Verkalýðsfélögin og SA ósammála um hver séu réttindi launafólks í sóttkví Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. mars 2020 23:45 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, við undirritun lífskjarasamningsins í fyrra. Hann telur enga vafa leika á því að veikindarétturinn sem kveðið er á um í kjarasamningum nái til þeirra sem eru í sóttkví vegna kórónuveirunnar. vísir/vilhelm Samtök atvinnulífsins og verkalýðsfélögin eru ósammála um hvort starfsmenn sem þurfa að sæta sóttkví eigi að fá greidd laun frá vinnuveitanda á meðan á sóttkví stendur. Hátt í 300 manns eru nú í sóttkví hér á landi vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19 en alls hafa níu Íslendingar greinst með veiruna. Þeir eru allir í einangrun í heimahúsi. Davíð Þorláksson, forstöðumaður samkeppnishæfnissviðs hjá Samtökum atvinnulífsins, sagði í Reykjavík síðdegis í dag að einungis þeir sem væru sýktir af veirunni ættu veikindarétt samkvæmt lögum og kjarasamningum. Hið sama gilti ekki um þá sem þurfa að vera í sóttkví og eru ekki veikir en eru þrátt fyrir það hugsanlegir smitberar. Um lögmæta fjarvist væri að ræða en launaréttur væri ekki til staðar. „Þeir sem eru veikir eiga sinn veikindarétt samkvæmt lögum og kjarasamningum en þeir sem eru hins vegar ekki veikir en eru í sóttkví þá telst þetta vera lögmæt fjarvist en launaréttur er samt almennt ekki til staðar að því gefnu að menn séu ekki veikir,“ sagði Davíð. Ráðleggingar SA til sinna félagsmanna væru því þær að almennt eigi ekki að greiða því fólki laun sem er í sóttkví en ekki smitað. Fyrirtæki væru þó hvött til til þess að sýna þessum aðstæðum fullan skilning. „En þetta er þá, ef við nefnum sambærilegt dæmi sem allir kannast við, þegar fólk kemst til dæmis ekki til vinnu vegna ófærðar þá telst fjarveran lögmæt en menn eiga ekki launarétt. Menn eru ekki veikir en komast af einhverjum ástæðum til vinnu þá eiga menn ekki launarétt á því tímabili,“ sagði Davíð.En ef menn eru skikkaðir í sóttkví og eiga yfir höfði sér sektir ef þeir hlíta ekki fyrirmælum? „Það er raunar það sama með það. Ef hins vegar atvinnurekandinn biður starfsmenn um að halda sig heima vegna mögulegrar smithættu eða eitthvað slíkt þá auðvitað eiga menn rétt á launum á því tímabili en almennt séð eiga menn ekki rétt á launum nema menn séu veikir,“ sagði Davíð.Sjá einnig: Telja sóttkví falla undir veikindarétt Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, er með öllu ósammála Davíð um rétt þeirra til launa sem eru í sóttkví vegna þess að þeir eru hugsanlegir smitberar en eru ekki veikir. „Við bæði hjá VR og ASÍ teljum að okkar mati að óvinnufærni vegna sjúkdóms eða hættu á því að verða óvinnufær vegna sjúkdóms að þau forföll eru greiðsluskyld samkvæmt ákvæðum kjarasamninga. Það er í sjálfu sér lítill vafi í okkar huga um að veikindarétturinn gildir þar,“ sagði Ragnar Þór í Reykjavík síðdegis í dag. Hann sagði að verið væri að kanna möguleg dómafordæmi og að bæði lögmenn Alþýðusambandsins og VR væru að vinna í málinu. Fyrsta mat verkalýðshreyfingarinnar væri þó að veikindarétturinn nái þarna yfir. „Hins vegar hafa komið upp óljós skilaboð þar sem ýmist stjórnvöld hafa skikkað fólk í sóttkví eða hvatt til að fólk fari í sjálfskipaða sóttkví, það er meginmunur þar á. Síðan varðandi veikindaréttinn, ef fólk á ekki veikindarétt eða hefur nýtt hann að fullu getur þá væntanlega sótt sér þá greiðslur úr sjúkrasjóðum stéttarfélaga.“ Þá sagði Ragnar Þór þessa stöðu varðandi sóttkví ekki sambærilega því þegar fólk kemst ekki til vinnu vegna veðurs eins og Davíð tók sem dæmi. Ekki væri hægt að bera þetta saman. Þrátt fyrir þessar mismunandi túlkana kvaðst Ragnar Þór ekki eiga von á því að það skerist í odda vegna málsins. „Nei, ég á ekki von á því. Ég hugsa að menn komist bara að góðri niðurstöðu með þetta. Við erum með fyrir margra hluta sakir fordæmalaust verkefni fyrir framan okkur og vonandi verður það ekki af stærri skala en það er orðið nú þegar. En ég hef fulla trú á því að við leysum úr þessu og menn komist að niðurstöðu,“ sagði Ragnar Þór. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Hafa enn ekki náð sambandi við alla sem voru í vélinni frá München Enn hefur ekki náðst í nítján farþega sem flugu með vél Icelandair frá München á laugardag en kona á fimmtugsaldri reyndist sýkt með Covid-19. 2. mars 2020 13:09 Sjö hinna smituðu gistu á sama hóteli á Norður-Ítalíu Sjö þeirra níu Íslendinga sem nú hafa greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19 gistu öll á sama hóteli á Norður-Ítalíu. Enginn Íslendingur dvelur hins vegar á hótelinu nú. 2. mars 2020 22:45 Ekkert barn á aldrinum 0-9 ára látist af völdum kórónuveirunnar Ekkert barn á aldrinum 0-9 ára hefur látist eftir að hafa veikst af kórónuveirunni en dánartíðnin hækkar mikið hjá fólki eftir sextugt. 2. mars 2020 19:00 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Sjá meira
Samtök atvinnulífsins og verkalýðsfélögin eru ósammála um hvort starfsmenn sem þurfa að sæta sóttkví eigi að fá greidd laun frá vinnuveitanda á meðan á sóttkví stendur. Hátt í 300 manns eru nú í sóttkví hér á landi vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19 en alls hafa níu Íslendingar greinst með veiruna. Þeir eru allir í einangrun í heimahúsi. Davíð Þorláksson, forstöðumaður samkeppnishæfnissviðs hjá Samtökum atvinnulífsins, sagði í Reykjavík síðdegis í dag að einungis þeir sem væru sýktir af veirunni ættu veikindarétt samkvæmt lögum og kjarasamningum. Hið sama gilti ekki um þá sem þurfa að vera í sóttkví og eru ekki veikir en eru þrátt fyrir það hugsanlegir smitberar. Um lögmæta fjarvist væri að ræða en launaréttur væri ekki til staðar. „Þeir sem eru veikir eiga sinn veikindarétt samkvæmt lögum og kjarasamningum en þeir sem eru hins vegar ekki veikir en eru í sóttkví þá telst þetta vera lögmæt fjarvist en launaréttur er samt almennt ekki til staðar að því gefnu að menn séu ekki veikir,“ sagði Davíð. Ráðleggingar SA til sinna félagsmanna væru því þær að almennt eigi ekki að greiða því fólki laun sem er í sóttkví en ekki smitað. Fyrirtæki væru þó hvött til til þess að sýna þessum aðstæðum fullan skilning. „En þetta er þá, ef við nefnum sambærilegt dæmi sem allir kannast við, þegar fólk kemst til dæmis ekki til vinnu vegna ófærðar þá telst fjarveran lögmæt en menn eiga ekki launarétt. Menn eru ekki veikir en komast af einhverjum ástæðum til vinnu þá eiga menn ekki launarétt á því tímabili,“ sagði Davíð.En ef menn eru skikkaðir í sóttkví og eiga yfir höfði sér sektir ef þeir hlíta ekki fyrirmælum? „Það er raunar það sama með það. Ef hins vegar atvinnurekandinn biður starfsmenn um að halda sig heima vegna mögulegrar smithættu eða eitthvað slíkt þá auðvitað eiga menn rétt á launum á því tímabili en almennt séð eiga menn ekki rétt á launum nema menn séu veikir,“ sagði Davíð.Sjá einnig: Telja sóttkví falla undir veikindarétt Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, er með öllu ósammála Davíð um rétt þeirra til launa sem eru í sóttkví vegna þess að þeir eru hugsanlegir smitberar en eru ekki veikir. „Við bæði hjá VR og ASÍ teljum að okkar mati að óvinnufærni vegna sjúkdóms eða hættu á því að verða óvinnufær vegna sjúkdóms að þau forföll eru greiðsluskyld samkvæmt ákvæðum kjarasamninga. Það er í sjálfu sér lítill vafi í okkar huga um að veikindarétturinn gildir þar,“ sagði Ragnar Þór í Reykjavík síðdegis í dag. Hann sagði að verið væri að kanna möguleg dómafordæmi og að bæði lögmenn Alþýðusambandsins og VR væru að vinna í málinu. Fyrsta mat verkalýðshreyfingarinnar væri þó að veikindarétturinn nái þarna yfir. „Hins vegar hafa komið upp óljós skilaboð þar sem ýmist stjórnvöld hafa skikkað fólk í sóttkví eða hvatt til að fólk fari í sjálfskipaða sóttkví, það er meginmunur þar á. Síðan varðandi veikindaréttinn, ef fólk á ekki veikindarétt eða hefur nýtt hann að fullu getur þá væntanlega sótt sér þá greiðslur úr sjúkrasjóðum stéttarfélaga.“ Þá sagði Ragnar Þór þessa stöðu varðandi sóttkví ekki sambærilega því þegar fólk kemst ekki til vinnu vegna veðurs eins og Davíð tók sem dæmi. Ekki væri hægt að bera þetta saman. Þrátt fyrir þessar mismunandi túlkana kvaðst Ragnar Þór ekki eiga von á því að það skerist í odda vegna málsins. „Nei, ég á ekki von á því. Ég hugsa að menn komist bara að góðri niðurstöðu með þetta. Við erum með fyrir margra hluta sakir fordæmalaust verkefni fyrir framan okkur og vonandi verður það ekki af stærri skala en það er orðið nú þegar. En ég hef fulla trú á því að við leysum úr þessu og menn komist að niðurstöðu,“ sagði Ragnar Þór.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Hafa enn ekki náð sambandi við alla sem voru í vélinni frá München Enn hefur ekki náðst í nítján farþega sem flugu með vél Icelandair frá München á laugardag en kona á fimmtugsaldri reyndist sýkt með Covid-19. 2. mars 2020 13:09 Sjö hinna smituðu gistu á sama hóteli á Norður-Ítalíu Sjö þeirra níu Íslendinga sem nú hafa greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19 gistu öll á sama hóteli á Norður-Ítalíu. Enginn Íslendingur dvelur hins vegar á hótelinu nú. 2. mars 2020 22:45 Ekkert barn á aldrinum 0-9 ára látist af völdum kórónuveirunnar Ekkert barn á aldrinum 0-9 ára hefur látist eftir að hafa veikst af kórónuveirunni en dánartíðnin hækkar mikið hjá fólki eftir sextugt. 2. mars 2020 19:00 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Sjá meira
Hafa enn ekki náð sambandi við alla sem voru í vélinni frá München Enn hefur ekki náðst í nítján farþega sem flugu með vél Icelandair frá München á laugardag en kona á fimmtugsaldri reyndist sýkt með Covid-19. 2. mars 2020 13:09
Sjö hinna smituðu gistu á sama hóteli á Norður-Ítalíu Sjö þeirra níu Íslendinga sem nú hafa greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19 gistu öll á sama hóteli á Norður-Ítalíu. Enginn Íslendingur dvelur hins vegar á hótelinu nú. 2. mars 2020 22:45
Ekkert barn á aldrinum 0-9 ára látist af völdum kórónuveirunnar Ekkert barn á aldrinum 0-9 ára hefur látist eftir að hafa veikst af kórónuveirunni en dánartíðnin hækkar mikið hjá fólki eftir sextugt. 2. mars 2020 19:00