Viltu aukafríviku(r)? Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 5. mars 2020 11:00 Hvað myndum við gera ef við ættum meiri tíma? Myndum við sofa lengur, hreyfa okkur meira, hitta fleira fólk, eða lesa fleiri bækur. Myndum við hanga lengur á netinu eða fara bara oftar í ræktina? Myndi okkur líða betur? Myndu fleiri fá vinnu eða myndu bara allir vinna minna? Eða myndu einhverjir vinna meira? Þessar spurningar geta verið endalausar en verða allar uppi þegar við styttum vinnuvikuna. Ég segi þegar, því mér finnst þetta vera svo augljóst. Að við munum halda áfram að stíga þau skref sem voru fyrst stigin í tengslum við Lífskjarasamningana og verða vonandi stigin áfram í þeirri kjarasamningalotu sem nú stendur yfir. Fyrir hverja vinnustund fáum við viku í frí á ári Fyrir hverja vinnustund sem vinnuvikan er stytt um má gera ráð fyrir að við fáum til umráða tíma sem svarar 40-45 klukkustundum á ári. Það eru 5-6 vinnudagar. Fjögurra stunda stytting vinnuvikunnar gæti því orðið sem svarar 160-180 tímar á ári fyrir einstakling í fullu starfi. Stytting vinnuviku vaktavinnufólks í 32 stundir, eins og nokkuð hefur verið rætt, gæti þá þýtt á bilinu 320-360 tímar á ári. Eftir því hvar línan er dregin gætu þetta verið frá einni vinnuviku í auka „mig-tíma“ upp í 8. Seinni talan er meiri tími en flestar stéttir hafa í orlof í dag. Með því að líta sérstaklega til vaktavinnufólks í þessu sambandi er horft til þess aukaálags sem hlýst af því að vinna á óhefðbundnum tímum, á stórhátíðum, helgum, nóttinni og kvöldin, þegar aðrir eru í fríi. Auðvitað hlytist af kostnaður. Það segir sig sjálft að ef þarf að manna vaktir og vinuskyldan hefur minnkað þarf til þess meiri mannskap. Í einhverjum tilfellum verður hægt að mæta a.m.k. hluta breytinga með endurskipulagningu og hliðrunum á vinnutíma og vinnuskilum, en það er óhjákvæmilegt að fleiri þurfi til að sinna vinnu í vaktavinnuhópum. Þá gætu menn haft áhyggjur af því að ekki fengist fólk til starfa. Ég tel hins vegar að það ætti að vera auðveldara að manna vaktavinnustörf þegar menn sjá að vinnuskilin verða minni. Eins hafa þær tilraunir sem hafa verið gerðar hér á landi með styttingu að fjarvistum fækkar og starfsánægja eykst. Kjarabót sem verðbólga étur ekki Þær samfélagsbreytingar sem nú eiga sér stað kalla á breytingar á vinnuvikunni og meiri sveigjanleika fyrir vinnandi fólk. Ég er viss um að við myndum dvelja meira með fjölskyldu og vinum ef við ættum meiri tíma. Við myndum fara oftar í heimsóknir til ömmu, mömmu eða frænku. Eða bara heimsóknir yfirleitt. Við myndum líklega gefa okkur meiri tíma til að komast milli staða með um hverfisvænum hætti. Við myndum jafnvel gefa okkur tíma til að borða hollari mat og matbúa sjálf. Sú samfélagsbreyting sem gæti orðið með styttri vinnuviku yrði mjög jákvæð. Sú kjarabót sem í því fælist yrði heldur ekki frá okkur tekin með verðbólgu, gengisfellingum eða vaxtahækkunum. Við gætum brosað alla leið heim. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Ólafur Þór Gunnarsson Vinnumarkaður Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Hvað myndum við gera ef við ættum meiri tíma? Myndum við sofa lengur, hreyfa okkur meira, hitta fleira fólk, eða lesa fleiri bækur. Myndum við hanga lengur á netinu eða fara bara oftar í ræktina? Myndi okkur líða betur? Myndu fleiri fá vinnu eða myndu bara allir vinna minna? Eða myndu einhverjir vinna meira? Þessar spurningar geta verið endalausar en verða allar uppi þegar við styttum vinnuvikuna. Ég segi þegar, því mér finnst þetta vera svo augljóst. Að við munum halda áfram að stíga þau skref sem voru fyrst stigin í tengslum við Lífskjarasamningana og verða vonandi stigin áfram í þeirri kjarasamningalotu sem nú stendur yfir. Fyrir hverja vinnustund fáum við viku í frí á ári Fyrir hverja vinnustund sem vinnuvikan er stytt um má gera ráð fyrir að við fáum til umráða tíma sem svarar 40-45 klukkustundum á ári. Það eru 5-6 vinnudagar. Fjögurra stunda stytting vinnuvikunnar gæti því orðið sem svarar 160-180 tímar á ári fyrir einstakling í fullu starfi. Stytting vinnuviku vaktavinnufólks í 32 stundir, eins og nokkuð hefur verið rætt, gæti þá þýtt á bilinu 320-360 tímar á ári. Eftir því hvar línan er dregin gætu þetta verið frá einni vinnuviku í auka „mig-tíma“ upp í 8. Seinni talan er meiri tími en flestar stéttir hafa í orlof í dag. Með því að líta sérstaklega til vaktavinnufólks í þessu sambandi er horft til þess aukaálags sem hlýst af því að vinna á óhefðbundnum tímum, á stórhátíðum, helgum, nóttinni og kvöldin, þegar aðrir eru í fríi. Auðvitað hlytist af kostnaður. Það segir sig sjálft að ef þarf að manna vaktir og vinuskyldan hefur minnkað þarf til þess meiri mannskap. Í einhverjum tilfellum verður hægt að mæta a.m.k. hluta breytinga með endurskipulagningu og hliðrunum á vinnutíma og vinnuskilum, en það er óhjákvæmilegt að fleiri þurfi til að sinna vinnu í vaktavinnuhópum. Þá gætu menn haft áhyggjur af því að ekki fengist fólk til starfa. Ég tel hins vegar að það ætti að vera auðveldara að manna vaktavinnustörf þegar menn sjá að vinnuskilin verða minni. Eins hafa þær tilraunir sem hafa verið gerðar hér á landi með styttingu að fjarvistum fækkar og starfsánægja eykst. Kjarabót sem verðbólga étur ekki Þær samfélagsbreytingar sem nú eiga sér stað kalla á breytingar á vinnuvikunni og meiri sveigjanleika fyrir vinnandi fólk. Ég er viss um að við myndum dvelja meira með fjölskyldu og vinum ef við ættum meiri tíma. Við myndum fara oftar í heimsóknir til ömmu, mömmu eða frænku. Eða bara heimsóknir yfirleitt. Við myndum líklega gefa okkur meiri tíma til að komast milli staða með um hverfisvænum hætti. Við myndum jafnvel gefa okkur tíma til að borða hollari mat og matbúa sjálf. Sú samfélagsbreyting sem gæti orðið með styttri vinnuviku yrði mjög jákvæð. Sú kjarabót sem í því fælist yrði heldur ekki frá okkur tekin með verðbólgu, gengisfellingum eða vaxtahækkunum. Við gætum brosað alla leið heim. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun