Alræmdur „félagi Duch“ látinn Atli Ísleifsson og Kjartan Kjartansson skrifa 2. september 2020 07:14 Duch var fangelsisstjóri í hinu alræmda Tuol Sleng fangelsi. AP Einn af æðstu yfirmönnum ógnarstjórnar rauðu kmeranna í Kambódíu sem ríkti á áttunda áratug síðustu aldar er látinn. Hann varð 77 ára. Félagi Duch, eins og hann var alltaf kallaður, lést í fangelsi í höfuðborginni Phnom Penh þar sem hann afplánaði lífstíðardóm eftir að hafa verið sakfelldur fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu fyrir sérstökum dómstól sem Sameinuðu þjóðirnar áttu þátt í að koma á fót árið 2012. Maðurinn hét Kaing Guek Eav réttu nafni og var fangelsisstjóri í Tuol Sleng fangelsinu þar sem þúsundir voru myrt eða pyntuð á valdatíma kmeranna, frá árinu 1975 til 1979. Áætlað er að stjórn þeirra hafi myrt um 1,7 milljónir manna, um fjórðung landsmanna á þeim tíma. Rauðu kmerarnir aðhylltust afbrigði af kommúnisma og stjórnuðu Kambódíu með harðri hendi frá 1975 til 1979. Þeir frömdu þjóðarmorð á landsmönnum með aftökum, hungursneyð og skorti á heilbrigðisþjónustu sem var liður í ofsafenginni hugmyndafræði þeirra um að umbreyta Kambódíu í landbúnaðarsamfélag, tæma borgirnar og neyða landsmenn til að yrkja landið. Myrtu börn fanga svo þau gætu ekki hefnt foreldra sinna Leynifangelsið sem Duch stýrði gekk undir dulnefninu S-21. Þangað sendu rauðu kmerarnir karla, konur og börn sem þeir töldu óvini ríkisins eða óhlýðnuðust skipunum. Fáir fanganna lifðu vistina af. Við réttarhöldin viðurkenndi Duch sjálfur að „allir þeir sem voru handteknir og sendir í S-21 voru þegar taldir af“. Lýsti Duch í smáatriðum hvernig fangar voru pyntaðir í fangelsinu við réttarhöldin yfir honum. Hann var einn fárra fyrrverandi kmera sem gengust að hluta til við gjörðum sínum. Pyntingarmeistarar fangelsisins börðu og hýddu fangana, rifu af þeim táneglur, gáfu þeim rafstuð og beittu vatnspyntingum. Fangaverðirnir í S-21 urðu einnig fórnarlömb ógnarstjórnarinnar. Þeir voru drepnir fyrir minnstu mistök samkvæmt vitnisburði fangelsisstjórans. Duch neitaði ásökunum um að hann hefði persónulega tekið þátt í pyntingum eða aftökum. Dómarar í máli hans sögðu hann þó hafa persónulega samþykkt allar aftökur sem fóru fram og hann hafi oft verið viðstaddur pyntingar eða jafnvel tekið þátt í þeim. Hann lýsti sig aftur á móti ábyrgan á morðum á börnum fanga sem voru myrt til að tryggja að þau myndu ekki hefna foreldra sinna síðar meir. Móðir og dóttir virða fyrir sér myndir af föngum í alræmda leynifangelsinu S-21. Fangelsið er nú safn um þjóðarmorð rauðu kmeranna.AP/Heng Sinith Pyntingarnar og morðin í S-21 voru vanalega tekin upp og ljósmynduð. Þúsundir gagna og filmna voru notuð sem sönnunargögn um ódæði rauðu kmeranna síðar meir. Duch var handtekinn árið 1999, um tveimur áratugum eftir að hann flúði til norðvesturhluta Kambódíu. Youk Chhang, forstöðumaður Skjalasafns Kambódíu, sem hefur safnað saman gögnum um voðaverk rauðu kmeranna, sagði við AP-fréttastofuna að dauði Duch væri áminning um að minnast fórnarlambanna og að erfitt væri fyrir réttlætið að ná fram að ganga í Kambódíu. Pol Pot, leiðtogi rauðu kmeranna, lést í haldi fyrrum félaga sinna árið 1998. Þá voru þeir orðnir vanmáttugur skæraliðahópur í frumskógi Kambódíu. Fréttin var uppfærð. Kambódía Andlát Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Sjá meira
