Innantóm loforð Birta Karen Tryggvadóttir skrifar 3. september 2020 07:31 „Borgin skal rekin með ábyrgum og sjálfbærum hætti. Skuldir skulu greiddar niður meðan efnahagsástandið er gott” Svona hljóðar byrjunin á sjötta kafla meirihlutasáttmála borgarstjórnar sem ber heitið Fjármál og rekstur. Borgarstjórn varpar því fram að rekstrarstaða borgarinnar sé traust og góð. Við ígrundun á ársreikningi borgarinnar og atferli meirihlutans á kjörtímabilinu kemur þó annað í ljós. Skattfé almennings leikvöllur fyrir borgarstjórn Núverandi meirihluti tók við á hápunkti tekjugóðæris – tíma sem hefði verið tilvalinn til að greiða niður skuldir og búa í haginn fyrir mögulegar niðursveiflur – eins og kveður á um í sáttmálanum. Aðgerðir borgarstjórnar gengu þvert á þann hluta undirritaðs sáttmála og stækkaði skuldabákn borgarinnar um rúmlega 25 milljarða árið 2018 og 21 milljarð á síðasta ári Núverandi borgarstjórn hélt partýinu gangandi og tók upp þráðinn þar sem fyrrverandi borgarstjórn skildi hann eftir – enda að mörgu leyti sömu flokkar sem að sitja við stjórnvölinn. Hvor tveggja nýttu skattfé borgarbúa í alls konar gæluverkefni á borð við Braggann og mathöllina við Hlemm, sem fóru samtals 458 milljónir umfram kostnaðaráætlun á kostnað grunnþjónustu. Skólar borgarinnar eru verulega fjársvelta og sumir hverjir þarfnast verulegs viðhalds. Hér hefðu borgaryfirvöld getað nýtt skattfé borgarbúa töluvert betur. Partýið búið Ummerki efnahagslægðar tóku að gera vart við sig í upphafi síðasta árs, það óraði þó engan fyrir að hún yrði eins djúp og raun ber vitni. Nú er ljóst að hagkerfið er í niðursveiflu og botninum hefur ekki enn verið náð. Langflestir virðast vera búnir að átta sig á því að partýið er löngu búið en borgarstjórn þrjóskast við. Ríkissjóður hefur haldið vel á spilunum og séð til þess að rými til frekari skuldsetningar sé til staðar. Það sama getur hins vegar ekki verið sagt um Reykjavíkurborg. Í vor óskaði borgin, ásamt öðrum sveitarfélögum, eftir 50 milljarða króna óendurkræfum fjárstuðningi frá ríkinu vegna efnahagslegra áhrifa veirunnar skæðu. Þar að auki var óskað eftir jafnháu láni frá Seðlabankamum á hagkvæmustu kjörum sem völ er á með fimm til sjö afborgunarlausum árum í upphafi lánstímans. Einnig er gert ráð fyrir að þörf verði á viðbótarframlögum fyrir árið 2021. Í umsókn borgarstjórnar til Alþingis var látið í ljós að án stuðnings frá ríkinu stefndi í algjörlega ósjálfbæran rekstur til margra ára og að án hans gæti borgin ekki sinnt þeirri grunnþjónustu sem henni ber að sinna. Ósamræmi í aðgerðum Í byrjun sumars kynnti borgarstjórn svokallað Grænt Plan. Planið lítur til þrettán þátta og eru loftslagsmálin þar höfð að leiðarljósi. Planið var ekki kostnaðarmetið en gera má ráð fyrir að það kosti að minnsta kosti 100 milljarða. Eins og auga gefur leið þá er plan sem þetta skref í rétta átt. Þó er ekki hægt að líta framhjá þeirri staðreynd að svo kostnaðarsöm aðgerð haldist ekki í hendur við fyrri yfirlýsingar borgarinnar um að fjármagn skorti til að halda uppi grunnþjónustu. Samkvæmt sex mánaða árshlutauppgjöri Reykjavíkurborgar stendur ekki til að hagræða í rekstri, skattar eru í lögleyfðu hámarki og samkvæmt minnisblaði Reykjavíkurborgar stendur lánveiting ekki til boða þar sem áætlað veltufé frá rekstri næstu ára stendur ekki undir afborgunum af lánum – borgarstjórn verður að átta sig á því að það verður ekki bæði sleppt og haldið. Ekki það sama á borði og í orði Borgaryfirvöld hafa virt þann hlut meirihlutasáttmálans sem vitnað er í hér að ofan að vettugi. Borgin hefur verið rekin með mjög óábyrgum hætti og heldur áfram að safna skuldum. Sem stendur skuldar samstæða Reykjavíkurborgar yfir 150% af árstekjum sínum. Framundan er verulega brött brekka og því er nauðsynlegt fyrir borgaryfirvöld að forgangsraða í þágu grunnþjónustu. Borginni ber að sýna því skattfé sem að borgarbúar greiða meiri virðingu en svo að því sé sólundað af ábyrgðarleysi, á kostnað grunnþjónustu. Höfundur situr í stjórn Heimdallar, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birta Karen Tryggvadóttir Reykjavík Mest lesið Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
