Íslandsmetaárið mikla hjá Hilmari og Vigdísi varð enn glæsilegra í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. ágúst 2020 15:30 Vigdís Jónsdóttir og Hilmar Örn Jónsson hafa sett samtals átta Íslandsmet í sleggjukasti á árinu 2020. Mynd/FRÍ FH-ingarnir og sleggjukastararnir Hilmar Örn Jónsson og Vigdís Jónsdóttir héldu áfram að bæta Íslandsmet sín í gær. Þau Hilmar Örn Jónsson og Vigdís Jónsdóttir settu þá bæði Íslandsmet í sleggjukasti á Origo móti FH í Kaplakrika. Saman hafa þau núna sett saman átta Íslandsmet í sinni grein á árinu 2020. Hilmar Örn Jónsson kastaði 75,90 sentimetra í sínu öðru kasti á Origo móti FH og bætti fimm daga gamalt Íslandsmet sitt um átta sentimetra. Í sínu fimmta kasti flaug sleggjan svo 77,10 metra sem er tíundi besti árangurinn í heiminum í ár en það þýddi um leið að hann bætti glænýtt Íslandsmet sitt um meira en einn metra. Hilmar er þar með farinn að nálgast Ólympíulágmarkið sem er 77,50 metrar. Íslandsmet hans í byrjun þessa árs var 75,26 metrar en er nú næstum því tveimur metrum lengra. 1,84 metra bæting á einu sumri í þremur Íslandsmetum. FH-ingarnir og sleggjukastararnir Hilmar Örn Jónsson og Vigdís Jónsdóttir bættu bæði eigin Íslandsmet í sleggjukasti á Origo móti FH í Kaplakrika í dag. ...Posted by Frjálsíþróttasamband Íslands on Fimmtudagur, 27. ágúst 2020 Tímabilið til þess að ná lágmarki opnar 1. desember á þessu ári og er opið til 29. júní 2021 en þetta kemur fram á heimasíðu Frjálsíþróttasambandsins. Aðeins er gert ráð fyrir því að þeir allra bestu komist inn á lágmarki og svo er fyllt upp í 32 keppendur út frá stöðu á heimslista. Hilmar Örn sló Íslandsmetið í sleggjukasti í fyrsta sinn 27. apríl 2019 þegar hann tók metið af Bergi Inga Péturssyni sem hafði átt það í næstum því fjórtán ár. Vigdís Jónsdóttir kastaði lengst 63,44 metra sem er 74 sentimetrum lengra en fyrra Íslandsmet hennar. Vigdís var að bæta met sitt í fimmta sinn í sumar og fjórtánda skiptið frá upphafi. Íslandsmetið í sleggjukasti í byrjun ársins var kast Elísabetar Rutar Rúnarsdóttur upp á 62,16 metra. Elísabet Rut hafði tekið metið af Vigdísi í fyrr en Vigdís mætti til leiks í ár staðráðin í að ná metinu aftur. Það gerði hún og gott betur en með Íslandsmetum hefur hún lengt Íslandsmetið um 1,28 metra á árinu sem er mikil bæting. Vigdís Jónsdóttir eignaðist Íslandsmetið í sleggjukasti fyrst árið 2014 og átti það til 2019 þegar Elísabet Rut bætti það. Frjálsar íþróttir Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Sigursæl boðhlaupssveit Bandaríkjanna óvænt úr leik Madríd með fullt hús stiga á toppnum Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Liverpool með fullt hús stiga Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sjá meira
FH-ingarnir og sleggjukastararnir Hilmar Örn Jónsson og Vigdís Jónsdóttir héldu áfram að bæta Íslandsmet sín í gær. Þau Hilmar Örn Jónsson og Vigdís Jónsdóttir settu þá bæði Íslandsmet í sleggjukasti á Origo móti FH í Kaplakrika. Saman hafa þau núna sett saman átta Íslandsmet í sinni grein á árinu 2020. Hilmar Örn Jónsson kastaði 75,90 sentimetra í sínu öðru kasti á Origo móti FH og bætti fimm daga gamalt Íslandsmet sitt um átta sentimetra. Í sínu fimmta kasti flaug sleggjan svo 77,10 metra sem er tíundi besti árangurinn í heiminum í ár en það þýddi um leið að hann bætti glænýtt Íslandsmet sitt um meira en einn metra. Hilmar er þar með farinn að nálgast Ólympíulágmarkið sem er 77,50 metrar. Íslandsmet hans í byrjun þessa árs var 75,26 metrar en er nú næstum því tveimur metrum lengra. 1,84 metra bæting á einu sumri í þremur Íslandsmetum. FH-ingarnir og sleggjukastararnir Hilmar Örn Jónsson og Vigdís Jónsdóttir bættu bæði eigin Íslandsmet í sleggjukasti á Origo móti FH í Kaplakrika í dag. ...Posted by Frjálsíþróttasamband Íslands on Fimmtudagur, 27. ágúst 2020 Tímabilið til þess að ná lágmarki opnar 1. desember á þessu ári og er opið til 29. júní 2021 en þetta kemur fram á heimasíðu Frjálsíþróttasambandsins. Aðeins er gert ráð fyrir því að þeir allra bestu komist inn á lágmarki og svo er fyllt upp í 32 keppendur út frá stöðu á heimslista. Hilmar Örn sló Íslandsmetið í sleggjukasti í fyrsta sinn 27. apríl 2019 þegar hann tók metið af Bergi Inga Péturssyni sem hafði átt það í næstum því fjórtán ár. Vigdís Jónsdóttir kastaði lengst 63,44 metra sem er 74 sentimetrum lengra en fyrra Íslandsmet hennar. Vigdís var að bæta met sitt í fimmta sinn í sumar og fjórtánda skiptið frá upphafi. Íslandsmetið í sleggjukasti í byrjun ársins var kast Elísabetar Rutar Rúnarsdóttur upp á 62,16 metra. Elísabet Rut hafði tekið metið af Vigdísi í fyrr en Vigdís mætti til leiks í ár staðráðin í að ná metinu aftur. Það gerði hún og gott betur en með Íslandsmetum hefur hún lengt Íslandsmetið um 1,28 metra á árinu sem er mikil bæting. Vigdís Jónsdóttir eignaðist Íslandsmetið í sleggjukasti fyrst árið 2014 og átti það til 2019 þegar Elísabet Rut bætti það.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Sigursæl boðhlaupssveit Bandaríkjanna óvænt úr leik Madríd með fullt hús stiga á toppnum Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Liverpool með fullt hús stiga Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn