„Fáum símtöl á hverjum einasta degi frá örvæntingarfullu fólki sem hefur engin úrræði“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. september 2020 12:36 Forsvarsmenn ADHD-samtakanna segja verulegan skort á geðlæknum hér á landi sem bitni illa bæði á börnum og fullorðnum sem greinast með ADHD. Vísir/Getty Elín Hinriksdóttir, formaður ADHD-samtakanna, segir alltof fáa geðlækna í landinu. Hún segir bæði langa bið eftir greiningu barna og eftir greiningu sé skortur á læknum til þess að taka við meðferð og eftirfylgd. Þetta kom fram í viðtali við Elínu og Vilhjálm Hjálmarsson, varaformann ADHD-samtakanna, í Bítinu á Bylgjunni í morgun en í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi var rætt við móður drengs sem greindur er með ADHD sem sagði kerfið hafa brugðist börnum með greiningar. Enga hjálp væri að fá þar sem mikil vöntun væri á læknum sem þjónusta börn með ADHD. Hún hefði hringt til margra lækna en alls staðar komið að lokuðum dyrum þar sem þeir væru ekki að taka við nýjum skjólstæðingum. „Þetta er málefni sem við hjá ADHD-samtökunum höfum bent á í mörg ár. Við vitum það að það er löng bið eftir greiningu barna og eftir greiningu þá er skortur á læknum til þess að taka við meðferð og eftirfylgd. Mig langar í rauninni líka að nefna ástandið hjá fullorðnum sem er ennþá verra. Við fáum símtöl á hverjum einasta degi frá örvæntingarfullu fólki sem hefur engin úrræði,“ sagði Elín í Bítinu í morgun. Fólk kæmist ekki til geðlæknis eftir greiningu vegna mikils skorts á læknum og langrar biðar. „Margir geðlæknar taka ekki nýja skjólstæðinga sem skilur fólk algjörlega í lausu lofti,“ sagði Elín. Aðspurð hvort fólk gæti þá ekki gert neitt sjálft sagði Vilhjálmur svo ekki vera ef viðkomandi vill íhuga lyfjameðferð. „Það eru til önnur úrræði og mörg góð. Lyfjameðferðin hentar bara flestum og skilar langbestum árangri. Best er samt að gera fleira en eitt í einu,“ sagði Vilhjálmur. Þá benti Elín á að geðlæknar væru þeir einu sem gætu ávísað lyfjum við ADHD og bætti Vilhjálmur við geðlæknar væru þeir sem tækju ákvörðun um hvort ástæða væri til að setja fólk í lyfjameðferð; hjá þeim færi fram faglegt mat á því. Viðtalið við Elínu og Vilhjálm má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir kerfið hafa brugðist börnum með ADHD Móðir drengs sem greindur er með ADHD segir kerfið hafa brugðist börnum með greiningar. Hún segir enga hjálp að fá þar sem mikil vöntun sé á læknum sem þjónusta börn með ADHD. 8. september 2020 20:55 Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir „Alvarlegar afleiðingar“ ef greiðsluþátttöku verði hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Sjá meira
Elín Hinriksdóttir, formaður ADHD-samtakanna, segir alltof fáa geðlækna í landinu. Hún segir bæði langa bið eftir greiningu barna og eftir greiningu sé skortur á læknum til þess að taka við meðferð og eftirfylgd. Þetta kom fram í viðtali við Elínu og Vilhjálm Hjálmarsson, varaformann ADHD-samtakanna, í Bítinu á Bylgjunni í morgun en í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi var rætt við móður drengs sem greindur er með ADHD sem sagði kerfið hafa brugðist börnum með greiningar. Enga hjálp væri að fá þar sem mikil vöntun væri á læknum sem þjónusta börn með ADHD. Hún hefði hringt til margra lækna en alls staðar komið að lokuðum dyrum þar sem þeir væru ekki að taka við nýjum skjólstæðingum. „Þetta er málefni sem við hjá ADHD-samtökunum höfum bent á í mörg ár. Við vitum það að það er löng bið eftir greiningu barna og eftir greiningu þá er skortur á læknum til þess að taka við meðferð og eftirfylgd. Mig langar í rauninni líka að nefna ástandið hjá fullorðnum sem er ennþá verra. Við fáum símtöl á hverjum einasta degi frá örvæntingarfullu fólki sem hefur engin úrræði,“ sagði Elín í Bítinu í morgun. Fólk kæmist ekki til geðlæknis eftir greiningu vegna mikils skorts á læknum og langrar biðar. „Margir geðlæknar taka ekki nýja skjólstæðinga sem skilur fólk algjörlega í lausu lofti,“ sagði Elín. Aðspurð hvort fólk gæti þá ekki gert neitt sjálft sagði Vilhjálmur svo ekki vera ef viðkomandi vill íhuga lyfjameðferð. „Það eru til önnur úrræði og mörg góð. Lyfjameðferðin hentar bara flestum og skilar langbestum árangri. Best er samt að gera fleira en eitt í einu,“ sagði Vilhjálmur. Þá benti Elín á að geðlæknar væru þeir einu sem gætu ávísað lyfjum við ADHD og bætti Vilhjálmur við geðlæknar væru þeir sem tækju ákvörðun um hvort ástæða væri til að setja fólk í lyfjameðferð; hjá þeim færi fram faglegt mat á því. Viðtalið við Elínu og Vilhjálm má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir kerfið hafa brugðist börnum með ADHD Móðir drengs sem greindur er með ADHD segir kerfið hafa brugðist börnum með greiningar. Hún segir enga hjálp að fá þar sem mikil vöntun sé á læknum sem þjónusta börn með ADHD. 8. september 2020 20:55 Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir „Alvarlegar afleiðingar“ ef greiðsluþátttöku verði hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Sjá meira
Segir kerfið hafa brugðist börnum með ADHD Móðir drengs sem greindur er með ADHD segir kerfið hafa brugðist börnum með greiningar. Hún segir enga hjálp að fá þar sem mikil vöntun sé á læknum sem þjónusta börn með ADHD. 8. september 2020 20:55