Átta þúsund ferkílómetrar brunnir en versti tíminn eftir Samúel Karl Ólason skrifar 7. september 2020 22:33 Um 14.800 slökkviliðsmenn berjast við elda víða um Kaliforníu. AP/Cindy Yamanaka Skógar- og kjarreldar hafa brennt tvær milljónir ekra (um átta þúsund ferkílómetra) í Kaliforníu í Bandaríkjunum á þessu ári. Það er met og enn berjast slökkviliðsmenn við elda víða. Gamla metið var 1,96 milljónir ekra og var það sett árið 2018. Það sem er þó hvað merkilegast við metið er að sá hluti ársins sem iðulega er verstur vestanhafs, er ekki hafinn. Talskona slökkviliðsins Cal Fire, sem heldur utan um skógar- og kjarrelda, segir embættismenn uggandi yfir ástandinu. September og október séu verstu mánuðirnir, þá sé þurrkur iðulega mikill og vindar meiri, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Alls berjast um 14.800 slökkviliðsmenn við 23 stóra elda í ríkinu en frá 15. ágúst hafa 900 eldar verið skráðir. Embættismenn segja nauðsynlegt að koma í veg fyrir að nýir eldar kvikni. Ekki sé hægt að sinna þeim öllum. Með það í huga hefur tjaldsvæðum og almenningsgörðum víða verið lokað. Þannig er vonast til þess að færri eldar kvikni. Einn eldurinn, sem brennt hefur um sjö þúsund ekrur, kviknaði til að mynda út frá reyktæki sem notað var í veislu þar sem verið var að opinbera kyn ófædds barns, samkvæmt frétt LA Times. Íbúar Kaliforníu hafa sömuleiðis verið beðnir um að draga úr rafmagnsnotkun en sú mikla hitabylgja sem gengið yfir svæðið hefur leitt til mikillar rafmagnsnotkunar og eldarnir hafa skemmt dreifikerfi. Sunnudagurinn var einn heitasti dagurinn frá því mælingar hófust í Kaliforníu. Hér má sjá tvær gervihnattarmyndir sem teknar voru í gær. Önnur tekin um klukkan ellefu að morgni til og sú seinni um klukkan sjö um kvöldið. Skoða má myndefni úr gervihnettinum sem myndir eru frá með því að smella hér. On the left, California at 11am this morning from satellite. On the right, the same shot at 7pm this evening. Shows you the enormous amount of smoke sent into the atmosphere from numerous fires that broke out today. #CreekFire #ValleyFire #ElDoradoFire pic.twitter.com/MQLTEAc5ha— Drew Tuma (@DrewTumaABC7) September 6, 2020 Bandaríkin Gróðureldar í Kaliforníu Loftslagsmál Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Sjá meira
Skógar- og kjarreldar hafa brennt tvær milljónir ekra (um átta þúsund ferkílómetra) í Kaliforníu í Bandaríkjunum á þessu ári. Það er met og enn berjast slökkviliðsmenn við elda víða. Gamla metið var 1,96 milljónir ekra og var það sett árið 2018. Það sem er þó hvað merkilegast við metið er að sá hluti ársins sem iðulega er verstur vestanhafs, er ekki hafinn. Talskona slökkviliðsins Cal Fire, sem heldur utan um skógar- og kjarrelda, segir embættismenn uggandi yfir ástandinu. September og október séu verstu mánuðirnir, þá sé þurrkur iðulega mikill og vindar meiri, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Alls berjast um 14.800 slökkviliðsmenn við 23 stóra elda í ríkinu en frá 15. ágúst hafa 900 eldar verið skráðir. Embættismenn segja nauðsynlegt að koma í veg fyrir að nýir eldar kvikni. Ekki sé hægt að sinna þeim öllum. Með það í huga hefur tjaldsvæðum og almenningsgörðum víða verið lokað. Þannig er vonast til þess að færri eldar kvikni. Einn eldurinn, sem brennt hefur um sjö þúsund ekrur, kviknaði til að mynda út frá reyktæki sem notað var í veislu þar sem verið var að opinbera kyn ófædds barns, samkvæmt frétt LA Times. Íbúar Kaliforníu hafa sömuleiðis verið beðnir um að draga úr rafmagnsnotkun en sú mikla hitabylgja sem gengið yfir svæðið hefur leitt til mikillar rafmagnsnotkunar og eldarnir hafa skemmt dreifikerfi. Sunnudagurinn var einn heitasti dagurinn frá því mælingar hófust í Kaliforníu. Hér má sjá tvær gervihnattarmyndir sem teknar voru í gær. Önnur tekin um klukkan ellefu að morgni til og sú seinni um klukkan sjö um kvöldið. Skoða má myndefni úr gervihnettinum sem myndir eru frá með því að smella hér. On the left, California at 11am this morning from satellite. On the right, the same shot at 7pm this evening. Shows you the enormous amount of smoke sent into the atmosphere from numerous fires that broke out today. #CreekFire #ValleyFire #ElDoradoFire pic.twitter.com/MQLTEAc5ha— Drew Tuma (@DrewTumaABC7) September 6, 2020
Bandaríkin Gróðureldar í Kaliforníu Loftslagsmál Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna