Þvertaka fyrir að hafa eitrað fyrir Navalny Samúel Karl Ólason skrifar 3. september 2020 13:28 Vladimir Pútín, forseti Rússlands, og Dmitry Peskov, talsmaður hans. EPA/YURI KOCHETKOV Ríkisstjórn Rússlands þvertekur fyrir að bera á nokkurn hátt ábyrgð á því að eitrað hafi verið fyrir Alexei Navalny, einum helsta stjórnarandstæðingi Rússlands, með taugaeitrinu Novichok. Það er taugaeitur sem þróað var á tímum Sovétríkjanna og er skilgreint sem efnavopn. Það var meðal annars notað til að eitra fyrir rússneska njósnaranum Sergei Skripal, sem Vladimir Pútín, forseti Rússlands, hefur kallað svikara og drullusokk. Yfirvöld í Þýskalandi lýstu því yfir í gær að Novichok hefði greinst í Navalny. Hann hafði fallið í yfirlið í flugi frá Síberíu til Moskvu þann 20. ágúst. Aðstandendur hans grunaði fljótt að eitrað hefði verið fyrir honum og reyndu að flytja hann til Þýskalands. Því var hafnað af læknum sjúkrahússins í borginni Omsk og röktu aðstandendur hans þá höfnun til Kreml. Þau sögðu markmiðið að tefja flutning hans og reyna að koma í veg fyrir að hægt væri að greina ummerki eitrunar í blóði hans. Navalny er enn í dái en læknar segja ástand hans hafa skánað til muna. Ekki er hægt að segja til um mögulega langvarandi áhrif eitrunarinnar. Ríkisstjórn Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, sendi svo frá sér yfirlýsingu í gær þar sem fram kom að sérfræðingar þýska hersins hefðu staðfest að eitrað hefði verið fyrir Navalny með Novichok. Dmitry Peskov, talsmaður Vladimir Pútín, forseta Rússlands, sagði í dag að ríkisstjórn Rússlands hefði ekki eitrað fyrir Navalny. Varaði hann önnur ríki við því að stökkva að ályktunum. Ræða þvinganir gegn Rússum Ráðamenn vestrænna ríkja hafa rætt að beita Rússa viðskiptaþvingunum vegna eitrunarinnar. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur þegar orðið fyrir þrýstingi um að endurskoða ákvörðun sína varðandi Nord Stream 2 gasleiðsluna sem á að flytja gas frá Rússlandi til Þýskalands. Í leiðara í Bild segir til að mynda að með því að byggja leiðsluna séu Þjóðverjar svo gott sem að fjármagna næstu eitrun Pútín. Peskov segir að ekkert til efni sé til þess að íhuga refsiaðgerðir vegna þess að rússar hafi ekkert gert, eins og hann segir sjálfur. Peskov sagðist ekki átta sig á því hver ætti að hagnast á því að eitra fyrir Navalny. Vinsældir Pútín hafa þó farið dvínandi í Rússlandi, sé mið tekið af skoðanakönnunum. Navalny hefur verið í forsvari fyrir stjórnarandstöðuna í Rússlandi og hann hafði þar að auki varið miklum tíma og orku í að rannsaka spillingu embættismanna. Fernando Arias, yfirmaður Efnavopnastofnunarinnar (OPCW) segir að rannsaka þurfi eitrun Navalny af gaumgæfni. Um notkun efnavopns sé að ræða og það hafi verið fordæmt af samningnum um bann við þróun, framleiðslu, söfnun og notkun efnavopna og um eyðingu þeirra, sem Ísland er aðili að, auk flestra annarra ríkja heimsins. Þar á meðal Rússlands. Rússland Þýskaland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Hvetur Rússa til að vera samvinnuþýða í máli Navalní Óháð alþjóðleg rannsókn þarf að fara fram á hvernig eitrað var fyrir Alexei Navalní, einum leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkisráðherra. 2. september 2020 18:27 Rússar krefjast nákvæmra upplýsinga um rannsóknir á Navalny Rússnesk yfirvöld hafa farið fram á það við yfirvöld í Þýskalandi að þau veiti þeim ítarlegar upplýsingar um þær læknisfræðirannsóknir sem framkvæmdar voru á rússneska stjórnarandstöðuþingmanninum Alexei Navalny í Þýskalandi. 2. september 2020 15:35 Rússar segja engin ummerki um glæp í máli Navalny Rússneskir saksóknarar segja bráðabirgðarannsókn þeirra á málinu ekki hafa sýnt fram á að glæpur hafi átt sér stað. 27. ágúst 2020 13:57 Þýskir læknar segja að eitrað hafi verið fyrir Navalny Þýskir læknar sem sinna nú rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny segja að rannsóknir bendi til þess að eitrað hafi verið fyrir stjórnmálamanninum. 24. ágúst 2020 17:50 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Fleiri fréttir Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Sjá meira
Ríkisstjórn Rússlands þvertekur fyrir að bera á nokkurn hátt ábyrgð á því að eitrað hafi verið fyrir Alexei Navalny, einum helsta stjórnarandstæðingi Rússlands, með taugaeitrinu Novichok. Það er taugaeitur sem þróað var á tímum Sovétríkjanna og er skilgreint sem efnavopn. Það var meðal annars notað til að eitra fyrir rússneska njósnaranum Sergei Skripal, sem Vladimir Pútín, forseti Rússlands, hefur kallað svikara og drullusokk. Yfirvöld í Þýskalandi lýstu því yfir í gær að Novichok hefði greinst í Navalny. Hann hafði fallið í yfirlið í flugi frá Síberíu til Moskvu þann 20. ágúst. Aðstandendur hans grunaði fljótt að eitrað hefði verið fyrir honum og reyndu að flytja hann til Þýskalands. Því var hafnað af læknum sjúkrahússins í borginni Omsk og röktu aðstandendur hans þá höfnun til Kreml. Þau sögðu markmiðið að tefja flutning hans og reyna að koma í veg fyrir að hægt væri að greina ummerki eitrunar í blóði hans. Navalny er enn í dái en læknar segja ástand hans hafa skánað til muna. Ekki er hægt að segja til um mögulega langvarandi áhrif eitrunarinnar. Ríkisstjórn Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, sendi svo frá sér yfirlýsingu í gær þar sem fram kom að sérfræðingar þýska hersins hefðu staðfest að eitrað hefði verið fyrir Navalny með Novichok. Dmitry Peskov, talsmaður Vladimir Pútín, forseta Rússlands, sagði í dag að ríkisstjórn Rússlands hefði ekki eitrað fyrir Navalny. Varaði hann önnur ríki við því að stökkva að ályktunum. Ræða þvinganir gegn Rússum Ráðamenn vestrænna ríkja hafa rætt að beita Rússa viðskiptaþvingunum vegna eitrunarinnar. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur þegar orðið fyrir þrýstingi um að endurskoða ákvörðun sína varðandi Nord Stream 2 gasleiðsluna sem á að flytja gas frá Rússlandi til Þýskalands. Í leiðara í Bild segir til að mynda að með því að byggja leiðsluna séu Þjóðverjar svo gott sem að fjármagna næstu eitrun Pútín. Peskov segir að ekkert til efni sé til þess að íhuga refsiaðgerðir vegna þess að rússar hafi ekkert gert, eins og hann segir sjálfur. Peskov sagðist ekki átta sig á því hver ætti að hagnast á því að eitra fyrir Navalny. Vinsældir Pútín hafa þó farið dvínandi í Rússlandi, sé mið tekið af skoðanakönnunum. Navalny hefur verið í forsvari fyrir stjórnarandstöðuna í Rússlandi og hann hafði þar að auki varið miklum tíma og orku í að rannsaka spillingu embættismanna. Fernando Arias, yfirmaður Efnavopnastofnunarinnar (OPCW) segir að rannsaka þurfi eitrun Navalny af gaumgæfni. Um notkun efnavopns sé að ræða og það hafi verið fordæmt af samningnum um bann við þróun, framleiðslu, söfnun og notkun efnavopna og um eyðingu þeirra, sem Ísland er aðili að, auk flestra annarra ríkja heimsins. Þar á meðal Rússlands.
Rússland Þýskaland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Hvetur Rússa til að vera samvinnuþýða í máli Navalní Óháð alþjóðleg rannsókn þarf að fara fram á hvernig eitrað var fyrir Alexei Navalní, einum leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkisráðherra. 2. september 2020 18:27 Rússar krefjast nákvæmra upplýsinga um rannsóknir á Navalny Rússnesk yfirvöld hafa farið fram á það við yfirvöld í Þýskalandi að þau veiti þeim ítarlegar upplýsingar um þær læknisfræðirannsóknir sem framkvæmdar voru á rússneska stjórnarandstöðuþingmanninum Alexei Navalny í Þýskalandi. 2. september 2020 15:35 Rússar segja engin ummerki um glæp í máli Navalny Rússneskir saksóknarar segja bráðabirgðarannsókn þeirra á málinu ekki hafa sýnt fram á að glæpur hafi átt sér stað. 27. ágúst 2020 13:57 Þýskir læknar segja að eitrað hafi verið fyrir Navalny Þýskir læknar sem sinna nú rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny segja að rannsóknir bendi til þess að eitrað hafi verið fyrir stjórnmálamanninum. 24. ágúst 2020 17:50 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Fleiri fréttir Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Sjá meira
Hvetur Rússa til að vera samvinnuþýða í máli Navalní Óháð alþjóðleg rannsókn þarf að fara fram á hvernig eitrað var fyrir Alexei Navalní, einum leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkisráðherra. 2. september 2020 18:27
Rússar krefjast nákvæmra upplýsinga um rannsóknir á Navalny Rússnesk yfirvöld hafa farið fram á það við yfirvöld í Þýskalandi að þau veiti þeim ítarlegar upplýsingar um þær læknisfræðirannsóknir sem framkvæmdar voru á rússneska stjórnarandstöðuþingmanninum Alexei Navalny í Þýskalandi. 2. september 2020 15:35
Rússar segja engin ummerki um glæp í máli Navalny Rússneskir saksóknarar segja bráðabirgðarannsókn þeirra á málinu ekki hafa sýnt fram á að glæpur hafi átt sér stað. 27. ágúst 2020 13:57
Þýskir læknar segja að eitrað hafi verið fyrir Navalny Þýskir læknar sem sinna nú rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny segja að rannsóknir bendi til þess að eitrað hafi verið fyrir stjórnmálamanninum. 24. ágúst 2020 17:50
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna