SGS fagnar kjarasamningi og að þurfa ekki lengur að gista í tjöldum Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. mars 2020 14:13 Af fundi samninganefndanna í dag. SGS Samninganefndir Starfsgreinasambandsins og ríkisins voru rétt í þessu að undirrita kjarasamning í húsakynnum Ríkissáttasemjara. Samningurinn tekur til 18 aðildarfélaga SGS og gildir frá 1. apríl 2019 til 31. mars 2023. Samninganefndirnar náðu samkomulagi um „útlínur“ kjarasamningsins þann 19. febrúar og hefur vinna staðið yfir síðustu vikur við að ganga frá lausum endum. „Ég er mjög sáttur við að vera búinn að ná samningi við ríkið,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, í samtali við Vísi. Hann segir líklega tvö til þrjú þúsund manns heyra undir félögin átján. Stöðugildin eru um 1500 en margir eru í hlutastörfum. Vaktasamkomulagið sem náðist í vikunni hafi verið lykilatriðið. Stóru línurnar í viðræðum SGS við ríkið hafi verið farnar að skýrast. „Það er gott að vera búinn að ná þessu og mikill áfangi að skrifa undir kjarasamning sem er afturvirkur til 1. apríl 2019. Ég hef verið lengi í þessum og man ekki eftir að samningur á okkar vegum hafi náð svo langt aftur í tímann.“ Út úr tjöldunum Í tilkynningu frá SGS kemur fram að með nýju samkomulagi losni félagsmenn SGS undan þeirri kvöð að vera látnir sofa í tjöldum. Björn skellir upp úr þegar blaðamaður spyr hann út í þessa breytingu. „Þetta var búið að vera lengi í kjarasamningum að það væri heimilt að láta menn gista í tjöldum en það þyrfti að vera trébotn í tjöldunum. Menn hafa hlegið að þessu. En nú má það ekki lengur,“ segir Björn. Um hafi verið að ræða fólk í brúarvinnu og vegagerð. „Menn voru að hlæja að þessu, að árið væri 2020 og allt í lagi að taka út.“ Penninn á lofti hjá SGS SGS, sem er fjölmennasta landssamband verkafólks á Íslandi og stærsta landssambandið innan ASÍ, hefur gengið frá nokkrum fjölda kjarasamninga að undanförnu. Til að mynda samþykktu 17 aðildarfélög sambandsins nýjan kjarasamning við samninganefnd sveitarfélaganna í byrjun febrúar, auk þess sem SGS og Landsvirkjun náðu saman í lok janúar. Samningar SGS við ríkið höfðu verið lausir frá því 31. mars í fyrra. Nýsamþykktur kjarasamningur verður nú borinn undir félagsmenn og standa vonir til að atkvæðagreiðslu ljúki þann 26. mars. Hér að neðan má sjá helstu atriða nýja samningsins, samkvæmt upplýsingum frá SGS. Laun hækka í samræmi við lífskjarasamninginn og hækka frá 1. apríl 2019. Lágmarksorlof hjá öllum starfsmönnum verður 30 dagar. Markviss skref til styttingar vinnuvikunnar. Frá 1. janúar 2021 styttist vinnuvikan um samtals 65 mínútur fyrir fólk í fullu starfi. Vinnuvika vaktavikufólks verður 36 stundir m.v. fullt starf og nýtt launamyndunarkerfi tekið upp. Breytingar á fyrirkomulagi vaktavinnu sem býður upp á manneskjulegra umhverfi með styttri vinnuviku, þar sem miðað er að bættri heilsu, auknu öryggi og betri samþættingu einkalífs og vinnu. Tekin er upp ný launatafla sem byggir á álagsþrepum en ekki aldurþrepum, í tengslum við það eru stofnannasamningar endurskoðaðir og er ráðstafað allt að 142 milljónum króna vegna þessa. Framlag í orlofssjóð hækkar. Fellt út ákvæði um að heimilt sé að láta fólk gista í tjöldum. Persónuuppbót sem greiðist 1. maí ár hvert og nemur 50.450 kr. fyrir fullt starf árið 2020. Desemberuppbót hækkar úr 115.850 kr. árið 2019 í 124.750 kr. árið 2022. Tekið er upp nýtt ákvæði að félagsmenn sem starfað hafa samfellt í 3 ár geta fengið launað leyfi í samtals í þrjá mánuði til að stunda viðurkennt starfsnám. Kjaramál Tengdar fréttir Kjarasamningur Strætó og Sameykis í höfn Samninganefndir Sameykis og Strætó bs. undirrituðu kjarasamning um klukkan fjögur í dag. 5. mars 2020 16:27 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent Annar snarpur skjálfti við Ljósufjöll Innlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent Fleiri fréttir Annar snarpur skjálfti við Ljósufjöll Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Sjá meira
Samninganefndir Starfsgreinasambandsins og ríkisins voru rétt í þessu að undirrita kjarasamning í húsakynnum Ríkissáttasemjara. Samningurinn tekur til 18 aðildarfélaga SGS og gildir frá 1. apríl 2019 til 31. mars 2023. Samninganefndirnar náðu samkomulagi um „útlínur“ kjarasamningsins þann 19. febrúar og hefur vinna staðið yfir síðustu vikur við að ganga frá lausum endum. „Ég er mjög sáttur við að vera búinn að ná samningi við ríkið,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, í samtali við Vísi. Hann segir líklega tvö til þrjú þúsund manns heyra undir félögin átján. Stöðugildin eru um 1500 en margir eru í hlutastörfum. Vaktasamkomulagið sem náðist í vikunni hafi verið lykilatriðið. Stóru línurnar í viðræðum SGS við ríkið hafi verið farnar að skýrast. „Það er gott að vera búinn að ná þessu og mikill áfangi að skrifa undir kjarasamning sem er afturvirkur til 1. apríl 2019. Ég hef verið lengi í þessum og man ekki eftir að samningur á okkar vegum hafi náð svo langt aftur í tímann.“ Út úr tjöldunum Í tilkynningu frá SGS kemur fram að með nýju samkomulagi losni félagsmenn SGS undan þeirri kvöð að vera látnir sofa í tjöldum. Björn skellir upp úr þegar blaðamaður spyr hann út í þessa breytingu. „Þetta var búið að vera lengi í kjarasamningum að það væri heimilt að láta menn gista í tjöldum en það þyrfti að vera trébotn í tjöldunum. Menn hafa hlegið að þessu. En nú má það ekki lengur,“ segir Björn. Um hafi verið að ræða fólk í brúarvinnu og vegagerð. „Menn voru að hlæja að þessu, að árið væri 2020 og allt í lagi að taka út.“ Penninn á lofti hjá SGS SGS, sem er fjölmennasta landssamband verkafólks á Íslandi og stærsta landssambandið innan ASÍ, hefur gengið frá nokkrum fjölda kjarasamninga að undanförnu. Til að mynda samþykktu 17 aðildarfélög sambandsins nýjan kjarasamning við samninganefnd sveitarfélaganna í byrjun febrúar, auk þess sem SGS og Landsvirkjun náðu saman í lok janúar. Samningar SGS við ríkið höfðu verið lausir frá því 31. mars í fyrra. Nýsamþykktur kjarasamningur verður nú borinn undir félagsmenn og standa vonir til að atkvæðagreiðslu ljúki þann 26. mars. Hér að neðan má sjá helstu atriða nýja samningsins, samkvæmt upplýsingum frá SGS. Laun hækka í samræmi við lífskjarasamninginn og hækka frá 1. apríl 2019. Lágmarksorlof hjá öllum starfsmönnum verður 30 dagar. Markviss skref til styttingar vinnuvikunnar. Frá 1. janúar 2021 styttist vinnuvikan um samtals 65 mínútur fyrir fólk í fullu starfi. Vinnuvika vaktavikufólks verður 36 stundir m.v. fullt starf og nýtt launamyndunarkerfi tekið upp. Breytingar á fyrirkomulagi vaktavinnu sem býður upp á manneskjulegra umhverfi með styttri vinnuviku, þar sem miðað er að bættri heilsu, auknu öryggi og betri samþættingu einkalífs og vinnu. Tekin er upp ný launatafla sem byggir á álagsþrepum en ekki aldurþrepum, í tengslum við það eru stofnannasamningar endurskoðaðir og er ráðstafað allt að 142 milljónum króna vegna þessa. Framlag í orlofssjóð hækkar. Fellt út ákvæði um að heimilt sé að láta fólk gista í tjöldum. Persónuuppbót sem greiðist 1. maí ár hvert og nemur 50.450 kr. fyrir fullt starf árið 2020. Desemberuppbót hækkar úr 115.850 kr. árið 2019 í 124.750 kr. árið 2022. Tekið er upp nýtt ákvæði að félagsmenn sem starfað hafa samfellt í 3 ár geta fengið launað leyfi í samtals í þrjá mánuði til að stunda viðurkennt starfsnám.
Kjaramál Tengdar fréttir Kjarasamningur Strætó og Sameykis í höfn Samninganefndir Sameykis og Strætó bs. undirrituðu kjarasamning um klukkan fjögur í dag. 5. mars 2020 16:27 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent Annar snarpur skjálfti við Ljósufjöll Innlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent Fleiri fréttir Annar snarpur skjálfti við Ljósufjöll Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Sjá meira
Kjarasamningur Strætó og Sameykis í höfn Samninganefndir Sameykis og Strætó bs. undirrituðu kjarasamning um klukkan fjögur í dag. 5. mars 2020 16:27