Lára skilur eftir sig skemmdir og sex dauðsföll Samúel Karl Ólason skrifar 28. ágúst 2020 14:35 AP/David J. Phillip Leifar fellibylsins Láru eru nú á leið austur yfir Bandaríkin. Fellibylurinn skilur eftir sig gífurlegar skemmdir í Louisiana eftir að hann náði langt inn á landi með tilheyrandi vindi, rigningu, sjávarflóðum og jafnvel hvirfilbyljum. Lára var einn af öflugri fellibyljum sem hefur náð landi í Bandaríkjunum, með allt að 67 m/s meðalvind og hafa sex dauðsföll verið rakin til óveðursins. Með ströndinni fóru heilu bæjirnir á kaf og eru ónýtir. AP fréttaveitan segir rúmlega 750 þúsund heimili og fyrirtæki án rafmagns í Louisiana, Texas og Arkansas. Þrátt fyrir það er útlit fyrir að skemmdirnar séu ekki jafn miklar og sérfræðingar höfðu óttast. Spár höfðu gert ráð fyrir að sjávarstaða gæti hækkað um allt að sex metra. Hún virðist þó ekki hafa hækkað nema fjóra. AP/Bill Feig „Það er ljóst að við urðum ekki fyrir þeim hörmulega skaða sem útlit var fyrir. En við urðum fyrir gífurlegum skaða,“ sagði John Bel Edwards, ríkisstjóri Louisiana. Hann segir allt kapp nú lagt í að klára björgunarstörf og finna verustað fyrir þá fjölmörgu sem geta ekki haldið til á heimilum sínum vegna skemmda og flóða. Embættismenn á svæðinu hafa forðast það að opna hefðbundnar fjöldahjálparstöðvar vegna faraldurs Covid-19 og hafa þess í stað hótel og mótel eins mikið og auðið er. Minnst fjórir hinna látnu urðu urðu undir trjám. Þeirra á meðal eru 14 ára stúlka og 68 ára gamall maður. 24 ára maður dó úr kolsýrlingseitrun vegna ljósavélar sem hann keyrði á heimili sínu og einn drukknaði þegar bátur hans sökk í óveðrinu. Hér að neðan má sjá myndefni frá AP fréttaveitunni. Meðal annars er rætt við konu sem lýsir því hvernig hún hélt til í skáp á heimili hennar á meðan fellibylurinn fór yfir. Bandaríkin Veður Tengdar fréttir „Það er eins og eitt þúsund skýstrókar hafi farið hér í gegn“ Minnst sex eru látnir og gríðarlegt eignatjón hefir orðið í Louisiana-ríki Bandaríkjanna eftir að fellibylurinn Lára, einn sá kraftmesti sem skollið hefur á ströndum Bandaríkjanna, reið þar yfir. Ríkisstjórinn segir eyðilegginguna mikla, en þó minni en talið var líklegt að gæti orðið. 27. ágúst 2020 23:30 Fjórtán ára stúlka dó er tré féll á hana Fellibylurinn Lára hefur valdið minnst einu dauðsfalli og miklum skemmdum eftir að hann náði landi í Louisiana í Bandaríkjunum. Lára var fjórða stigs fellibylur þegar hann náði landi en hefur nú verið lækkaður niður í fyrstastigs fellibyl. 27. ágúst 2020 14:39 Lára gengin á land í Louisiana Fellibylurinn Lára hefur nú náð landi í Louisiana og Texas í Bandaríkjunum og er byrjaður að valda miklum skyndiflóðum. 27. ágúst 2020 07:31 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Sjá meira
Leifar fellibylsins Láru eru nú á leið austur yfir Bandaríkin. Fellibylurinn skilur eftir sig gífurlegar skemmdir í Louisiana eftir að hann náði langt inn á landi með tilheyrandi vindi, rigningu, sjávarflóðum og jafnvel hvirfilbyljum. Lára var einn af öflugri fellibyljum sem hefur náð landi í Bandaríkjunum, með allt að 67 m/s meðalvind og hafa sex dauðsföll verið rakin til óveðursins. Með ströndinni fóru heilu bæjirnir á kaf og eru ónýtir. AP fréttaveitan segir rúmlega 750 þúsund heimili og fyrirtæki án rafmagns í Louisiana, Texas og Arkansas. Þrátt fyrir það er útlit fyrir að skemmdirnar séu ekki jafn miklar og sérfræðingar höfðu óttast. Spár höfðu gert ráð fyrir að sjávarstaða gæti hækkað um allt að sex metra. Hún virðist þó ekki hafa hækkað nema fjóra. AP/Bill Feig „Það er ljóst að við urðum ekki fyrir þeim hörmulega skaða sem útlit var fyrir. En við urðum fyrir gífurlegum skaða,“ sagði John Bel Edwards, ríkisstjóri Louisiana. Hann segir allt kapp nú lagt í að klára björgunarstörf og finna verustað fyrir þá fjölmörgu sem geta ekki haldið til á heimilum sínum vegna skemmda og flóða. Embættismenn á svæðinu hafa forðast það að opna hefðbundnar fjöldahjálparstöðvar vegna faraldurs Covid-19 og hafa þess í stað hótel og mótel eins mikið og auðið er. Minnst fjórir hinna látnu urðu urðu undir trjám. Þeirra á meðal eru 14 ára stúlka og 68 ára gamall maður. 24 ára maður dó úr kolsýrlingseitrun vegna ljósavélar sem hann keyrði á heimili sínu og einn drukknaði þegar bátur hans sökk í óveðrinu. Hér að neðan má sjá myndefni frá AP fréttaveitunni. Meðal annars er rætt við konu sem lýsir því hvernig hún hélt til í skáp á heimili hennar á meðan fellibylurinn fór yfir.
Bandaríkin Veður Tengdar fréttir „Það er eins og eitt þúsund skýstrókar hafi farið hér í gegn“ Minnst sex eru látnir og gríðarlegt eignatjón hefir orðið í Louisiana-ríki Bandaríkjanna eftir að fellibylurinn Lára, einn sá kraftmesti sem skollið hefur á ströndum Bandaríkjanna, reið þar yfir. Ríkisstjórinn segir eyðilegginguna mikla, en þó minni en talið var líklegt að gæti orðið. 27. ágúst 2020 23:30 Fjórtán ára stúlka dó er tré féll á hana Fellibylurinn Lára hefur valdið minnst einu dauðsfalli og miklum skemmdum eftir að hann náði landi í Louisiana í Bandaríkjunum. Lára var fjórða stigs fellibylur þegar hann náði landi en hefur nú verið lækkaður niður í fyrstastigs fellibyl. 27. ágúst 2020 14:39 Lára gengin á land í Louisiana Fellibylurinn Lára hefur nú náð landi í Louisiana og Texas í Bandaríkjunum og er byrjaður að valda miklum skyndiflóðum. 27. ágúst 2020 07:31 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Sjá meira
„Það er eins og eitt þúsund skýstrókar hafi farið hér í gegn“ Minnst sex eru látnir og gríðarlegt eignatjón hefir orðið í Louisiana-ríki Bandaríkjanna eftir að fellibylurinn Lára, einn sá kraftmesti sem skollið hefur á ströndum Bandaríkjanna, reið þar yfir. Ríkisstjórinn segir eyðilegginguna mikla, en þó minni en talið var líklegt að gæti orðið. 27. ágúst 2020 23:30
Fjórtán ára stúlka dó er tré féll á hana Fellibylurinn Lára hefur valdið minnst einu dauðsfalli og miklum skemmdum eftir að hann náði landi í Louisiana í Bandaríkjunum. Lára var fjórða stigs fellibylur þegar hann náði landi en hefur nú verið lækkaður niður í fyrstastigs fellibyl. 27. ágúst 2020 14:39
Lára gengin á land í Louisiana Fellibylurinn Lára hefur nú náð landi í Louisiana og Texas í Bandaríkjunum og er byrjaður að valda miklum skyndiflóðum. 27. ágúst 2020 07:31