Höfðu áhyggjur af andlega veikum starfsmanni sem gerði mistök Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 3. september 2020 19:46 Starfsmaður Krabbameinsfélagsins sem sinnti því að greina sýni við leghálsskoðun var andlega veikur og hætti störfum af þeim sökum á þessu ári. Viðkomandi starfsmaður gerði mistök við greiningu á frumubreytingum sem nú er orðið að ólæknandi krabbameini. Starfsmaðurinn sem gerði mistök við greiningu á sýni sem sýndi greinilega frumubreytingar og varð til þess að kona um fimmtugt er nú með ólæknandi krabbamein hafði átt við heilsubrest að stríða. Ágúst Ingi Ágústsson, sviðstjóri leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins, segir nú vitað að rangar niðurstöður sem konan fékk hafi verið vegna mannlegra mistaka. „Það var ranglega lesið úr sýninu á sínum tíma,“ sagði hann í beinni útsendingu kvöldfrétta Stöðvar 2. Samkvæmt heimildum fréttastofu átti starfsmaðurinn við alvarleg andleg veikindi að stríða, starfsmenn Krabbameinsfélagsins höfðu þungar áhyggjur af heilsu viðkomandi og veltu því upp hvort honum væri treystandi að greina sýni rétt en þess má geta að aðeins sex starfsmenn sinna greiningu á sýnum hjá félaginu. Aðeins einn starfsmaður greindi hvert sýni fram til ársins 2019, fyrir utan sérstakt gæðaeftirlit en þá er 10% sýnanna skimuð handahófskennt af tveimur ólíkum starfsmönnum. Er eðlilegt að ein manneskja beri ábyrgð á að lesa úr sýnum, er það eðlilegt ferli? „Þetta er eðlilegt ferli, starfsfólkið er sérþjálfað til að greina þessi sýni. þetta er algerlega í samræmi við verklag sem er viðhaft í öðrum löndum,“ svarar Ágúst Ingi. En grunaði ykkur ekkert? Að það væri verið að gera mistök? „Við höfðum haft áhyggjur af starfsmanninum en við skoðun og eftirlit kom ekki neitt í ljós sem gat sýnt fram á að hann væri ekki hæfur til að sinna starfi sínu,“ segir Ágúst. Hefði ekki þurft að bregðast harðar við þegar þið eruð með áhyggjur af vinnulagi við að greina sýni á lífshættulegum sjúkdómi? „Eftir á að hyggja þá hefðum við sennilega átt að skoða málið betur,“ segir Ágúst. Hafa kallað 45 konur til frekari skoðunar Nú er verið að endurskoða yfir sex þúsund sýni frá árunum 2017 til 2019 sem umræddur starfsmaður hafði haft með höndum. 1.800 sýni hafa verið skoðuð og 2,5% kvenna kallaðar til frekari skoðunar þar sem þær fengu ranga greiningu. Það eru 45 konur. Hafið þið rætt að endurskoða hvernig þið greinið sýni eða aðra verkferla eftir þetta mál? „Við erum að fara ofan í kjölinn á okkar verkferlum og hvað við getum gert betur. Ég get sagt að það eru framfarir í skimun á leghálskrabbameinum. Víða í löndum kringum okkar er verið að breyta fyrirkomulagi og það liggur fyrir að það eigi að gera það líka á Íslandi. Við erum ekki komin þangað ennþá,“ segir Ágúst. Spurður hvort verkefnið sé of viðamikið fyrir félagasamtök eins og Krabbameinsfélagið segir hann þvert á móti mikinn árangur hafa nást síðustu áratugi. En er þetta falskt öryggi að koma í leghálsskimun miðað við alla sem fá ranga niðurstöðu? „Við höfum aldrei haldið því fram að skimun sé 100% örugg. Við hefðum kannski getað staðið okkur betur í að upplýsa konur um það. Vísindalega hefur sýnt fram á að með því að koma í reglubundna skimun þá fækkum við leghálskrabbameinstilfellum um 90%. Við náum ekki öllum með skimuninni.“ Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá lengra viðtal við Ágúst Inga. Ný tilkynning barst í dag Embætti landlæknis hefur eftirlitshlutverk gagnvart krabbameinsfélaginu og rannsakar málið sem hefur vaxið að umfangi. „Þetta hörmulega og sorglega mál er til umfjöllunar hjá embættinu. Auk þessa hörmulega máls þar sem núna nýlega greindist alvarlegt krabbamein, þá barst ein tilkynning í dag. Ég veit ekki nákvæmlega hvers eðlis hún er en hún tengist þessu. Svo höfum við spurnir af því að það þriðja sé í farvatninu“ segir Alma Möller, landlæknir. Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hafa kallað inn fleiri konur vegna sýna sem sami starfsmaður skoðaði Starfsmaðurinn sem skoðaði sýni konunnar sem greindist með ólæknandi leghálskrabbamein í ár lét af störfum hjá leitarstöð Krabbameinsfélagsins í febrúar á þessu ári. 3. september 2020 17:16 Fyrirspurnum rignir inn frá áhyggjufullum konum og aðstandendum Lögmaður konu sem ætlar í skaðabótamál við Krabbameinsfélagið vegna mistaka við sýnatöku segist hafa fengið fjölda fyrirspurna frá öðrum konum eða aðstandendum þeirra sem vilja athuga rétt sinn vegna mögulegra mistaka. 3. september 2020 12:21 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárasar Innlent Fleiri fréttir Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Sjá meira
Starfsmaður Krabbameinsfélagsins sem sinnti því að greina sýni við leghálsskoðun var andlega veikur og hætti störfum af þeim sökum á þessu ári. Viðkomandi starfsmaður gerði mistök við greiningu á frumubreytingum sem nú er orðið að ólæknandi krabbameini. Starfsmaðurinn sem gerði mistök við greiningu á sýni sem sýndi greinilega frumubreytingar og varð til þess að kona um fimmtugt er nú með ólæknandi krabbamein hafði átt við heilsubrest að stríða. Ágúst Ingi Ágústsson, sviðstjóri leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins, segir nú vitað að rangar niðurstöður sem konan fékk hafi verið vegna mannlegra mistaka. „Það var ranglega lesið úr sýninu á sínum tíma,“ sagði hann í beinni útsendingu kvöldfrétta Stöðvar 2. Samkvæmt heimildum fréttastofu átti starfsmaðurinn við alvarleg andleg veikindi að stríða, starfsmenn Krabbameinsfélagsins höfðu þungar áhyggjur af heilsu viðkomandi og veltu því upp hvort honum væri treystandi að greina sýni rétt en þess má geta að aðeins sex starfsmenn sinna greiningu á sýnum hjá félaginu. Aðeins einn starfsmaður greindi hvert sýni fram til ársins 2019, fyrir utan sérstakt gæðaeftirlit en þá er 10% sýnanna skimuð handahófskennt af tveimur ólíkum starfsmönnum. Er eðlilegt að ein manneskja beri ábyrgð á að lesa úr sýnum, er það eðlilegt ferli? „Þetta er eðlilegt ferli, starfsfólkið er sérþjálfað til að greina þessi sýni. þetta er algerlega í samræmi við verklag sem er viðhaft í öðrum löndum,“ svarar Ágúst Ingi. En grunaði ykkur ekkert? Að það væri verið að gera mistök? „Við höfðum haft áhyggjur af starfsmanninum en við skoðun og eftirlit kom ekki neitt í ljós sem gat sýnt fram á að hann væri ekki hæfur til að sinna starfi sínu,“ segir Ágúst. Hefði ekki þurft að bregðast harðar við þegar þið eruð með áhyggjur af vinnulagi við að greina sýni á lífshættulegum sjúkdómi? „Eftir á að hyggja þá hefðum við sennilega átt að skoða málið betur,“ segir Ágúst. Hafa kallað 45 konur til frekari skoðunar Nú er verið að endurskoða yfir sex þúsund sýni frá árunum 2017 til 2019 sem umræddur starfsmaður hafði haft með höndum. 1.800 sýni hafa verið skoðuð og 2,5% kvenna kallaðar til frekari skoðunar þar sem þær fengu ranga greiningu. Það eru 45 konur. Hafið þið rætt að endurskoða hvernig þið greinið sýni eða aðra verkferla eftir þetta mál? „Við erum að fara ofan í kjölinn á okkar verkferlum og hvað við getum gert betur. Ég get sagt að það eru framfarir í skimun á leghálskrabbameinum. Víða í löndum kringum okkar er verið að breyta fyrirkomulagi og það liggur fyrir að það eigi að gera það líka á Íslandi. Við erum ekki komin þangað ennþá,“ segir Ágúst. Spurður hvort verkefnið sé of viðamikið fyrir félagasamtök eins og Krabbameinsfélagið segir hann þvert á móti mikinn árangur hafa nást síðustu áratugi. En er þetta falskt öryggi að koma í leghálsskimun miðað við alla sem fá ranga niðurstöðu? „Við höfum aldrei haldið því fram að skimun sé 100% örugg. Við hefðum kannski getað staðið okkur betur í að upplýsa konur um það. Vísindalega hefur sýnt fram á að með því að koma í reglubundna skimun þá fækkum við leghálskrabbameinstilfellum um 90%. Við náum ekki öllum með skimuninni.“ Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá lengra viðtal við Ágúst Inga. Ný tilkynning barst í dag Embætti landlæknis hefur eftirlitshlutverk gagnvart krabbameinsfélaginu og rannsakar málið sem hefur vaxið að umfangi. „Þetta hörmulega og sorglega mál er til umfjöllunar hjá embættinu. Auk þessa hörmulega máls þar sem núna nýlega greindist alvarlegt krabbamein, þá barst ein tilkynning í dag. Ég veit ekki nákvæmlega hvers eðlis hún er en hún tengist þessu. Svo höfum við spurnir af því að það þriðja sé í farvatninu“ segir Alma Möller, landlæknir.
Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hafa kallað inn fleiri konur vegna sýna sem sami starfsmaður skoðaði Starfsmaðurinn sem skoðaði sýni konunnar sem greindist með ólæknandi leghálskrabbamein í ár lét af störfum hjá leitarstöð Krabbameinsfélagsins í febrúar á þessu ári. 3. september 2020 17:16 Fyrirspurnum rignir inn frá áhyggjufullum konum og aðstandendum Lögmaður konu sem ætlar í skaðabótamál við Krabbameinsfélagið vegna mistaka við sýnatöku segist hafa fengið fjölda fyrirspurna frá öðrum konum eða aðstandendum þeirra sem vilja athuga rétt sinn vegna mögulegra mistaka. 3. september 2020 12:21 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárasar Innlent Fleiri fréttir Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Sjá meira
Hafa kallað inn fleiri konur vegna sýna sem sami starfsmaður skoðaði Starfsmaðurinn sem skoðaði sýni konunnar sem greindist með ólæknandi leghálskrabbamein í ár lét af störfum hjá leitarstöð Krabbameinsfélagsins í febrúar á þessu ári. 3. september 2020 17:16
Fyrirspurnum rignir inn frá áhyggjufullum konum og aðstandendum Lögmaður konu sem ætlar í skaðabótamál við Krabbameinsfélagið vegna mistaka við sýnatöku segist hafa fengið fjölda fyrirspurna frá öðrum konum eða aðstandendum þeirra sem vilja athuga rétt sinn vegna mögulegra mistaka. 3. september 2020 12:21