Ómögulegt að segja hvort skólum verði lokað Sylvía Hall skrifar 12. mars 2020 12:30 Rögnvaldur Ólafsson, lögreglufulltrúi hjá Almannavörnum. Vísir/Vilhelm Rögnvaldur Ólafsson, deildarstjóri hjá Almannavörnum, segir ómögulegt að segja til hvort Ísland muni grípa til sambærilegra aðgerða og nágrannaþjóðir og loka skólum. Bæði Norðmenn og Danir hafa gripið til þeirra aðgerða að takmarka skólahald til þess að bregðast við útbreiðslu kórónuveirunnar. „Hættumatið er stanslaust í skoðun hjá okkur. Á hverjum degi er skoðað hvað er rétt fyrir Ísland,“ sagði Rögnvaldur í hádegisfréttatíma Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Hann segir slíkar aðgerðir ekki endilega henta hér á landi þar sem aðstæður eru aðrar hér á landi. Bæði spili landfræðileg staða landsins og stærð þess inn í það mat; við séum fámennari þjóð og eigum ekki landamæri að öðrum löndum. Þó sé ekkert útilokað að svo stöddu. „Hlutirnir gerast mjög hratt í þessu og við erum alltaf að endurmeta stöðuna.“ Frá því í gærkvöldi hafa fimmtán tilfelli af kórónuveirunni sem veldur COVID-19 sjúkdómnum verið greind hér á landi. Alls eru tilfellin því 103 en meirihluti þeirra tengist ferðalögum erlendis.Tvær samhæfingamiðstöðvar starfandi Klukkan 10:26 í dag varð jarðskjálfti að stærðinni 5,2 nærri Grindavík. Skjálftinn er sá stærsti sem hefur mælst á Reykjanesskaga síðan í október 2013 og var hann á þeim slóðum þar sem landris varð fyrr á árinu, sem varð til þess að almannavarnir lýstu yfir óvissustigi. Rögnvaldur segir nú þegar hafa verið gripið til ráðstafana vegna þessa. „Náttúruöflin eru áfram hérna á Íslandi eins og þau eru og við erum að fylgjast með því og taka á því eins og þörf er.“ Hann segir engar tilkynningar hafa borist um tjón vegna skjálftans en þó verði fylgst vel með. Samhæfingarstöð Almannavarna hafi hingað til verið að stýra viðbrögðum vegna kórónuveirufaraldursins en nú séu tvær samhæfingarstöðvar starfandi. „Samhæfingarstöðin er laus fyrir eldgos, jarðskjálfta eða það sem gæti komið upp,“ segir Rögnvaldur. Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Tengdar fréttir „Þetta verður ekki auðvelt“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir þjóðina vel í stakk búna til þess að takast á við afleiðingar kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. 12. mars 2020 11:01 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Sjá meira
Rögnvaldur Ólafsson, deildarstjóri hjá Almannavörnum, segir ómögulegt að segja til hvort Ísland muni grípa til sambærilegra aðgerða og nágrannaþjóðir og loka skólum. Bæði Norðmenn og Danir hafa gripið til þeirra aðgerða að takmarka skólahald til þess að bregðast við útbreiðslu kórónuveirunnar. „Hættumatið er stanslaust í skoðun hjá okkur. Á hverjum degi er skoðað hvað er rétt fyrir Ísland,“ sagði Rögnvaldur í hádegisfréttatíma Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Hann segir slíkar aðgerðir ekki endilega henta hér á landi þar sem aðstæður eru aðrar hér á landi. Bæði spili landfræðileg staða landsins og stærð þess inn í það mat; við séum fámennari þjóð og eigum ekki landamæri að öðrum löndum. Þó sé ekkert útilokað að svo stöddu. „Hlutirnir gerast mjög hratt í þessu og við erum alltaf að endurmeta stöðuna.“ Frá því í gærkvöldi hafa fimmtán tilfelli af kórónuveirunni sem veldur COVID-19 sjúkdómnum verið greind hér á landi. Alls eru tilfellin því 103 en meirihluti þeirra tengist ferðalögum erlendis.Tvær samhæfingamiðstöðvar starfandi Klukkan 10:26 í dag varð jarðskjálfti að stærðinni 5,2 nærri Grindavík. Skjálftinn er sá stærsti sem hefur mælst á Reykjanesskaga síðan í október 2013 og var hann á þeim slóðum þar sem landris varð fyrr á árinu, sem varð til þess að almannavarnir lýstu yfir óvissustigi. Rögnvaldur segir nú þegar hafa verið gripið til ráðstafana vegna þessa. „Náttúruöflin eru áfram hérna á Íslandi eins og þau eru og við erum að fylgjast með því og taka á því eins og þörf er.“ Hann segir engar tilkynningar hafa borist um tjón vegna skjálftans en þó verði fylgst vel með. Samhæfingarstöð Almannavarna hafi hingað til verið að stýra viðbrögðum vegna kórónuveirufaraldursins en nú séu tvær samhæfingarstöðvar starfandi. „Samhæfingarstöðin er laus fyrir eldgos, jarðskjálfta eða það sem gæti komið upp,“ segir Rögnvaldur.
Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Tengdar fréttir „Þetta verður ekki auðvelt“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir þjóðina vel í stakk búna til þess að takast á við afleiðingar kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. 12. mars 2020 11:01 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Sjá meira
„Þetta verður ekki auðvelt“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir þjóðina vel í stakk búna til þess að takast á við afleiðingar kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. 12. mars 2020 11:01