Segir kerfið hafa brugðist börnum með ADHD Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. september 2020 20:55 Móðir drengs sem greindur er með ADHD segir kerfið hafa brugðist börnum með greiningar. Hún segir enga hjálp að fá þar sem mikil vöntun sé á læknum sem þjónusta börn með ADHD. Jóhanna Gunnarsdóttir er móðir drengs í fjórða bekk. Þegar hann var að klára annan bekk í grunnskóla vöknuðu grunsemdir hjá foreldrum og kennurum um að eitthvað væri að hrjá hann. Allt skólaár þriðja bekkjar fór í að greina drenginn hjá skólasálfræðingi og var hann að lokum greindur með ADHD í vor. „Mér var rétt greiningin og sagt til hamingju nú er greining komin. Nú ferð þú bara til læknis og færð aðstoðina,“ segir Jóhanna. Hafði hún þá samband við heimilislækni sem tjáði henni að hann vissi ekki um neinn lækni sem tæki við nýjum sjúklingum. „Svo sagði hann ef þú finnur einhverja lækna, hafðu þá samband við mig og ég skal gefa þér beiðni þangað.“ Hún hafði þá sjálf samband við lækna en kom alls staðar að lokuðum dyrum. „Alls staðar sem ég hringdi. Ég hringdi ekki á einn, tvo, þrjá staði. Ég hringdi á marga staði og eina svarið sem ég fékk var því miður við tökum ekki við nýjum krökkum,“ segir Jóhanna. Hún segir alvarlegt að geta ekki treyst á kerfið til að hjálpa börnum í vanda. „Það er enga hjálp að fá. Eina sem okkur var sagt að gera var að hafa samband við einhvern sem þekkir einhvern sem getur pínt einhvern til að taka hann að sér. Og ef þetta er staðan á Íslandi þá erum við í alvarlegum málum.“ Hún segir að þessu fylgir mikil vanlíðan fyrir drenginn. „Vöntunin er að heilsugæslan viti hvert á að leita og hvert á að beina manni. En það er auðvitað ekki hægt að beina manni neitt nema það séu læknar til.“ Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Sjá meira
Móðir drengs sem greindur er með ADHD segir kerfið hafa brugðist börnum með greiningar. Hún segir enga hjálp að fá þar sem mikil vöntun sé á læknum sem þjónusta börn með ADHD. Jóhanna Gunnarsdóttir er móðir drengs í fjórða bekk. Þegar hann var að klára annan bekk í grunnskóla vöknuðu grunsemdir hjá foreldrum og kennurum um að eitthvað væri að hrjá hann. Allt skólaár þriðja bekkjar fór í að greina drenginn hjá skólasálfræðingi og var hann að lokum greindur með ADHD í vor. „Mér var rétt greiningin og sagt til hamingju nú er greining komin. Nú ferð þú bara til læknis og færð aðstoðina,“ segir Jóhanna. Hafði hún þá samband við heimilislækni sem tjáði henni að hann vissi ekki um neinn lækni sem tæki við nýjum sjúklingum. „Svo sagði hann ef þú finnur einhverja lækna, hafðu þá samband við mig og ég skal gefa þér beiðni þangað.“ Hún hafði þá sjálf samband við lækna en kom alls staðar að lokuðum dyrum. „Alls staðar sem ég hringdi. Ég hringdi ekki á einn, tvo, þrjá staði. Ég hringdi á marga staði og eina svarið sem ég fékk var því miður við tökum ekki við nýjum krökkum,“ segir Jóhanna. Hún segir alvarlegt að geta ekki treyst á kerfið til að hjálpa börnum í vanda. „Það er enga hjálp að fá. Eina sem okkur var sagt að gera var að hafa samband við einhvern sem þekkir einhvern sem getur pínt einhvern til að taka hann að sér. Og ef þetta er staðan á Íslandi þá erum við í alvarlegum málum.“ Hún segir að þessu fylgir mikil vanlíðan fyrir drenginn. „Vöntunin er að heilsugæslan viti hvert á að leita og hvert á að beina manni. En það er auðvitað ekki hægt að beina manni neitt nema það séu læknar til.“
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Sjá meira