Eiga erfitt með að fá nógu marga sprittstanda Eiður Þór Árnason skrifar 1. mars 2020 23:49 Viðskiptavinir Costco eru vel sprittaðir þessa daganna. Vísir/Þórir Mikið hefur gengið á í íslensku samfélagi eftir að fyrsta kórónuveirusmitið greindist hér á föstudag og hafa Íslendingar eflaust sjaldan verið duglegri að sótthreinsa sig í bak og fyrir af ótta við að sýkjast af veirunni alræmdu. Hinar ýmsu verslanir virðast ætla að leggja sitt af mörkum til þess að hamla frekari útbreiðslu hennar. Til að mynda hafa glöggir viðskiptavinir Costco í Kauptúni tekið eftir því að starfsmenn verslunarinnar eru nú byrjaðir að spritta handföng á innkaupakerrum. Einnig er fólki boðið að sótthreinsa á sér hendurnar við innganginn. Íslenskar verslunarkeðjur ætla ekki að láta sitt eftir liggja í þessum efnum en erfitt hefur reynst fyrir stjórnendur þeirra að verða sér úti um rétta búnaðinn. Bætt við á við og dreif Stjórnendur Haga hafa hvatt starfsfólk sitt í verslunum Bónuss og Hagkaups til þess að sótthreinsa oft og reglulega vissa álagsfleti í verslunum, svo sem færibönd, sjálfsafgreiðslukassa, innkaupakörfur og innkaupakerrur. „Einnig hefur sótthreinsistöndum verið bætt við á víð og dreif um verslanir sem viðskiptavinir eru hvattir til að nota en staðreyndin er sú að það reynist erfitt að fá þessa standa frá birgjum og eru heilbrigðisstofnanir í forgangi hvað þá varðar,“ segir Særún Ósk Pálmadóttir, samskiptastjóri Haga í skriflegu svari til fréttastofu. Unnið er að því að bæta við sprittskömmturum í allar verslanir Hagkaups, bæði við grænmetisdeildina og inngang, að sögn Særúnar. Í verslunum Bónuss hefur einnig verið bætt við þá sótthreinsistanda sem fyrir voru. Þá hefur plakötum frá Landlækni verið dreift um verslanir og inn á kaffistofur starfsmanna. Lítið magn til Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, segir að verslunarkeðjan hafi reynt að fá snertilausa sprittstanda og sprittbox í verslanir sínar en að lítið magn virðist vera til hjá heildverslunum hér á landi. „Það stendur þó vonandi til bóta eftir helgi og verður því komið strax fyrir í verslunum. Annars hvetjum við starfsmenn og viðskiptavini til að fara að þeim tilmælum sem Landlæknir hefur gefið út.“ Forsvarsmenn Costco vildu ekki tjá sig um málið að svo stöddu þegar eftir því var leitað í gær. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Verslun Tengdar fréttir Stjörnumaður í sóttkví Einn þeirra um 300 Íslendinga sem eru í sóttkví er leikmaður Stjörnunnar í Pepsi Max-deild karla í fótbolta. 1. mars 2020 23:02 Segir borgina geta komið í veg fyrir smithættu með því að bjóða ekki þjónustuna Undanþágunefnd Eflingar féllst ekki á að veita undanþágu frá verkfallsaðgerðum á skóla- og frístundarsviði Reykjavíkurborgar til að tryggja þrif í grunnskólum. Þetta staðfestir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, í samtali við Vísi. 1. mars 2020 19:15 Útdeilingu messuvíns og obláta breytt vegna kórónuveirunnar Prestum Þjóðkirkjunnar hafa borist þau tilmæli frá Agnesi M. Sigurðardóttur að fólk drekki ekki af sama bikar þegar sakramentinu er útdeilt við guðsþjónustu. 1. mars 2020 11:01 Þriðja kórónuveirusmitið hefur greinst á Íslandi Þetta er annað smitið sem staðfest hefur verið í dag. 1. mars 2020 20:55 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Mikið hefur gengið á í íslensku samfélagi eftir að fyrsta kórónuveirusmitið greindist hér á föstudag og hafa Íslendingar eflaust sjaldan verið duglegri að sótthreinsa sig í bak og fyrir af ótta við að sýkjast af veirunni alræmdu. Hinar ýmsu verslanir virðast ætla að leggja sitt af mörkum til þess að hamla frekari útbreiðslu hennar. Til að mynda hafa glöggir viðskiptavinir Costco í Kauptúni tekið eftir því að starfsmenn verslunarinnar eru nú byrjaðir að spritta handföng á innkaupakerrum. Einnig er fólki boðið að sótthreinsa á sér hendurnar við innganginn. Íslenskar verslunarkeðjur ætla ekki að láta sitt eftir liggja í þessum efnum en erfitt hefur reynst fyrir stjórnendur þeirra að verða sér úti um rétta búnaðinn. Bætt við á við og dreif Stjórnendur Haga hafa hvatt starfsfólk sitt í verslunum Bónuss og Hagkaups til þess að sótthreinsa oft og reglulega vissa álagsfleti í verslunum, svo sem færibönd, sjálfsafgreiðslukassa, innkaupakörfur og innkaupakerrur. „Einnig hefur sótthreinsistöndum verið bætt við á víð og dreif um verslanir sem viðskiptavinir eru hvattir til að nota en staðreyndin er sú að það reynist erfitt að fá þessa standa frá birgjum og eru heilbrigðisstofnanir í forgangi hvað þá varðar,“ segir Særún Ósk Pálmadóttir, samskiptastjóri Haga í skriflegu svari til fréttastofu. Unnið er að því að bæta við sprittskömmturum í allar verslanir Hagkaups, bæði við grænmetisdeildina og inngang, að sögn Særúnar. Í verslunum Bónuss hefur einnig verið bætt við þá sótthreinsistanda sem fyrir voru. Þá hefur plakötum frá Landlækni verið dreift um verslanir og inn á kaffistofur starfsmanna. Lítið magn til Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, segir að verslunarkeðjan hafi reynt að fá snertilausa sprittstanda og sprittbox í verslanir sínar en að lítið magn virðist vera til hjá heildverslunum hér á landi. „Það stendur þó vonandi til bóta eftir helgi og verður því komið strax fyrir í verslunum. Annars hvetjum við starfsmenn og viðskiptavini til að fara að þeim tilmælum sem Landlæknir hefur gefið út.“ Forsvarsmenn Costco vildu ekki tjá sig um málið að svo stöddu þegar eftir því var leitað í gær.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Verslun Tengdar fréttir Stjörnumaður í sóttkví Einn þeirra um 300 Íslendinga sem eru í sóttkví er leikmaður Stjörnunnar í Pepsi Max-deild karla í fótbolta. 1. mars 2020 23:02 Segir borgina geta komið í veg fyrir smithættu með því að bjóða ekki þjónustuna Undanþágunefnd Eflingar féllst ekki á að veita undanþágu frá verkfallsaðgerðum á skóla- og frístundarsviði Reykjavíkurborgar til að tryggja þrif í grunnskólum. Þetta staðfestir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, í samtali við Vísi. 1. mars 2020 19:15 Útdeilingu messuvíns og obláta breytt vegna kórónuveirunnar Prestum Þjóðkirkjunnar hafa borist þau tilmæli frá Agnesi M. Sigurðardóttur að fólk drekki ekki af sama bikar þegar sakramentinu er útdeilt við guðsþjónustu. 1. mars 2020 11:01 Þriðja kórónuveirusmitið hefur greinst á Íslandi Þetta er annað smitið sem staðfest hefur verið í dag. 1. mars 2020 20:55 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Stjörnumaður í sóttkví Einn þeirra um 300 Íslendinga sem eru í sóttkví er leikmaður Stjörnunnar í Pepsi Max-deild karla í fótbolta. 1. mars 2020 23:02
Segir borgina geta komið í veg fyrir smithættu með því að bjóða ekki þjónustuna Undanþágunefnd Eflingar féllst ekki á að veita undanþágu frá verkfallsaðgerðum á skóla- og frístundarsviði Reykjavíkurborgar til að tryggja þrif í grunnskólum. Þetta staðfestir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, í samtali við Vísi. 1. mars 2020 19:15
Útdeilingu messuvíns og obláta breytt vegna kórónuveirunnar Prestum Þjóðkirkjunnar hafa borist þau tilmæli frá Agnesi M. Sigurðardóttur að fólk drekki ekki af sama bikar þegar sakramentinu er útdeilt við guðsþjónustu. 1. mars 2020 11:01
Þriðja kórónuveirusmitið hefur greinst á Íslandi Þetta er annað smitið sem staðfest hefur verið í dag. 1. mars 2020 20:55
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?