Hringurinn komin aftur á fingurinn eftir sautján ára fjarveru Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. mars 2020 19:15 Sigrún Elva Reynisdóttir í Hveragerði stökk hæð sína þegar hún frétti að hringurinn sinn hafi fundist en hann hafði verið týndur í sautján ár. Hringurinn fannst á Árbæjarsafninu. Brosið fer ekki af Sigrúnu Elfu, sem býr í Hveragerði en vinnur á Sólheimum í Grímsnes og Grafningshreppi eftir að týndi hringurinn fannst og er nú komin aftur á höndina á henni eftir 17 ára aðskilnað. Eiginmaður hennar er Ingólfur Guðnason, garðyrkjumaður. En hver er saga hringsins? „Þegar ég varð þrítugt þá fékk ég þennan hring í þrítugs afmælisgjöf frá manninum mínum, hann er mjög sérstakur, ég held að það sé ekki til neinn svona hringur. Svo tíu árum seinna, ég hafði ekki notað hann mikið því hann hafði ekki passað á mig, ég var nýbúin að láta stækka hann og þá varð það ekki nóg, þannig að ég tek hann af mér og set á litla putta og ætla að nota hann þannig en þá var hann of víður“, segir Sigrún Elfa. Svo fer Sigrún Elfa með dóttur sinni og bekknum hennar á Árbæjarafnið í Reykjavík í skoðunarferð og þá hefur hringurinn dottið af. Hún hafði mörgum sinnum samband við safnið til að spyrja um hringinn en hann hafði aldrei fundist. „Ég sagði ekki manninum mínum frá þessu því ég skammaðist mín svo mikið fyrir að hafa týnt þessum fína hring. Svo er ég bara á föstudagskvöldi nýlega að skoða Facebook og skrolla niður og þá kemur allt í einu hringurinn í ljós, mér hitnaði bara allri, þetta var mjög sérstök tilfinning því ég hefði aldrei búist við að sjá hann aftur“, bætir Sigrún við.Brosið fer ekki af Sigrúnu Elfu enda eru hún svo ánægð með að vera búin að fá hringinn sinn aftur.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Starfsfólk Árbæjarsafnsins hafði sem sagt fundið hringinn í einni geymslu safnsins, setti mynd af honum inn á Brask og brall. Sigrún Elfa fór í kjölfarið á safnið alsæl og sótti hringinn eftir 17 ára fjarveru. Saga hringsins er ótrúleg. „Já, allavega er hún gleðileg fyrir mig, mér finnst ofsalega gott að vera komin með hringinn, þá er maður ekki að pirra sig á því að hafa týnt honum“, segir Sigrún Elfa og hlær. Ástin og lífið Grímsnes- og Grafningshreppur Grín og gaman Hveragerði Reykjavík Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Sjá meira
Sigrún Elva Reynisdóttir í Hveragerði stökk hæð sína þegar hún frétti að hringurinn sinn hafi fundist en hann hafði verið týndur í sautján ár. Hringurinn fannst á Árbæjarsafninu. Brosið fer ekki af Sigrúnu Elfu, sem býr í Hveragerði en vinnur á Sólheimum í Grímsnes og Grafningshreppi eftir að týndi hringurinn fannst og er nú komin aftur á höndina á henni eftir 17 ára aðskilnað. Eiginmaður hennar er Ingólfur Guðnason, garðyrkjumaður. En hver er saga hringsins? „Þegar ég varð þrítugt þá fékk ég þennan hring í þrítugs afmælisgjöf frá manninum mínum, hann er mjög sérstakur, ég held að það sé ekki til neinn svona hringur. Svo tíu árum seinna, ég hafði ekki notað hann mikið því hann hafði ekki passað á mig, ég var nýbúin að láta stækka hann og þá varð það ekki nóg, þannig að ég tek hann af mér og set á litla putta og ætla að nota hann þannig en þá var hann of víður“, segir Sigrún Elfa. Svo fer Sigrún Elfa með dóttur sinni og bekknum hennar á Árbæjarafnið í Reykjavík í skoðunarferð og þá hefur hringurinn dottið af. Hún hafði mörgum sinnum samband við safnið til að spyrja um hringinn en hann hafði aldrei fundist. „Ég sagði ekki manninum mínum frá þessu því ég skammaðist mín svo mikið fyrir að hafa týnt þessum fína hring. Svo er ég bara á föstudagskvöldi nýlega að skoða Facebook og skrolla niður og þá kemur allt í einu hringurinn í ljós, mér hitnaði bara allri, þetta var mjög sérstök tilfinning því ég hefði aldrei búist við að sjá hann aftur“, bætir Sigrún við.Brosið fer ekki af Sigrúnu Elfu enda eru hún svo ánægð með að vera búin að fá hringinn sinn aftur.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Starfsfólk Árbæjarsafnsins hafði sem sagt fundið hringinn í einni geymslu safnsins, setti mynd af honum inn á Brask og brall. Sigrún Elfa fór í kjölfarið á safnið alsæl og sótti hringinn eftir 17 ára fjarveru. Saga hringsins er ótrúleg. „Já, allavega er hún gleðileg fyrir mig, mér finnst ofsalega gott að vera komin með hringinn, þá er maður ekki að pirra sig á því að hafa týnt honum“, segir Sigrún Elfa og hlær.
Ástin og lífið Grímsnes- og Grafningshreppur Grín og gaman Hveragerði Reykjavík Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Sjá meira