Árni Steinn leikur ekki með Selfyssingum í vetur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. september 2020 17:45 Árni Steinn mun ekki leika með Selfyssingum í Olís deildinni í vetur. Vísir/Daníel Árni Steinn Steinþórsson mun ekki leika með Selfyssingum í Olís deildinni í handbolta í vetur. Þessi öfluga skytta er önnum kafinn í námi og hefur ekki tíma til að aðstoða Selfyssinga í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Þetta staðfest Árni Steinn sjálfur í viðtali á handboltavefnum Handbolti.is. Vefurinn er nýr af nálinni en Ívar Benediktsson, fyrrum blaðamaður Morgunblaðsins, er ritstjóri vefsins. „Ég reikna ekki með að vera með í handboltanum í vetur vegna anna á öðrum vígstöðvum,“ sagði Árni Steinn við Handbolti.is. Hinn 29 ára gamli Árni hefur tvívegis orðið Íslandsmeistari – með Selfyssingum og Haukum - og þá lék hann einnig sem atvinnumaður um tíma hjá Mors-Thy í Danmörku. Hann varð fyrir því óláni að slíta krossband í hné í nóvember á síðasta ári og lék því aðeins tíu leiki með Selfyssingum í Olís deildinni á síðustu leiktíð. Tókst honum samt að skora 37 mörk í leikjunum tíu. „Ég er á fjórða ári í læknisfræði sem er mestmegnis verklegt nám og því fylgir talsverð vaktavinna. Það er erfitt að samtvinna handboltann og námið, að minnsta kosti ef maður ætlar að vera af fullum krafti á báðum vígstöðvum,“ sagði Árni að lokum. Selfyssingar mæta Stjörnunni í Garðabæ þann 11. september í fyrstu umferð Olís deildarinnar. Verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport. Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla UMF Selfoss Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og D-deildin á Englandi Sport Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Sjá meira
Árni Steinn Steinþórsson mun ekki leika með Selfyssingum í Olís deildinni í handbolta í vetur. Þessi öfluga skytta er önnum kafinn í námi og hefur ekki tíma til að aðstoða Selfyssinga í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Þetta staðfest Árni Steinn sjálfur í viðtali á handboltavefnum Handbolti.is. Vefurinn er nýr af nálinni en Ívar Benediktsson, fyrrum blaðamaður Morgunblaðsins, er ritstjóri vefsins. „Ég reikna ekki með að vera með í handboltanum í vetur vegna anna á öðrum vígstöðvum,“ sagði Árni Steinn við Handbolti.is. Hinn 29 ára gamli Árni hefur tvívegis orðið Íslandsmeistari – með Selfyssingum og Haukum - og þá lék hann einnig sem atvinnumaður um tíma hjá Mors-Thy í Danmörku. Hann varð fyrir því óláni að slíta krossband í hné í nóvember á síðasta ári og lék því aðeins tíu leiki með Selfyssingum í Olís deildinni á síðustu leiktíð. Tókst honum samt að skora 37 mörk í leikjunum tíu. „Ég er á fjórða ári í læknisfræði sem er mestmegnis verklegt nám og því fylgir talsverð vaktavinna. Það er erfitt að samtvinna handboltann og námið, að minnsta kosti ef maður ætlar að vera af fullum krafti á báðum vígstöðvum,“ sagði Árni að lokum. Selfyssingar mæta Stjörnunni í Garðabæ þann 11. september í fyrstu umferð Olís deildarinnar. Verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla UMF Selfoss Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og D-deildin á Englandi Sport Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Sjá meira