„Borgin skal rekin með ábyrgum og sjálfbærum hætti. Skuldir skulu greiddar niður meðan efnahagsástandið er gott” Svona hljóðar byrjunin á sjötta kafla meirihlutasáttmála borgarstjórnar sem ber heitið Fjármál og rekstur. Borgarstjórn varpar því fram að rekstrarstaða borgarinnar sé traust og góð. Við ígrundun á ársreikningi borgarinnar og atferli meirihlutans á kjörtímabilinu kemur þó annað í ljós. Skattfé almennings leikvöllur fyrir borgarstjórn Núverandi meirihluti tók við á hápunkti tekjugóðæris – tíma sem hefði verið tilvalinn til að greiða niður skuldir og búa í haginn fyrir mögulegar niðursveiflur – eins og kveður á um í sáttmálanum. Aðgerðir borgarstjórnar gengu þvert á þann hluta undirritaðs sáttmála og stækkaði skuldabákn borgarinnar um rúmlega 25 milljarða árið 2018 og 21 milljarð á síðasta ári Núverandi borgarstjórn hélt partýinu gangandi og tók upp þráðinn þar sem fyrrverandi borgarstjórn skildi hann eftir – enda að mörgu leyti sömu flokkar sem að sitja við stjórnvölinn. Hvor tveggja nýttu skattfé borgarbúa í alls konar gæluverkefni á borð við Braggann og mathöllina við Hlemm, sem fóru samtals 458 milljónir umfram kostnaðaráætlun á kostnað grunnþjónustu. Skólar borgarinnar eru verulega fjársvelta og sumir hverjir þarfnast verulegs viðhalds. Hér hefðu borgaryfirvöld getað nýtt skattfé borgarbúa töluvert betur. Partýið búið Ummerki efnahagslægðar tóku að gera vart við sig í upphafi síðasta árs, það óraði þó engan fyrir að hún yrði eins djúp og raun ber vitni. Nú er ljóst að hagkerfið er í niðursveiflu og botninum hefur ekki enn verið náð. Langflestir virðast vera búnir að átta sig á því að partýið er löngu búið en borgarstjórn þrjóskast við. Ríkissjóður hefur haldið vel á spilunum og séð til þess að rými til frekari skuldsetningar sé til staðar. Það sama getur hins vegar ekki verið sagt um Reykjavíkurborg. Í vor óskaði borgin, ásamt öðrum sveitarfélögum, eftir 50 milljarða króna óendurkræfum fjárstuðningi frá ríkinu vegna efnahagslegra áhrifa veirunnar skæðu. Þar að auki var óskað eftir jafnháu láni frá Seðlabankamum á hagkvæmustu kjörum sem völ er á með fimm til sjö afborgunarlausum árum í upphafi lánstímans. Einnig er gert ráð fyrir að þörf verði á viðbótarframlögum fyrir árið 2021. Í umsókn borgarstjórnar til Alþingis var látið í ljós að án stuðnings frá ríkinu stefndi í algjörlega ósjálfbæran rekstur til margra ára og að án hans gæti borgin ekki sinnt þeirri grunnþjónustu sem henni ber að sinna. Ósamræmi í aðgerðum Í byrjun sumars kynnti borgarstjórn svokallað Grænt Plan. Planið lítur til þrettán þátta og eru loftslagsmálin þar höfð að leiðarljósi. Planið var ekki kostnaðarmetið en gera má ráð fyrir að það kosti að minnsta kosti 100 milljarða. Eins og auga gefur leið þá er plan sem þetta skref í rétta átt. Þó er ekki hægt að líta framhjá þeirri staðreynd að svo kostnaðarsöm aðgerð haldist ekki í hendur við fyrri yfirlýsingar borgarinnar um að fjármagn skorti til að halda uppi grunnþjónustu. Samkvæmt sex mánaða árshlutauppgjöri Reykjavíkurborgar stendur ekki til að hagræða í rekstri, skattar eru í lögleyfðu hámarki og samkvæmt minnisblaði Reykjavíkurborgar stendur lánveiting ekki til boða þar sem áætlað veltufé frá rekstri næstu ára stendur ekki undir afborgunum af lánum – borgarstjórn verður að átta sig á því að það verður ekki bæði sleppt og haldið. Ekki það sama á borði og í orði Borgaryfirvöld hafa virt þann hlut meirihlutasáttmálans sem vitnað er í hér að ofan að vettugi. Borgin hefur verið rekin með mjög óábyrgum hætti og heldur áfram að safna skuldum. Sem stendur skuldar samstæða Reykjavíkurborgar yfir 150% af árstekjum sínum. Framundan er verulega brött brekka og því er nauðsynlegt fyrir borgaryfirvöld að forgangsraða í þágu grunnþjónustu. Borginni ber að sýna því skattfé sem að borgarbúar greiða meiri virðingu en svo að því sé sólundað af ábyrgðarleysi, á kostnað grunnþjónustu. Höfundur situr í stjórn Heimdallar, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun