Þingheimur þurfi „svör við mörgum spurningum“ varðandi ríkisábyrgð Icelandair Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. ágúst 2020 19:23 Oddný Harðardóttir er þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Stöð 2 Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, telur að þingheimur þurfi að fá „svör við mörgum spurningum“ áður en hægt verði að samþykkja það að íslenska ríkið ábyrgist lánalínu til Icelandair. Formenn stjórnarandstöðuflokkanna, nefndarmenn fjárlaganefndar þingsins og fjármálaráðherra héldu síðdegis á fund til að ræða um efni frumvarps til fjáraukalaga, sem er heimild til handa ráðherra til að veita Icelandair Group sjálfskuldarábyrgð frá ríkissjóði á lánalínum vegna þess mikla tekjufalls sem fyrirtækið hefur orðið fyrir vegna heimsfaraldursins. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, hitti meðal annars fjárlaganefnd á fundinum, þar sem hann fór yfir stöðina frá sjónarhóli flugfélagsins. Alþingi þarf að samþykkja ríkisábyrgðina en það kemur saman á morgun á svokölluðum þingsstubbi, þar sem meðal annars þarf að taka afstöðu til ríkisábyrgðar á lánalínu ti Icelandair. Oddný sat fundinn í dag og ræddi stöðina í Reykjavík síðdegis í dag, en þar sagði hún að skynsamlegt væri af hálfu stjórnvalda að skoða stöðu Icelandair, þó að mörgum spurningum væri ósvarað af hálfu ríkistjórnarinnar vegna málsins. „Félagið er umfangsmikið í hagkerfinu. Það eru verðmæti í orðsporinu, í leiðakerfinu, í þekkingu og reynslu starfsmannanna. En við þurfum líka að meta það frá öllum hliðum hver áhættan er að koma með ríkisaðstoð inn í flugfélag sem er í miklum þrengingum. Það er heilmargt sem við þurfum að fara yfir. Við þurfum að rýna ársreikninga félagsins, skoða hverjir eru raunverulegir eigendur þess og meta þessa stöðu alla hvernig gæti með þessari ríkisaðstoð samkeppnishæfni flugfélagsins verið til framtíðar,“ sagði Oddný. Aðspurð hvort að sú leið sem ríkisstjórnin hafi valið að fara sé besta leiðin sagðist Oddný ekki vera með forsendur til þess að svara spurningunni, enda hafi stjórnarandstaðan aðeins fyrst nú í dag fengið kynningu á því hvernig málin standa. Skýra þurfi meðal annars hvaða skilyrði fylgi lánalínunni, svo dæmi séu tekin. „Við þurfum að fá skýr svör við þessu. Það er svo margt sem við þurfum að spyrja um inn í fjárlaganefnd og inn í þingsal,“ sagði Oddný, sem er þó á því að vert sé að að skoða hvernig ríkið geti aðstoðað Icelandair. „Þess vegna segi ég að það er sannarlega þess virði að skoða með hvaða hætti ríkið getur komið félaginu til aðstoðar. Þetta er lending og hugmynd sem að ríkisstjórnin og félagið hafa sæst á fara. Nú þurfum við að skoða hana,“ sagði Oddný. Ekki eru margir dagar til stefnu en engu að síður segir Oddný að Alþingi þurfi að vanda vel til verka í málinu, þar sem háar fjárhæðir eru undir, um fimmtán milljarðar að mati ríkisstjórnarinnar. „Þetta fer ekkert smurt í gegn. Við þurfum að fá svör við mörgum spurningum. Það er sannarlega ábyrgðarhluti þegar við löggjafinn erum að ákveða að taka svona háa upphæð til að ábyrgjast fyrir félag á markaði. Það verður ekki hrist út úr erminu. Við þurfum öll, ekki bara stjórnarliðar, heldur líka stjórnarandstaðan að vera sannfærð um að þessi leið sé góð og ef að það þarf að gera á henni einhverjar bætur þá vinnum við þær saman í þinginu.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Icelandair Fréttir af flugi Tengdar fréttir Funda um ríkisábyrgð og Icelandair í Hörpu Frumvarp til fjáraukalaga verður rætt á Alþingi á föstudag en Alþingi kemur saman á ný á morgun vegna hins svokallaða „þingstubbs“ sem samið var um í vor. 26. ágúst 2020 14:53 Ríkið fær veð í vörumerki og lendingarheimildum Icelandair gangi félagið á ríkisábyrgðina Fari svo að Icelandair þurfi að ganga á lánalínuna sem íslenska ríkið hyggst ábyrgjast fyrir félagið er miðað við að ríkið fái veð í vörumerki Icelandair Group og Icelandair, vefslóð sömu félaga, bókunarkerfi Icelandair sem og lendingarheimildum í London og New York, ef unnt reynist að taka veð í lendingarheimildum. 25. ágúst 2020 19:14 Ríflega 28 þúsund beiðnir um endurgreiðslu enn á borði Icelandair Icelandair hefur þegar endurgreitt hátt í 107 þúsund bókanir frá öllum markaðssvæðum félagsins frá því að kórónuveirufaraldurinn skall á. Að baki hverri bókun og þar af leiðandi endurgreiðslubeiðnum getur verið fjöldi farþega. 25. ágúst 2020 16:45 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Fleiri fréttir Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Sjá meira
Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, telur að þingheimur þurfi að fá „svör við mörgum spurningum“ áður en hægt verði að samþykkja það að íslenska ríkið ábyrgist lánalínu til Icelandair. Formenn stjórnarandstöðuflokkanna, nefndarmenn fjárlaganefndar þingsins og fjármálaráðherra héldu síðdegis á fund til að ræða um efni frumvarps til fjáraukalaga, sem er heimild til handa ráðherra til að veita Icelandair Group sjálfskuldarábyrgð frá ríkissjóði á lánalínum vegna þess mikla tekjufalls sem fyrirtækið hefur orðið fyrir vegna heimsfaraldursins. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, hitti meðal annars fjárlaganefnd á fundinum, þar sem hann fór yfir stöðina frá sjónarhóli flugfélagsins. Alþingi þarf að samþykkja ríkisábyrgðina en það kemur saman á morgun á svokölluðum þingsstubbi, þar sem meðal annars þarf að taka afstöðu til ríkisábyrgðar á lánalínu ti Icelandair. Oddný sat fundinn í dag og ræddi stöðina í Reykjavík síðdegis í dag, en þar sagði hún að skynsamlegt væri af hálfu stjórnvalda að skoða stöðu Icelandair, þó að mörgum spurningum væri ósvarað af hálfu ríkistjórnarinnar vegna málsins. „Félagið er umfangsmikið í hagkerfinu. Það eru verðmæti í orðsporinu, í leiðakerfinu, í þekkingu og reynslu starfsmannanna. En við þurfum líka að meta það frá öllum hliðum hver áhættan er að koma með ríkisaðstoð inn í flugfélag sem er í miklum þrengingum. Það er heilmargt sem við þurfum að fara yfir. Við þurfum að rýna ársreikninga félagsins, skoða hverjir eru raunverulegir eigendur þess og meta þessa stöðu alla hvernig gæti með þessari ríkisaðstoð samkeppnishæfni flugfélagsins verið til framtíðar,“ sagði Oddný. Aðspurð hvort að sú leið sem ríkisstjórnin hafi valið að fara sé besta leiðin sagðist Oddný ekki vera með forsendur til þess að svara spurningunni, enda hafi stjórnarandstaðan aðeins fyrst nú í dag fengið kynningu á því hvernig málin standa. Skýra þurfi meðal annars hvaða skilyrði fylgi lánalínunni, svo dæmi séu tekin. „Við þurfum að fá skýr svör við þessu. Það er svo margt sem við þurfum að spyrja um inn í fjárlaganefnd og inn í þingsal,“ sagði Oddný, sem er þó á því að vert sé að að skoða hvernig ríkið geti aðstoðað Icelandair. „Þess vegna segi ég að það er sannarlega þess virði að skoða með hvaða hætti ríkið getur komið félaginu til aðstoðar. Þetta er lending og hugmynd sem að ríkisstjórnin og félagið hafa sæst á fara. Nú þurfum við að skoða hana,“ sagði Oddný. Ekki eru margir dagar til stefnu en engu að síður segir Oddný að Alþingi þurfi að vanda vel til verka í málinu, þar sem háar fjárhæðir eru undir, um fimmtán milljarðar að mati ríkisstjórnarinnar. „Þetta fer ekkert smurt í gegn. Við þurfum að fá svör við mörgum spurningum. Það er sannarlega ábyrgðarhluti þegar við löggjafinn erum að ákveða að taka svona háa upphæð til að ábyrgjast fyrir félag á markaði. Það verður ekki hrist út úr erminu. Við þurfum öll, ekki bara stjórnarliðar, heldur líka stjórnarandstaðan að vera sannfærð um að þessi leið sé góð og ef að það þarf að gera á henni einhverjar bætur þá vinnum við þær saman í þinginu.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Icelandair Fréttir af flugi Tengdar fréttir Funda um ríkisábyrgð og Icelandair í Hörpu Frumvarp til fjáraukalaga verður rætt á Alþingi á föstudag en Alþingi kemur saman á ný á morgun vegna hins svokallaða „þingstubbs“ sem samið var um í vor. 26. ágúst 2020 14:53 Ríkið fær veð í vörumerki og lendingarheimildum Icelandair gangi félagið á ríkisábyrgðina Fari svo að Icelandair þurfi að ganga á lánalínuna sem íslenska ríkið hyggst ábyrgjast fyrir félagið er miðað við að ríkið fái veð í vörumerki Icelandair Group og Icelandair, vefslóð sömu félaga, bókunarkerfi Icelandair sem og lendingarheimildum í London og New York, ef unnt reynist að taka veð í lendingarheimildum. 25. ágúst 2020 19:14 Ríflega 28 þúsund beiðnir um endurgreiðslu enn á borði Icelandair Icelandair hefur þegar endurgreitt hátt í 107 þúsund bókanir frá öllum markaðssvæðum félagsins frá því að kórónuveirufaraldurinn skall á. Að baki hverri bókun og þar af leiðandi endurgreiðslubeiðnum getur verið fjöldi farþega. 25. ágúst 2020 16:45 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Fleiri fréttir Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Sjá meira
Funda um ríkisábyrgð og Icelandair í Hörpu Frumvarp til fjáraukalaga verður rætt á Alþingi á föstudag en Alþingi kemur saman á ný á morgun vegna hins svokallaða „þingstubbs“ sem samið var um í vor. 26. ágúst 2020 14:53
Ríkið fær veð í vörumerki og lendingarheimildum Icelandair gangi félagið á ríkisábyrgðina Fari svo að Icelandair þurfi að ganga á lánalínuna sem íslenska ríkið hyggst ábyrgjast fyrir félagið er miðað við að ríkið fái veð í vörumerki Icelandair Group og Icelandair, vefslóð sömu félaga, bókunarkerfi Icelandair sem og lendingarheimildum í London og New York, ef unnt reynist að taka veð í lendingarheimildum. 25. ágúst 2020 19:14
Ríflega 28 þúsund beiðnir um endurgreiðslu enn á borði Icelandair Icelandair hefur þegar endurgreitt hátt í 107 þúsund bókanir frá öllum markaðssvæðum félagsins frá því að kórónuveirufaraldurinn skall á. Að baki hverri bókun og þar af leiðandi endurgreiðslubeiðnum getur verið fjöldi farþega. 25. ágúst 2020 16:45