Býst við bóluefni á Íslandi í janúar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. ágúst 2020 12:17 Björn Rúnar Lúðvíksson ræddi stöðu mála í hljóðveri Bylgjunnar á Suðurlandsbraut í morgun. Vísir/Gulli Helga Yfirlæknir ónæmisdeildar á Landspítalanum segist bjartsýnn á að bóluefni við kórónuveirunni verði aðgengilegt hér á landi um áramótin. Erlent lyfjafyrirtæki segist ætla að vera tilbúið með tvo milljarða bóluefnaskammta um áramótin. 400 milljón skammtar fari til Evrópu og brot af því til Íslands. Þetta kom fram í máli Björns Rúnars Lúðvíkssonar, yfirlæknis ónæmisfræðideildar á Landspítalanum og prófessor í ónæmisfæðum við læknadeild HÍ, sem var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segist eins og aðrir fylgjast spenntur með gangi mála í þróun bóluefnis og sé vongóður. „Það er ótrúlegt að við séum að ræða um bóluefni og bóluefni sem eru á lokastigum klínískra rannsókna. Það eru bara átta mánuðir síðan við uppgötvuðum að það var lítil veira af kórónutýpu tvö sem að olli sjúkdóminum. Það er ótrúlegur sigur fyrir læknavísindin og vísindi almennt að við skulum vera þarna,“ segir Björn Rúnar. Samkeppnisaðilar sameinast Í hans huga sé alveg ljóst hverju árangurinn sé að þakka. „Það grundvallast af því að aldrei fyrr hafa menn snúið jafnvel bökum saman í því að sigrast á þessum vágesti og óvini, og deilt upplýsingum, því það hefur ekki gerst oft áður. Að stórir og flottir vísindahópir, fyrirtæki og stofnanir út um allan heim deili upplýsingum. Það er grimm samkeppni í þessu eins og mörgu öðru í samfélaginu og lífinu. En þarna eru menn einhuga um það að sameinast og það er held ég lykillinn að þessum ótrúlega árangri.“ Sýnatökur hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinuVísir/Vilhelm Sænsk-breska lyfjafyrirtækið Astra Zeneca er langt komið með sitt bóluefni. Niðurstöður úr fyrstu tveimur fösum af þremur lágu fyrir í lok júlí og lofa góðu að sögn Björns Rúnars. Tíu þúsund manns þegar bólusett „Niðurstöðurnar sýndu að þeir einstaklingar sem voru bólusettir bara einu sinni að þeir fóru að framleiða það sem við köllum verndandi mótefni, hlutleysandi mótefni. Þeir núlluðu veiruna út að er virtist. Það kom sterkt svar í öðrum baráttujöxlum í ónæmiskerfinu sem eru miklir drápsgetuaðilar, heita T-frumur, og þær virtust líka vera komnar með virkni.“ Þetta segi okkur hins vegar ekki hvort lyfið verndi okkur raunverulega gegn sýkingunni. Björn Rúnar er yfirmaður ónæmisdeildar á LandspítalanumVísir/Vilhelm Sex bóluefni séu á lokastigum klínískra rannsókna. Um tíu þúsund manns í Suður-Ameríku og Bretlandi hafi verið bólusett. Nú verði að bíða og sjá. Fólkið sé úti í samfélaginu og svo verði viðbrögð þess borin saman við aðra. Til viðbótar séu um þrjátíu bóluefni skemmra á veg komin í fasarannsóknum. Almennt sé bjartsýni í vísindasamfélaginu mikil en um leið hvatt til varkárni. Tryggja þurfi í fyrsta lagi að lyfið sé öruggt. Í öðru lagi hvort lyfið minnki líkur á sýkingu og þá hvort fólk verði minna veikt hafi það verið bólusett. Eins og fólk þekki í tilfelli inflúensunnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Lyf Landspítalinn Bítið Bólusetningar Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira
Yfirlæknir ónæmisdeildar á Landspítalanum segist bjartsýnn á að bóluefni við kórónuveirunni verði aðgengilegt hér á landi um áramótin. Erlent lyfjafyrirtæki segist ætla að vera tilbúið með tvo milljarða bóluefnaskammta um áramótin. 400 milljón skammtar fari til Evrópu og brot af því til Íslands. Þetta kom fram í máli Björns Rúnars Lúðvíkssonar, yfirlæknis ónæmisfræðideildar á Landspítalanum og prófessor í ónæmisfæðum við læknadeild HÍ, sem var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segist eins og aðrir fylgjast spenntur með gangi mála í þróun bóluefnis og sé vongóður. „Það er ótrúlegt að við séum að ræða um bóluefni og bóluefni sem eru á lokastigum klínískra rannsókna. Það eru bara átta mánuðir síðan við uppgötvuðum að það var lítil veira af kórónutýpu tvö sem að olli sjúkdóminum. Það er ótrúlegur sigur fyrir læknavísindin og vísindi almennt að við skulum vera þarna,“ segir Björn Rúnar. Samkeppnisaðilar sameinast Í hans huga sé alveg ljóst hverju árangurinn sé að þakka. „Það grundvallast af því að aldrei fyrr hafa menn snúið jafnvel bökum saman í því að sigrast á þessum vágesti og óvini, og deilt upplýsingum, því það hefur ekki gerst oft áður. Að stórir og flottir vísindahópir, fyrirtæki og stofnanir út um allan heim deili upplýsingum. Það er grimm samkeppni í þessu eins og mörgu öðru í samfélaginu og lífinu. En þarna eru menn einhuga um það að sameinast og það er held ég lykillinn að þessum ótrúlega árangri.“ Sýnatökur hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinuVísir/Vilhelm Sænsk-breska lyfjafyrirtækið Astra Zeneca er langt komið með sitt bóluefni. Niðurstöður úr fyrstu tveimur fösum af þremur lágu fyrir í lok júlí og lofa góðu að sögn Björns Rúnars. Tíu þúsund manns þegar bólusett „Niðurstöðurnar sýndu að þeir einstaklingar sem voru bólusettir bara einu sinni að þeir fóru að framleiða það sem við köllum verndandi mótefni, hlutleysandi mótefni. Þeir núlluðu veiruna út að er virtist. Það kom sterkt svar í öðrum baráttujöxlum í ónæmiskerfinu sem eru miklir drápsgetuaðilar, heita T-frumur, og þær virtust líka vera komnar með virkni.“ Þetta segi okkur hins vegar ekki hvort lyfið verndi okkur raunverulega gegn sýkingunni. Björn Rúnar er yfirmaður ónæmisdeildar á LandspítalanumVísir/Vilhelm Sex bóluefni séu á lokastigum klínískra rannsókna. Um tíu þúsund manns í Suður-Ameríku og Bretlandi hafi verið bólusett. Nú verði að bíða og sjá. Fólkið sé úti í samfélaginu og svo verði viðbrögð þess borin saman við aðra. Til viðbótar séu um þrjátíu bóluefni skemmra á veg komin í fasarannsóknum. Almennt sé bjartsýni í vísindasamfélaginu mikil en um leið hvatt til varkárni. Tryggja þurfi í fyrsta lagi að lyfið sé öruggt. Í öðru lagi hvort lyfið minnki líkur á sýkingu og þá hvort fólk verði minna veikt hafi það verið bólusett. Eins og fólk þekki í tilfelli inflúensunnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Lyf Landspítalinn Bítið Bólusetningar Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira