Kafnaði eftir að lögregluþjónar settu hettu á hann og þrýstu honum niður í götuna Samúel Karl Ólason skrifar 3. september 2020 09:06 Hér má sjá þegar hettan var sett á Prude. Lögregluþjónar segja hann hafa reynt að hrækja á þá. AP/Lögreglan í Rochester Daniel Prude hafði hlaupið nakinn um götur Rochester í New York og verið handtekinn af lögregluþjónum. Hann dó eftir að þeir settu hettu yfir höfuð hans og og þrýstu honum niður í götuna í tvær mínútur. Prude var í öndunarvél í sjö daga eftir atvikið en dauði hans rataði ekki í fréttir þar til fjölskylda hans opinberaði myndbönd og skjöl um handtöku hans í gær. „Ég hringdi eftir hjálp fyrir bróður minn. Ekki svo hann yrði tekinn af lífi,“ sagði Joe, bróðir Prude, á blaðamannafundi í gær. „Hvernig var hægt að horfa á hann og hugsa ekki: „Þessi maður er varnarlaus, allsber á jörðinni. Hann var þegar handjárnaður. Ja hérna“ Hve margir bræður þurfa að deyja til viðbótar svo samfélagið átti sig á því að þetta þarf að hætta.“ Hann sagði bróður sinn hafa verið myrtan á kaldrifjaðan hátt. Sagðist þurfa byssu Prude var 41 árs gamall og átti við geðræn vandamál að stríða. Hann var í heimsókn hjá bróður sínum en bjó sjálfur í Chicago. Bróðir hans hringdi eftir aðstoð þegar Prude hljóp nakinn út af heimili Joe. Samkvæmt frétt New York Times hafði hann verið á sjúkrahúsi degi áður vegna vandræða sinna. Auk Joe hrindi vörubílstjóri í Neyðarlínuna og sagði að nakinn maður hefði reynt að komast inn í bíl hans. Maðurinn hefði sagst vera með kórónuveiruna. Myndböndin úr vestismyndavélum lögregluþjóna sýna að Prude hlýddi þeim þegar þeir sögðu honum að leggjast í jörðina og setja hendur sínar fyrir aftan bak. Hann var þó mjög æstur og bað um byssu. Hann öskraði og sagðist þurfa á byssu að halda. Þá settu lögregluþjónarnir hvíta hettu yfir höfuð hans. Henni er ætlað að verja lögregluþjóna gegn hrákum en á þessum tíma var Covid-19 að byrja að breiðast út í New York. Hætti að hreyfa sig eftir tvær mínútur Sjá má Prude krefjast þess að hettan verði fjarlægð og lögregluþjónarnir þrýsta honum niður svo höfuð hans slæst í götuna. Einn lögregluþjónn heldur höfði hans niður og segir honum að róa sig og hætta að skyrpa. Annar þrýstir hnéi sínu niður á bak Prude. Prude grátbiður um að hettan sé fjarlægð og heldur áfram að segja að hann þarfnist byssu. Hann segir einnig að lögregluþjónarnir séu að reyna að drepa hann. Eftir tvær mínútur hættir hann að hreyfa sig og spurði lögregluþjónn hvort hann hafi verið að æla. Annar benti á að hann hefði verið nakinn út á götu í nokkurn tíma og einn sagði hann vera frekar kaldan. Lögregluþjónar reyndu að lífga Prude við þar til hann var fluttur í sjúkrabíl. Þetta gerðist þann 23. mars og Prude dó á sjúkrahúsi þann 30. mars. Meinafræðingur hefur komist að þeirri niðurstöðu að dauði Prude sé morð vegna köfnunar og að hann hafi einnig verið undir áhrifum fíkniefnisins PCP. Fjölskylda hans fékk aðgang að myndefninu þann 20. ágúst og opinberaði það í gær. Lögreglan segir dauða Prude til rannsóknar hjá ríkissaksóknurum en lögregluþjónarnir sem að málinu koma starfa enn hjá lögreglunni og hafa ekki verið ávíttir á neinn hátt. Þá segist lögreglan ekki hafa verið að reyna að hylma yfir dauða Prude. Þeir hafi ekki mátt opinbera myndböndin án lögsóknar vegna rannsóknar sem stendur yfir. Dauðsföll þeldökkra og óvopnaðra manna og kvenna í haldi af höndum lögregluþjóna í Bandaríkjunum og annarra hafa á undanförnum mánuðum leitt til umfangsmikilla mótmæla víðsvegar um Bandaríkin. Má þar nefna dauða George Floyd, Ahmaud Arbery og dauða Breonna Taylor. Bandaríkin Dauði George Floyd Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Sjá meira
Daniel Prude hafði hlaupið nakinn um götur Rochester í New York og verið handtekinn af lögregluþjónum. Hann dó eftir að þeir settu hettu yfir höfuð hans og og þrýstu honum niður í götuna í tvær mínútur. Prude var í öndunarvél í sjö daga eftir atvikið en dauði hans rataði ekki í fréttir þar til fjölskylda hans opinberaði myndbönd og skjöl um handtöku hans í gær. „Ég hringdi eftir hjálp fyrir bróður minn. Ekki svo hann yrði tekinn af lífi,“ sagði Joe, bróðir Prude, á blaðamannafundi í gær. „Hvernig var hægt að horfa á hann og hugsa ekki: „Þessi maður er varnarlaus, allsber á jörðinni. Hann var þegar handjárnaður. Ja hérna“ Hve margir bræður þurfa að deyja til viðbótar svo samfélagið átti sig á því að þetta þarf að hætta.“ Hann sagði bróður sinn hafa verið myrtan á kaldrifjaðan hátt. Sagðist þurfa byssu Prude var 41 árs gamall og átti við geðræn vandamál að stríða. Hann var í heimsókn hjá bróður sínum en bjó sjálfur í Chicago. Bróðir hans hringdi eftir aðstoð þegar Prude hljóp nakinn út af heimili Joe. Samkvæmt frétt New York Times hafði hann verið á sjúkrahúsi degi áður vegna vandræða sinna. Auk Joe hrindi vörubílstjóri í Neyðarlínuna og sagði að nakinn maður hefði reynt að komast inn í bíl hans. Maðurinn hefði sagst vera með kórónuveiruna. Myndböndin úr vestismyndavélum lögregluþjóna sýna að Prude hlýddi þeim þegar þeir sögðu honum að leggjast í jörðina og setja hendur sínar fyrir aftan bak. Hann var þó mjög æstur og bað um byssu. Hann öskraði og sagðist þurfa á byssu að halda. Þá settu lögregluþjónarnir hvíta hettu yfir höfuð hans. Henni er ætlað að verja lögregluþjóna gegn hrákum en á þessum tíma var Covid-19 að byrja að breiðast út í New York. Hætti að hreyfa sig eftir tvær mínútur Sjá má Prude krefjast þess að hettan verði fjarlægð og lögregluþjónarnir þrýsta honum niður svo höfuð hans slæst í götuna. Einn lögregluþjónn heldur höfði hans niður og segir honum að róa sig og hætta að skyrpa. Annar þrýstir hnéi sínu niður á bak Prude. Prude grátbiður um að hettan sé fjarlægð og heldur áfram að segja að hann þarfnist byssu. Hann segir einnig að lögregluþjónarnir séu að reyna að drepa hann. Eftir tvær mínútur hættir hann að hreyfa sig og spurði lögregluþjónn hvort hann hafi verið að æla. Annar benti á að hann hefði verið nakinn út á götu í nokkurn tíma og einn sagði hann vera frekar kaldan. Lögregluþjónar reyndu að lífga Prude við þar til hann var fluttur í sjúkrabíl. Þetta gerðist þann 23. mars og Prude dó á sjúkrahúsi þann 30. mars. Meinafræðingur hefur komist að þeirri niðurstöðu að dauði Prude sé morð vegna köfnunar og að hann hafi einnig verið undir áhrifum fíkniefnisins PCP. Fjölskylda hans fékk aðgang að myndefninu þann 20. ágúst og opinberaði það í gær. Lögreglan segir dauða Prude til rannsóknar hjá ríkissaksóknurum en lögregluþjónarnir sem að málinu koma starfa enn hjá lögreglunni og hafa ekki verið ávíttir á neinn hátt. Þá segist lögreglan ekki hafa verið að reyna að hylma yfir dauða Prude. Þeir hafi ekki mátt opinbera myndböndin án lögsóknar vegna rannsóknar sem stendur yfir. Dauðsföll þeldökkra og óvopnaðra manna og kvenna í haldi af höndum lögregluþjóna í Bandaríkjunum og annarra hafa á undanförnum mánuðum leitt til umfangsmikilla mótmæla víðsvegar um Bandaríkin. Má þar nefna dauða George Floyd, Ahmaud Arbery og dauða Breonna Taylor.
Bandaríkin Dauði George Floyd Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Sjá meira