Orðinn Þórsari eftir sáttafund með KA Sindri Sverrisson skrifar 2. september 2020 09:00 Jovan Kukobat hefur leikið með KA síðustu ár en var leikmaður sameinaðs liðs KA og Þórs, Akureyrar, á árunum 2012-2014. VÍSIR/BÁRA Handboltamarkvörðurinn Jovan Kukobat er kominn með félagaskipti á milli erkifjendanna í KA og Þór eftir nokkra bið vegna deilu hans við KA um launamál. Þórsarar sendu inn beiðni til HSÍ um félagaskipti um miðjan ágúst en KA-menn vildu ekki kvitta undir þau fyrr en allt væri frágengið varðandi hans mál hjá félaginu. Eftir sáttafund með Jovan í fyrradag staðfesti KA hins vegar félagaskiptin og markvörðurinn er því klár í slaginn með Þór í Olís-deildinni sem hefst 10. september. „Við fengum það beint í eyrað frá okkar manni að þeir ætluðu ekkert að skrifa undir fyrr en að hann væri búinn að skrifa undir plagg um að hann afneitaði sér launum sem þeir skulduðu honum. Það er náttúrulega ólöglegt,“ sagði Magnús Eggertsson, formaður handknattleiksdeildar Þórs við Vísi í gær, um sama leyti og KA sendi HSÍ undirritaða félagaskiptapappíra. Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, staðfesti að þeir hefðu borist. Samkvæmt upplýsingum Vísis snerist deilan að einhverju leyti um túlkun á samningi hvað varðar það hvort að endurgreiðslur frá skatti flokkuðust sem hluti af launum Jovans eða ekki. Siguróli Magnússon, íþróttafulltrúi KA, sagði málið leyst og vildi ekki tjá sig um það frekar. Jovan er 33 ára gamall Serbi sem fyrst kom til Íslands árið 2012 og varði mark sameinaðs liðs KA og Þórs, Akureyrar, á árunum 2012-2014. Hann sneri aftur til Íslands árið 2017 og hefur leikið með KA síðustu þrjár leiktíðir. Olís-deild karla KA Þór Akureyri Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Fleiri fréttir „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Sjá meira
Handboltamarkvörðurinn Jovan Kukobat er kominn með félagaskipti á milli erkifjendanna í KA og Þór eftir nokkra bið vegna deilu hans við KA um launamál. Þórsarar sendu inn beiðni til HSÍ um félagaskipti um miðjan ágúst en KA-menn vildu ekki kvitta undir þau fyrr en allt væri frágengið varðandi hans mál hjá félaginu. Eftir sáttafund með Jovan í fyrradag staðfesti KA hins vegar félagaskiptin og markvörðurinn er því klár í slaginn með Þór í Olís-deildinni sem hefst 10. september. „Við fengum það beint í eyrað frá okkar manni að þeir ætluðu ekkert að skrifa undir fyrr en að hann væri búinn að skrifa undir plagg um að hann afneitaði sér launum sem þeir skulduðu honum. Það er náttúrulega ólöglegt,“ sagði Magnús Eggertsson, formaður handknattleiksdeildar Þórs við Vísi í gær, um sama leyti og KA sendi HSÍ undirritaða félagaskiptapappíra. Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, staðfesti að þeir hefðu borist. Samkvæmt upplýsingum Vísis snerist deilan að einhverju leyti um túlkun á samningi hvað varðar það hvort að endurgreiðslur frá skatti flokkuðust sem hluti af launum Jovans eða ekki. Siguróli Magnússon, íþróttafulltrúi KA, sagði málið leyst og vildi ekki tjá sig um það frekar. Jovan er 33 ára gamall Serbi sem fyrst kom til Íslands árið 2012 og varði mark sameinaðs liðs KA og Þórs, Akureyrar, á árunum 2012-2014. Hann sneri aftur til Íslands árið 2017 og hefur leikið með KA síðustu þrjár leiktíðir.
Olís-deild karla KA Þór Akureyri Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Fleiri fréttir „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita