Særði blygðunarkennd dóttur sinnar og tveggja vinkvenna hennar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. ágúst 2020 17:53 Héraðsdómur Reykjavíkur Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum fyrir að sært blygðunarkennd dóttur hans og tveggja vinkvenna hennar. Maðurinn var ákærður í þremur liðum, fyrir að hafa á árunum 2017-2018 sært blygðunarkennd dóttur sinnar, með því hafa ítrekað legið nakinn uppi í rúmi með hana í fanginu og á sama tímabili ítrekað farið með henni nakinn í bað, en á þessu tímabili var hún átta til níu ára gömul. Þá var hann ákærður fyrir að hafa í eitt sin á árinu 2018 sært blygðunarkennd vinkonu dóttur hans, sem dvaldi á heimili hans, með því að hafa lagst nakinn við hlið hennar þar sem hún svaf, tekið utan um hana og lagt fótlegg yfir hana þannig að líkamar þeirra lágu saman. Að auki var hann ákærður fyrir að hafa að morgni 6. október 2018 sært blygðunarkennd annarrar vinkonu dóttur hans, dvaldi á heimili hans, með því að hafa lagst nakinn við hlið hennar þar sem hún svaf og legið svo þétt upp við hana að getnaðarlimur hans snerti mjóbak hennar. Játaði sök að hluta Maðurinn játaði seinni tvo hluta ákærunnar en neitaði að hafa sært blygðunarkennd dóttur hans, þó að hann hafi viðurkennt að sú háttsemi sem honum var gefið að sök hafi átt sér stað. Vildi hann meina að dóttir hans hafi alltaf viljað sofa í rúminu hans, en hann sofi alltaf nakinn þar sem hann sé mjög heitfengur. Hann hefði yfirleitt haldið utan um dóttur sína og kúrt með hana. Hún hefði ekki talað um að það væri óþægilegt fyrr en eftir upphaf þessa máls. Hann kvaðst telja að barnið þyrfti að ákveða hvar mörkin væru og við hvaða aldur þetta væri orðið óviðeigandi. Þá hefði hann farið með henni í bað um það bil fjórum eða fimm sinnum árin 2017 og 2018. Hún hefði beðið um að fá að fara með honum í bað þegar hann hefði farið og það væri hennar að ákveða það sjálf. Ekkert kynferðislegt hefði verið við háttsemi hans og hann hefði aldrei upplifað að brotaþola liði ekki vel. Þá væri hann ekki haldinn barnagirnd. Ekki á færi barna að setja fullorðnum mörk að mati héraðsdóms Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur segir að sú háttsemi mannsins, sem hann hafi sjálfur viðurkennt, að liggja nakinn í rúminu og halda utan um brotaþola væri hlutlægt séð af kynferðislegum toga og til þess fallin að særa blygðunarsemi hennar. Framburður dóttur hans hafi jafnframt bent til þess að svo hafi í raun verið. Það sé ekki á færi barna að setja fullorðnu fólki mörk í slíkum efnum. Maðurinn var þó sýknaður af þeim hluta ákærunnar sem sneri að baðferðunum, en í niðurstöðu héraðsdóms segir að þó það sé megi telja það vart við hæfi að foreldri fari í bað með barni sínu á þessum aldri þyki varhugavert að fullyrða að það eitt út af fyrir sig brjóti gegn almennum hegningarlögum. Var maðurinn dæmdur í átta mánaða fangelsi, sem fellur niður haldi hann skilorði næstu tvö árin. Þá þarf hann jafnframt að greiða dóttur sinni 700 þúsund krónur, auk þess sem að vinkonur hennar fá 500 þúsund krónur hvor. Dómsmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Karlmaður hefur verið dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum fyrir að sært blygðunarkennd dóttur hans og tveggja vinkvenna hennar. Maðurinn var ákærður í þremur liðum, fyrir að hafa á árunum 2017-2018 sært blygðunarkennd dóttur sinnar, með því hafa ítrekað legið nakinn uppi í rúmi með hana í fanginu og á sama tímabili ítrekað farið með henni nakinn í bað, en á þessu tímabili var hún átta til níu ára gömul. Þá var hann ákærður fyrir að hafa í eitt sin á árinu 2018 sært blygðunarkennd vinkonu dóttur hans, sem dvaldi á heimili hans, með því að hafa lagst nakinn við hlið hennar þar sem hún svaf, tekið utan um hana og lagt fótlegg yfir hana þannig að líkamar þeirra lágu saman. Að auki var hann ákærður fyrir að hafa að morgni 6. október 2018 sært blygðunarkennd annarrar vinkonu dóttur hans, dvaldi á heimili hans, með því að hafa lagst nakinn við hlið hennar þar sem hún svaf og legið svo þétt upp við hana að getnaðarlimur hans snerti mjóbak hennar. Játaði sök að hluta Maðurinn játaði seinni tvo hluta ákærunnar en neitaði að hafa sært blygðunarkennd dóttur hans, þó að hann hafi viðurkennt að sú háttsemi sem honum var gefið að sök hafi átt sér stað. Vildi hann meina að dóttir hans hafi alltaf viljað sofa í rúminu hans, en hann sofi alltaf nakinn þar sem hann sé mjög heitfengur. Hann hefði yfirleitt haldið utan um dóttur sína og kúrt með hana. Hún hefði ekki talað um að það væri óþægilegt fyrr en eftir upphaf þessa máls. Hann kvaðst telja að barnið þyrfti að ákveða hvar mörkin væru og við hvaða aldur þetta væri orðið óviðeigandi. Þá hefði hann farið með henni í bað um það bil fjórum eða fimm sinnum árin 2017 og 2018. Hún hefði beðið um að fá að fara með honum í bað þegar hann hefði farið og það væri hennar að ákveða það sjálf. Ekkert kynferðislegt hefði verið við háttsemi hans og hann hefði aldrei upplifað að brotaþola liði ekki vel. Þá væri hann ekki haldinn barnagirnd. Ekki á færi barna að setja fullorðnum mörk að mati héraðsdóms Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur segir að sú háttsemi mannsins, sem hann hafi sjálfur viðurkennt, að liggja nakinn í rúminu og halda utan um brotaþola væri hlutlægt séð af kynferðislegum toga og til þess fallin að særa blygðunarsemi hennar. Framburður dóttur hans hafi jafnframt bent til þess að svo hafi í raun verið. Það sé ekki á færi barna að setja fullorðnu fólki mörk í slíkum efnum. Maðurinn var þó sýknaður af þeim hluta ákærunnar sem sneri að baðferðunum, en í niðurstöðu héraðsdóms segir að þó það sé megi telja það vart við hæfi að foreldri fari í bað með barni sínu á þessum aldri þyki varhugavert að fullyrða að það eitt út af fyrir sig brjóti gegn almennum hegningarlögum. Var maðurinn dæmdur í átta mánaða fangelsi, sem fellur niður haldi hann skilorði næstu tvö árin. Þá þarf hann jafnframt að greiða dóttur sinni 700 þúsund krónur, auk þess sem að vinkonur hennar fá 500 þúsund krónur hvor.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira