KR kveðst hafa boðið Kristófer „mjög sanngjarna lausn“ til að leysa launadeilu Sindri Sverrisson skrifar 7. september 2020 20:28 Kristófer Acox leist ekki á tilboð KR og kvaddi. VÍSIR/BÁRA KR-ingar segjast hafa boðið Kristófer Acox „mjög sanngjarna lausn“ til að leysa ágreining varðandi launamál og áframhaldandi samning en Kristófer hafi hafnað því. Þá hafi annað félag sent Kristófer samningsdrög. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá körfuknattleiksdeild KR nú í kvöld, í kjölfar þess að Kristófer lýsti því yfir að hann væri hættur hjá félaginu vegna „ágreinings sem ekki náðist að leysa“. Ljóst er að sá ágreiningur er til kominn vegna vangoldinna launa og samkvæmt upplýsingum Vísis er þar um verulegar upphæðir að ræða. Körfuknattleiksdeild KR, sem á dögunum voru tryggðar 4,2 milljónir króna bætur frá ÍSÍ vegna þess að ekkert varð af úrslitakeppni í körfuboltanum síðasta vor, reyndi að leysa ágreiningin en hafði ekki erindi sem erfiði. KR-ingar fullyrða að önnur félög hafi haft samband við Kristófer þó að hann væri enn samningsbundinn KR, og eitt félag hafi sent honum samningsdrög. Slíkt sé, ef ekki ólöglegt, ekki til eftirbreytni fyrir körfuboltahreyfinguna. Yfirlýsinguna má lesa í heild hér að neðan. Yfirlýsing frá körfuknattleiksdeild KR Eins og komið hefur fram þá hefur Kristófer Acox lýst því yfir að hann hafi yfirgefið KR. Körfuknattleiksdeild KR hefur undanfarnar vikur lagt mikla vinnu í að leysa þá stöðu sem uppi er varðandi samning Kristófers. Eins og allir vita hefur Covid-19 faraldurinn sett strik í reikninginn í íþróttahreyfingunni síðustu mánuði og er KR engin undantekning þar. Körfuknattleiksdeild KR bauð Kristófer mjög sanngjarna lausn til að leysa málin, bæði hvað varðar launaágreining og áframhaldandi samning, en því miður hafnaði Kristófer því. Körfuknattleiksdeild KR hefur fyrir því öruggar heimildir að önnur lið hafi sett sig í samband við Kristófer þrátt fyrir að hann væri samningsbundinn KR, eins að hann hafi fengið send samningsdrög frá öðru liði. Þess háttar vinnubrögð eru, ef ekki ólögleg, þá allavega ekki til eftirbreytni innan okkar ágætu körfuboltahreyfingar. Körfuknattleiksdeild KR þakkar Kristófer hans framlag til félagsins og óskar honum alls hins besta í framtíðinni. Dominos-deild karla KR Körfubolti Tengdar fréttir Kristófer farinn frá KR vegna ágreinings sem ekki náðist að leysa Kristófer Acox hefur yfirgefið herbúðir Íslandsmeistara KR vegna ágreinings sem ekki tókst að leysa. 7. september 2020 16:38 Valsmenn segja þvælu að þeir tali við samningsbundna leikmenn Körfuknattleiksdeild Vals gagnrýnir frétt Körfunnar harkalega í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér í dag. 4. september 2020 14:03 Valur gæti fengið enn eina stjörnuna úr KR Orðrómar þess efnis að Kristófer Acox, leikmaður KR í Domino´s-deild karla í körfubolta, sé á leið í Val verða háværari með hverjum deginum. 3. september 2020 22:30 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Haukar | Nær Dinkins að svara fyrir sig? Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Sjá meira
KR-ingar segjast hafa boðið Kristófer Acox „mjög sanngjarna lausn“ til að leysa ágreining varðandi launamál og áframhaldandi samning en Kristófer hafi hafnað því. Þá hafi annað félag sent Kristófer samningsdrög. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá körfuknattleiksdeild KR nú í kvöld, í kjölfar þess að Kristófer lýsti því yfir að hann væri hættur hjá félaginu vegna „ágreinings sem ekki náðist að leysa“. Ljóst er að sá ágreiningur er til kominn vegna vangoldinna launa og samkvæmt upplýsingum Vísis er þar um verulegar upphæðir að ræða. Körfuknattleiksdeild KR, sem á dögunum voru tryggðar 4,2 milljónir króna bætur frá ÍSÍ vegna þess að ekkert varð af úrslitakeppni í körfuboltanum síðasta vor, reyndi að leysa ágreiningin en hafði ekki erindi sem erfiði. KR-ingar fullyrða að önnur félög hafi haft samband við Kristófer þó að hann væri enn samningsbundinn KR, og eitt félag hafi sent honum samningsdrög. Slíkt sé, ef ekki ólöglegt, ekki til eftirbreytni fyrir körfuboltahreyfinguna. Yfirlýsinguna má lesa í heild hér að neðan. Yfirlýsing frá körfuknattleiksdeild KR Eins og komið hefur fram þá hefur Kristófer Acox lýst því yfir að hann hafi yfirgefið KR. Körfuknattleiksdeild KR hefur undanfarnar vikur lagt mikla vinnu í að leysa þá stöðu sem uppi er varðandi samning Kristófers. Eins og allir vita hefur Covid-19 faraldurinn sett strik í reikninginn í íþróttahreyfingunni síðustu mánuði og er KR engin undantekning þar. Körfuknattleiksdeild KR bauð Kristófer mjög sanngjarna lausn til að leysa málin, bæði hvað varðar launaágreining og áframhaldandi samning, en því miður hafnaði Kristófer því. Körfuknattleiksdeild KR hefur fyrir því öruggar heimildir að önnur lið hafi sett sig í samband við Kristófer þrátt fyrir að hann væri samningsbundinn KR, eins að hann hafi fengið send samningsdrög frá öðru liði. Þess háttar vinnubrögð eru, ef ekki ólögleg, þá allavega ekki til eftirbreytni innan okkar ágætu körfuboltahreyfingar. Körfuknattleiksdeild KR þakkar Kristófer hans framlag til félagsins og óskar honum alls hins besta í framtíðinni.
Yfirlýsing frá körfuknattleiksdeild KR Eins og komið hefur fram þá hefur Kristófer Acox lýst því yfir að hann hafi yfirgefið KR. Körfuknattleiksdeild KR hefur undanfarnar vikur lagt mikla vinnu í að leysa þá stöðu sem uppi er varðandi samning Kristófers. Eins og allir vita hefur Covid-19 faraldurinn sett strik í reikninginn í íþróttahreyfingunni síðustu mánuði og er KR engin undantekning þar. Körfuknattleiksdeild KR bauð Kristófer mjög sanngjarna lausn til að leysa málin, bæði hvað varðar launaágreining og áframhaldandi samning, en því miður hafnaði Kristófer því. Körfuknattleiksdeild KR hefur fyrir því öruggar heimildir að önnur lið hafi sett sig í samband við Kristófer þrátt fyrir að hann væri samningsbundinn KR, eins að hann hafi fengið send samningsdrög frá öðru liði. Þess háttar vinnubrögð eru, ef ekki ólögleg, þá allavega ekki til eftirbreytni innan okkar ágætu körfuboltahreyfingar. Körfuknattleiksdeild KR þakkar Kristófer hans framlag til félagsins og óskar honum alls hins besta í framtíðinni.
Dominos-deild karla KR Körfubolti Tengdar fréttir Kristófer farinn frá KR vegna ágreinings sem ekki náðist að leysa Kristófer Acox hefur yfirgefið herbúðir Íslandsmeistara KR vegna ágreinings sem ekki tókst að leysa. 7. september 2020 16:38 Valsmenn segja þvælu að þeir tali við samningsbundna leikmenn Körfuknattleiksdeild Vals gagnrýnir frétt Körfunnar harkalega í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér í dag. 4. september 2020 14:03 Valur gæti fengið enn eina stjörnuna úr KR Orðrómar þess efnis að Kristófer Acox, leikmaður KR í Domino´s-deild karla í körfubolta, sé á leið í Val verða háværari með hverjum deginum. 3. september 2020 22:30 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Haukar | Nær Dinkins að svara fyrir sig? Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Sjá meira
Kristófer farinn frá KR vegna ágreinings sem ekki náðist að leysa Kristófer Acox hefur yfirgefið herbúðir Íslandsmeistara KR vegna ágreinings sem ekki tókst að leysa. 7. september 2020 16:38
Valsmenn segja þvælu að þeir tali við samningsbundna leikmenn Körfuknattleiksdeild Vals gagnrýnir frétt Körfunnar harkalega í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér í dag. 4. september 2020 14:03
Valur gæti fengið enn eina stjörnuna úr KR Orðrómar þess efnis að Kristófer Acox, leikmaður KR í Domino´s-deild karla í körfubolta, sé á leið í Val verða háværari með hverjum deginum. 3. september 2020 22:30