Einn af æðstu yfirmönnum ógnarstjórnar rauðu kmeranna í Kambódíu sem ríkti á áttunda áratug síðustu aldar er látinn. Hann varð 77 ára. Félagi Duch, eins og hann var alltaf kallaður, lést í fangelsi í höfuðborginni Phnom Penh þar sem hann afplánaði lífstíðardóm eftir að hafa verið sakfelldur fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu fyrir sérstökum dómstól sem Sameinuðu þjóðirnar áttu þátt í að koma á fót árið 2012. Maðurinn hét Kaing Guek Eav réttu nafni og var fangelsisstjóri í Tuol Sleng fangelsinu þar sem þúsundir voru myrt eða pyntuð á valdatíma kmeranna, frá árinu 1975 til 1979. Áætlað er að stjórn þeirra hafi myrt um 1,7 milljónir manna, um fjórðung landsmanna á þeim tíma. Rauðu kmerarnir aðhylltust afbrigði af kommúnisma og stjórnuðu Kambódíu með harðri hendi frá 1975 til 1979. Þeir frömdu þjóðarmorð á landsmönnum með aftökum, hungursneyð og skorti á heilbrigðisþjónustu sem var liður í ofsafenginni hugmyndafræði þeirra um að umbreyta Kambódíu í landbúnaðarsamfélag, tæma borgirnar og neyða landsmenn til að yrkja landið. Myrtu börn fanga svo þau gætu ekki hefnt foreldra sinna Leynifangelsið sem Duch stýrði gekk undir dulnefninu S-21. Þangað sendu rauðu kmerarnir karla, konur og börn sem þeir töldu óvini ríkisins eða óhlýðnuðust skipunum. Fáir fanganna lifðu vistina af. Við réttarhöldin viðurkenndi Duch sjálfur að „allir þeir sem voru handteknir og sendir í S-21 voru þegar taldir af“. Lýsti Duch í smáatriðum hvernig fangar voru pyntaðir í fangelsinu við réttarhöldin yfir honum. Hann var einn fárra fyrrverandi kmera sem gengust að hluta til við gjörðum sínum. Pyntingarmeistarar fangelsisins börðu og hýddu fangana, rifu af þeim táneglur, gáfu þeim rafstuð og beittu vatnspyntingum. Fangaverðirnir í S-21 urðu einnig fórnarlömb ógnarstjórnarinnar. Þeir voru drepnir fyrir minnstu mistök samkvæmt vitnisburði fangelsisstjórans. Duch neitaði ásökunum um að hann hefði persónulega tekið þátt í pyntingum eða aftökum. Dómarar í máli hans sögðu hann þó hafa persónulega samþykkt allar aftökur sem fóru fram og hann hafi oft verið viðstaddur pyntingar eða jafnvel tekið þátt í þeim. Hann lýsti sig aftur á móti ábyrgan á morðum á börnum fanga sem voru myrt til að tryggja að þau myndu ekki hefna foreldra sinna síðar meir. Móðir og dóttir virða fyrir sér myndir af föngum í alræmda leynifangelsinu S-21. Fangelsið er nú safn um þjóðarmorð rauðu kmeranna.AP/Heng Sinith Pyntingarnar og morðin í S-21 voru vanalega tekin upp og ljósmynduð. Þúsundir gagna og filmna voru notuð sem sönnunargögn um ódæði rauðu kmeranna síðar meir. Duch var handtekinn árið 1999, um tveimur áratugum eftir að hann flúði til norðvesturhluta Kambódíu. Youk Chhang, forstöðumaður Skjalasafns Kambódíu, sem hefur safnað saman gögnum um voðaverk rauðu kmeranna, sagði við AP-fréttastofuna að dauði Duch væri áminning um að minnast fórnarlambanna og að erfitt væri fyrir réttlætið að ná fram að ganga í Kambódíu. Pol Pot, leiðtogi rauðu kmeranna, lést í haldi fyrrum félaga sinna árið 1998. Þá voru þeir orðnir vanmáttugur skæraliðahópur í frumskógi Kambódíu. Fréttin var uppfærð.
Kambódía Andlát Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Sjá meira