Gistinætur Íslendinga á Norður- og Austurlandi margfölduðust í júlí Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. september 2020 11:49 Myndin er tekin á Seyðisfirði, vinsælum áfangastað á Austurlandi. Vísir/Vilhelm Gistinætur Íslendinga á Norðurlandi og Austurlandi margfölduðust í júlí samanborið við sama mánuð í fyrra. Fjölgun gistinótta landans í þessum tveimur landshlutum var mun meiri en annars staðar á landinu samkvæmt tölum Hagstofunnar en fjallað er um málið í nýrri Hagsjá Landsbankans. Gistinóttum Íslendinga fjölgaði þannig um 674% á Austurlandi og 552% á Norðurlandi í júlí. Til samanburðar var fjölgunin aðeins 54% á höfuðborgarsvæðinu og þá fækkaði gistinóttum Íslendinga á Suðurnesjum um 49% á milli ára. „Þessa fækkun á Suðurnesjum má líklegast rekja til þess að gistinætur Íslendinga þar á síðustu árum hafa fyrst og fremst verið í tengslum við utanlandsferðir þeirra. Á eftir Austurlandi og Norðurlandi var fjölgunin mest á Suðurlandi, 312% og Vesturlandi og Vestfjörðum 203%,“ segir í Hagsjánni. Almennt fækkaði gistinóttum þó á hótelum í júlí enda hefur ferðamönnum fækkað gríðarlega hér á landi undanfarna mánuði vegna kórónuveirufaraldursins, miðað við árið í fyrra. „Segja má að í upphafi faraldursins hafi fækkun gistinótta verið mjög svipuð eftir svæðum. Þannig lá hún á fremur þröngu bili í mars, apríl og maí. Í júní fór að draga í sundur með svæðum hvað fækkunina varðar og í júlí kom í ljós verulegur munur í fækkun gistinótta. Þannig var fækkun gistinótta mest á Suðurnesjum, 74,4% og 73,9% á höfuðborgarsvæðinu í júlí. Þar á eftir kom Suðurland með rúmlega helmings fækkun. Fækkunin reyndist hins vegar töluvert minni á öðrum svæðum. Á Vesturlandi og Vestfjörðum mældist hún 25,6% en einungis 13,5% á Austurlandi og 8,1% á Norðurlandi,“ segir í Hagsjánni sem lesa má í heild sinni á vef Landsbankans. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira
Gistinætur Íslendinga á Norðurlandi og Austurlandi margfölduðust í júlí samanborið við sama mánuð í fyrra. Fjölgun gistinótta landans í þessum tveimur landshlutum var mun meiri en annars staðar á landinu samkvæmt tölum Hagstofunnar en fjallað er um málið í nýrri Hagsjá Landsbankans. Gistinóttum Íslendinga fjölgaði þannig um 674% á Austurlandi og 552% á Norðurlandi í júlí. Til samanburðar var fjölgunin aðeins 54% á höfuðborgarsvæðinu og þá fækkaði gistinóttum Íslendinga á Suðurnesjum um 49% á milli ára. „Þessa fækkun á Suðurnesjum má líklegast rekja til þess að gistinætur Íslendinga þar á síðustu árum hafa fyrst og fremst verið í tengslum við utanlandsferðir þeirra. Á eftir Austurlandi og Norðurlandi var fjölgunin mest á Suðurlandi, 312% og Vesturlandi og Vestfjörðum 203%,“ segir í Hagsjánni. Almennt fækkaði gistinóttum þó á hótelum í júlí enda hefur ferðamönnum fækkað gríðarlega hér á landi undanfarna mánuði vegna kórónuveirufaraldursins, miðað við árið í fyrra. „Segja má að í upphafi faraldursins hafi fækkun gistinótta verið mjög svipuð eftir svæðum. Þannig lá hún á fremur þröngu bili í mars, apríl og maí. Í júní fór að draga í sundur með svæðum hvað fækkunina varðar og í júlí kom í ljós verulegur munur í fækkun gistinótta. Þannig var fækkun gistinótta mest á Suðurnesjum, 74,4% og 73,9% á höfuðborgarsvæðinu í júlí. Þar á eftir kom Suðurland með rúmlega helmings fækkun. Fækkunin reyndist hins vegar töluvert minni á öðrum svæðum. Á Vesturlandi og Vestfjörðum mældist hún 25,6% en einungis 13,5% á Austurlandi og 8,1% á Norðurlandi,“ segir í Hagsjánni sem lesa má í heild sinni á vef Landsbankans.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira