Eykt með lægsta tilboð í uppsteypu nýs þjóðarsjúkrahúss Sylvía Hall skrifar 28. ágúst 2020 13:54 Stefnt er að því að uppsteypun hefjist í nóvember. Aðsend Verktakafyrirtækið Eykt átti lægsta tilboðið í uppsteypu á nýju þjóðarsjúkrahúsi við Hringbraut, en verkið var boðið út fyrr á þessu ári. Alls höfðu fimm fyrirtæki verið metin hæf til að bjóða í framkvæmdina en fjögur tilboð bárust. Stefnt er að því að spítalinn verði tekinn í notkun árið 2026. Fyrirtækin sem höfðu verið metin hæf voru Eykt, Íslenskir aðalverktakar, Ístak, Rizzandi De Eccher/Þingvangur og ÞG verktakar. ÞG verktakar skiluðu ekki inn tilboði. Kostnaðaráætlun verksins var metin rúmlega 10,5 milljarðar en lægsta tilboðið hljóðaði upp á 8.687.513.317 krónur, sem nemur um 82,67 prósentum af áætluðum kostnaði. Næst lægsta tilboðið kom frá Rizzani De Eccher/Þingvangi og hljóðaði það upp á 8,7 milljarða. Eitt tilboð var yfir kostnaðaráætlun frá Íslenskum aðalverktökum. Tilboð bárust frá eftirtöldum fyrirtækjum: Eykt 8.687.513.317 kr. (82,67%) Íslenskir aðalverktakar 12.391.331.160 kr. (117,92%) Ístak 10.372.866.483 kr. (98,71%) Rizzani De Eccher S.P.A. og Þingvangur. 8.728.083.840 kr. (83,06%) Áætlað er að húsið verði um 70 þúsund fermetrar. Aðsend 70 þúsund fermetrar Stefnt er að því að uppsteypun hefjist á þessu ári en haft er eftir Gunnari Svavarssyni framkvæmdastjóra NLSH ofh. í tilkynningu að þetta sé stærsti áfangi verkefnisins til þessa. Jarðvegsframkvæmdir hafi gengið vel en nú hefjist nýr kafli. „Áætlanir okkar eru þær að uppsteypan geti hafist þegar í nóvember þegar búið verður að ganga frá samningum um framkvæmdina. Framkvæmdatími verksins er um þrjú ár. Þessu verki hefur fylgt jákvæður hugur og við vonumst eftir þvi að þessi stóra framkvæmd muni ganga vel og stefnt er að að nýr spítali verði tekinn í notkun 2026,“ segir Gunnar, en áætlað er að húsið verði um 70 þúsund fermetrar. Meðferðarkjarninn mun vera stærsta byggingin í Hringbrautarverkefninu, en þar mun þungamiðja starfsemi Landspítalans verða. Kröfurnar sem gerðar hafa verið um aðbúnað í meðferðarkjarnanum séu sambærilegar þeim sem gerðar eru í nýjum háskólasjúkrahúsum í nágrannalöndum okkar. Starfsmenn Landspítalans koma að hönnunarferli hússins en aðalhönnuðir eru Corpus hópurinn. Tvö opin útboð eru nú í auglýsingu hjá Ríkiskaupum og eru bæði vegna vinnubúðasvæðisins. Annað snýst um jarðvinnu og veitnagerð á svæðinu og hitt um vinnubúðirnar sjálfar og kaup á gámum. Tilboðsfrestur er til 3. september næstkomandi. Skipulag Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Verktakafyrirtækið Eykt átti lægsta tilboðið í uppsteypu á nýju þjóðarsjúkrahúsi við Hringbraut, en verkið var boðið út fyrr á þessu ári. Alls höfðu fimm fyrirtæki verið metin hæf til að bjóða í framkvæmdina en fjögur tilboð bárust. Stefnt er að því að spítalinn verði tekinn í notkun árið 2026. Fyrirtækin sem höfðu verið metin hæf voru Eykt, Íslenskir aðalverktakar, Ístak, Rizzandi De Eccher/Þingvangur og ÞG verktakar. ÞG verktakar skiluðu ekki inn tilboði. Kostnaðaráætlun verksins var metin rúmlega 10,5 milljarðar en lægsta tilboðið hljóðaði upp á 8.687.513.317 krónur, sem nemur um 82,67 prósentum af áætluðum kostnaði. Næst lægsta tilboðið kom frá Rizzani De Eccher/Þingvangi og hljóðaði það upp á 8,7 milljarða. Eitt tilboð var yfir kostnaðaráætlun frá Íslenskum aðalverktökum. Tilboð bárust frá eftirtöldum fyrirtækjum: Eykt 8.687.513.317 kr. (82,67%) Íslenskir aðalverktakar 12.391.331.160 kr. (117,92%) Ístak 10.372.866.483 kr. (98,71%) Rizzani De Eccher S.P.A. og Þingvangur. 8.728.083.840 kr. (83,06%) Áætlað er að húsið verði um 70 þúsund fermetrar. Aðsend 70 þúsund fermetrar Stefnt er að því að uppsteypun hefjist á þessu ári en haft er eftir Gunnari Svavarssyni framkvæmdastjóra NLSH ofh. í tilkynningu að þetta sé stærsti áfangi verkefnisins til þessa. Jarðvegsframkvæmdir hafi gengið vel en nú hefjist nýr kafli. „Áætlanir okkar eru þær að uppsteypan geti hafist þegar í nóvember þegar búið verður að ganga frá samningum um framkvæmdina. Framkvæmdatími verksins er um þrjú ár. Þessu verki hefur fylgt jákvæður hugur og við vonumst eftir þvi að þessi stóra framkvæmd muni ganga vel og stefnt er að að nýr spítali verði tekinn í notkun 2026,“ segir Gunnar, en áætlað er að húsið verði um 70 þúsund fermetrar. Meðferðarkjarninn mun vera stærsta byggingin í Hringbrautarverkefninu, en þar mun þungamiðja starfsemi Landspítalans verða. Kröfurnar sem gerðar hafa verið um aðbúnað í meðferðarkjarnanum séu sambærilegar þeim sem gerðar eru í nýjum háskólasjúkrahúsum í nágrannalöndum okkar. Starfsmenn Landspítalans koma að hönnunarferli hússins en aðalhönnuðir eru Corpus hópurinn. Tvö opin útboð eru nú í auglýsingu hjá Ríkiskaupum og eru bæði vegna vinnubúðasvæðisins. Annað snýst um jarðvinnu og veitnagerð á svæðinu og hitt um vinnubúðirnar sjálfar og kaup á gámum. Tilboðsfrestur er til 3. september næstkomandi.
Skipulag Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira