Jaroslava meðal hinna handteknu í Hvalfjarðargangamálinu Jakob Bjarnar og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 4. mars 2020 15:15 Jaroslava Davidsson er meðal þeirra sem handtekin voru um helgina í fíknefnamáli. Jara hefur lengi verið kennd við Goldfinger. Jaroslava Davidsson, ekkja Ásgeirs Davíðsson - Geira á Goldfinger, er meðal þeirra fimm sem lögreglan handtók um helgina síðustu í og við Hvalfjarðargöng. Þetta hefur Vísir eftir áreiðanlegum heimildum. Um er að ræða umfangsmikið fíknefnamál þar sem grunur er framleiðslu á amfetamíni hér á landi. Við handtökuna við Hvalfjarðargöngin voru gerð upptæk nokkur kíló af amfetamíni. Aðgerðin var viðamikil en að henni komu lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, lögreglan á Vesturlandi auk sérsveitar lögreglunnar. Nýlega féll dómur í máli þar sem þrír fengu sex til sjö ára fangelsisdóma vegna framleiðslu á amfetamíni í sumarbústað í Borgarfirði. Góðkunningjar lögreglunnar Samkvæmt frétt Ríkisútvarpsins af málinu eru allir nema Jaroslava erlendir ríkisborgarar, allt karlmenn, sem komið hafa við sögu lögreglu áður. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur framkvæmt húsleit á í að minnsta sjö stöðum vegna rannsóknar málsins. Það staðfestir Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn. Þau hin handteknu hafa öll verið úrskurðuð í tveggja vikna gæsluvarðhald en málið telst að mestu upplýst. Jaroslava er þjóðþekkt kona, hún er af rússnesku bergi brotin, kom hingað frá Eistlandi hvar hún bjó 1998 til að dansa en giftist Geira á Goldfingar, Ásgeiri Davíðssyni, sem var 22 árum eldri en hún. Jaroslava, sem ávallt er kölluð Jara, tók fullan þátt í rekstri nektarstaðarins umdeilda sem lengstum var rekinn í Kópavogi. Konan á bak við Geira Við fráfall Geira, en hann varð bráðkvaddur að heimili sínu í apríl árið 2012, tók Jaroslava við rekstri Goldfinger. Hún seldi hins vegar reksturinn í fyrra og var af því tilefni í viðtali við Lilju Katrínu Gunnarsdóttur ritstjóra DV. „Já, ég var alltaf konan á bak við Geira. Ég sagði oft að ég hefði sterkan vegg fyrir framan mig,“ sagði hún þá. En þar kemur fram að samskipti við dansara og starfsmannahald hafi verið meðal þess sem var í verkahring Jaroslövu. Hin rússneska harka „Ég hef alltaf farið eftir lögum og allar stelpurnar sem hafa dansað hér hafa verið með íslenska kennitölu og borgað sína skatta. Ég vil hafa allt uppi á borðum því ég vil sofa á nóttunni. Ég nenni ekki neinum „monkey business“. Það er betra að hafa hreina og góða samvisku,“ sagði Jara meðal annars. Þórarinn Þórarinsson blaðamaður ræddi áður við Jöru en sjá má viðtal hans við hina litríku konu hér neðar en þar segist hún meðal annars búa yfir því sem hún kallar hina rússnesku hörku. Dómstólar Hvalfjarðargöng Hvalfjarðarsveit Lögreglumál Tengdar fréttir Fimm handteknir í og við Hvalfjarðargöng Handtökur lögreglunnar í aðgerðum í og við Hvalfjarðargöng á tíunda tímanum í morgun voru fimm talsins en um fíkniefnamál var að ræða, þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. 29. febrúar 2020 11:36 Fimm úrskurðuð í gæsluvarðhald eftir handtökur við Hvalfjarðargöng Fimm hafa verið úrskurðuð í gæsluvarðhald að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar á fíkniefnamáli. 1. mars 2020 11:46 Jara kveður Goldfinger eftir 19 ár Jaroslava Davíðsson var 26 ára gömul þegar hún kom til Íslands fyrir tuttugu árum og kynntist Geira á Goldfinger en klúbbinn ráku þau saman þar til Geiri lést. 24. nóvember 2018 09:00 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Jaroslava Davidsson, ekkja Ásgeirs Davíðsson - Geira á Goldfinger, er meðal þeirra fimm sem lögreglan handtók um helgina síðustu í og við Hvalfjarðargöng. Þetta hefur Vísir eftir áreiðanlegum heimildum. Um er að ræða umfangsmikið fíknefnamál þar sem grunur er framleiðslu á amfetamíni hér á landi. Við handtökuna við Hvalfjarðargöngin voru gerð upptæk nokkur kíló af amfetamíni. Aðgerðin var viðamikil en að henni komu lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, lögreglan á Vesturlandi auk sérsveitar lögreglunnar. Nýlega féll dómur í máli þar sem þrír fengu sex til sjö ára fangelsisdóma vegna framleiðslu á amfetamíni í sumarbústað í Borgarfirði. Góðkunningjar lögreglunnar Samkvæmt frétt Ríkisútvarpsins af málinu eru allir nema Jaroslava erlendir ríkisborgarar, allt karlmenn, sem komið hafa við sögu lögreglu áður. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur framkvæmt húsleit á í að minnsta sjö stöðum vegna rannsóknar málsins. Það staðfestir Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn. Þau hin handteknu hafa öll verið úrskurðuð í tveggja vikna gæsluvarðhald en málið telst að mestu upplýst. Jaroslava er þjóðþekkt kona, hún er af rússnesku bergi brotin, kom hingað frá Eistlandi hvar hún bjó 1998 til að dansa en giftist Geira á Goldfingar, Ásgeiri Davíðssyni, sem var 22 árum eldri en hún. Jaroslava, sem ávallt er kölluð Jara, tók fullan þátt í rekstri nektarstaðarins umdeilda sem lengstum var rekinn í Kópavogi. Konan á bak við Geira Við fráfall Geira, en hann varð bráðkvaddur að heimili sínu í apríl árið 2012, tók Jaroslava við rekstri Goldfinger. Hún seldi hins vegar reksturinn í fyrra og var af því tilefni í viðtali við Lilju Katrínu Gunnarsdóttur ritstjóra DV. „Já, ég var alltaf konan á bak við Geira. Ég sagði oft að ég hefði sterkan vegg fyrir framan mig,“ sagði hún þá. En þar kemur fram að samskipti við dansara og starfsmannahald hafi verið meðal þess sem var í verkahring Jaroslövu. Hin rússneska harka „Ég hef alltaf farið eftir lögum og allar stelpurnar sem hafa dansað hér hafa verið með íslenska kennitölu og borgað sína skatta. Ég vil hafa allt uppi á borðum því ég vil sofa á nóttunni. Ég nenni ekki neinum „monkey business“. Það er betra að hafa hreina og góða samvisku,“ sagði Jara meðal annars. Þórarinn Þórarinsson blaðamaður ræddi áður við Jöru en sjá má viðtal hans við hina litríku konu hér neðar en þar segist hún meðal annars búa yfir því sem hún kallar hina rússnesku hörku.
Dómstólar Hvalfjarðargöng Hvalfjarðarsveit Lögreglumál Tengdar fréttir Fimm handteknir í og við Hvalfjarðargöng Handtökur lögreglunnar í aðgerðum í og við Hvalfjarðargöng á tíunda tímanum í morgun voru fimm talsins en um fíkniefnamál var að ræða, þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. 29. febrúar 2020 11:36 Fimm úrskurðuð í gæsluvarðhald eftir handtökur við Hvalfjarðargöng Fimm hafa verið úrskurðuð í gæsluvarðhald að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar á fíkniefnamáli. 1. mars 2020 11:46 Jara kveður Goldfinger eftir 19 ár Jaroslava Davíðsson var 26 ára gömul þegar hún kom til Íslands fyrir tuttugu árum og kynntist Geira á Goldfinger en klúbbinn ráku þau saman þar til Geiri lést. 24. nóvember 2018 09:00 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Fimm handteknir í og við Hvalfjarðargöng Handtökur lögreglunnar í aðgerðum í og við Hvalfjarðargöng á tíunda tímanum í morgun voru fimm talsins en um fíkniefnamál var að ræða, þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. 29. febrúar 2020 11:36
Fimm úrskurðuð í gæsluvarðhald eftir handtökur við Hvalfjarðargöng Fimm hafa verið úrskurðuð í gæsluvarðhald að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar á fíkniefnamáli. 1. mars 2020 11:46
Jara kveður Goldfinger eftir 19 ár Jaroslava Davíðsson var 26 ára gömul þegar hún kom til Íslands fyrir tuttugu árum og kynntist Geira á Goldfinger en klúbbinn ráku þau saman þar til Geiri lést. 24. nóvember 2018 09:00