donalds Trump Bandaríkjaforseta og fyrirtækis hans í tengslum við sakamálarannsókn í fyrra. Tilraunir saksóknaranna til að fá skattskýrslur forsetans afhentar benda til þess að rannsókn á fjármálum hans sé umfangsmeiri en talið var. 5. ágúst 2020 23:40