Heimila flutning Navalny til Þýskalands Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. ágúst 2020 16:37 Hópur þýskra lækna fór til Omsk-borgar og þrýsti á að Alexander Navalny yrði fluttur til Þýskalands í meðferð. AP/Evgeniy Sofiychuk Rússneskir læknar hafa samþykkt að Alexei Navalny, sem leitt hefur stjórnarandstöðuna í Rússlandi, verði fluttur til Þýskalands að sögn fréttastofu AP. Þar mun hann undirgangast frekari meðferð eftir að hafa fallið í dá á dögunum. Hópur þýskra lækna ferðaðist með sjúkraflugi til Rússlands í gær með það fyrir augum að flytja Navalny undir þýskar læknishendur. Rússneskir starfsbræður þeirra mótmæltu því í fyrstu en nú, um sólarhring síðar, hafa þeir ákveðið að verða við beiðni þeirra þýsku. Navalny, sem er einn fyrirferðamesti andstæðingur Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta, var fluttur á gjörgæsludeild í borginni Omsk í gær. Hann missti meðvitund í flugi frá Síberíu til Moskvu og telja stuðningsmenn hans að rússnesk stjórnvöld hafi byrlað honum eitur. Að sama skapi eru þeir fullvissir um að ríkisstjórn Pútíns hafi staðið í vegi fyrir flutning Navalny til Þýskalands. Rússnesku læknanir sögðu að ástand hans væri ekki nógu stöðugt til að heimila flutninginn, að sama skapi sögðust þeir ekki telja að eitrað hafi verið fyrir Navalny. Stuðningsmenn stjórnarandstæðingsins segja hins vegar að rússnesk stjórnvöld hafi krafist þess að flutningurinn yrði dreginn á langinn svo að leifar eitursins myndu ekki finnast í blóðinu við rannsóknir í Þýskalandi. Navalny er enn meðvitundarlaus og er ekki gert ráð fyrir því að hann verði kominn til meðvitundar fyrir flugið til Þýskalands á morgun. Forsvarsmenn Evrópusambandsins höfðu kallað eftir því að flutningur Navalny yrði leyfður og að hin meinta eitrun verði rannsökuð gaumgæfilega. Þá höfðu þýskir embættismenn einnig verið í samskiptum við embættismenn í Rússlandi vegna málsins. Rússland Þýskaland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Meinað að flytja Navalny til Þýskalands Læknar vilja ekki leyfa fjölskyldu Alexei Navalny að flytja hann til Þýskalands en aðstandendur hans segja yfirvöld reyna að drepa hann. 21. ágúst 2020 07:12 Eiginkona Navalny biðlar til Pútín Hópur þýskra lækna er nú á sjúkrahúsinu þar sem Alexei Navalny er í dái. Hópurinn ferðaðist til Rússlands með sjúkraflugi til að sækja Navalny og flytja hann til Þýskalands. 21. ágúst 2020 12:24 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sjá meira
Rússneskir læknar hafa samþykkt að Alexei Navalny, sem leitt hefur stjórnarandstöðuna í Rússlandi, verði fluttur til Þýskalands að sögn fréttastofu AP. Þar mun hann undirgangast frekari meðferð eftir að hafa fallið í dá á dögunum. Hópur þýskra lækna ferðaðist með sjúkraflugi til Rússlands í gær með það fyrir augum að flytja Navalny undir þýskar læknishendur. Rússneskir starfsbræður þeirra mótmæltu því í fyrstu en nú, um sólarhring síðar, hafa þeir ákveðið að verða við beiðni þeirra þýsku. Navalny, sem er einn fyrirferðamesti andstæðingur Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta, var fluttur á gjörgæsludeild í borginni Omsk í gær. Hann missti meðvitund í flugi frá Síberíu til Moskvu og telja stuðningsmenn hans að rússnesk stjórnvöld hafi byrlað honum eitur. Að sama skapi eru þeir fullvissir um að ríkisstjórn Pútíns hafi staðið í vegi fyrir flutning Navalny til Þýskalands. Rússnesku læknanir sögðu að ástand hans væri ekki nógu stöðugt til að heimila flutninginn, að sama skapi sögðust þeir ekki telja að eitrað hafi verið fyrir Navalny. Stuðningsmenn stjórnarandstæðingsins segja hins vegar að rússnesk stjórnvöld hafi krafist þess að flutningurinn yrði dreginn á langinn svo að leifar eitursins myndu ekki finnast í blóðinu við rannsóknir í Þýskalandi. Navalny er enn meðvitundarlaus og er ekki gert ráð fyrir því að hann verði kominn til meðvitundar fyrir flugið til Þýskalands á morgun. Forsvarsmenn Evrópusambandsins höfðu kallað eftir því að flutningur Navalny yrði leyfður og að hin meinta eitrun verði rannsökuð gaumgæfilega. Þá höfðu þýskir embættismenn einnig verið í samskiptum við embættismenn í Rússlandi vegna málsins.
Rússland Þýskaland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Meinað að flytja Navalny til Þýskalands Læknar vilja ekki leyfa fjölskyldu Alexei Navalny að flytja hann til Þýskalands en aðstandendur hans segja yfirvöld reyna að drepa hann. 21. ágúst 2020 07:12 Eiginkona Navalny biðlar til Pútín Hópur þýskra lækna er nú á sjúkrahúsinu þar sem Alexei Navalny er í dái. Hópurinn ferðaðist til Rússlands með sjúkraflugi til að sækja Navalny og flytja hann til Þýskalands. 21. ágúst 2020 12:24 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sjá meira
Meinað að flytja Navalny til Þýskalands Læknar vilja ekki leyfa fjölskyldu Alexei Navalny að flytja hann til Þýskalands en aðstandendur hans segja yfirvöld reyna að drepa hann. 21. ágúst 2020 07:12
Eiginkona Navalny biðlar til Pútín Hópur þýskra lækna er nú á sjúkrahúsinu þar sem Alexei Navalny er í dái. Hópurinn ferðaðist til Rússlands með sjúkraflugi til að sækja Navalny og flytja hann til Þýskalands. 21. ágúst 2020 12:24