Boðum Hann, breytum Honum ekki Árný Björg Blandon skrifar 10. september 2020 11:30 Mig langar að tjá mig aðeins eftir að hafa lesið grein hér á Vísi sem vísar í setningu séra Hildar Bjarkar Hörpudóttur, starfsmanns á biskupsstofu, en hún skrifar í Hinseginspjalli sínu á Facebook: „Kristur er allra, ekki bara hvítra gagnkynhneigðra karlmanna”. Í þessari setningu kemur fram rökvilla. Þrjú fyrstu orðin eru sannarlega rétt og þar hefði mátt koma punktur eftir þau því að það er vitað að Jesús var ekki hvítur og náði ekki að verða miðaldra. Jesús er okkar allra, kvenna, barna og karla. Fyrir marga er hann bjargvættur, hjálpari, vinur. Í sunnudagaskólanum er sungið um Jesú, besta VIN barnanna og ég upplifi svo mikla hryggð yfir því að starfsmenn hjá þjóðkirkjunni birti Jesú í umtalaðri auglýsingu fyrir sunnudagaskólann á þennan hátt. Ég myndi aldrei leyfa að einhver afskræmdi mynd af mér eða fjölskyldu minni, af fáum einstaklingum sem fyndist það afar sniðugt að auglýsa okkur eins og við erum ekki, stilla svo myndum upp fyrir almenning til að auglýsa sig og sín verkefni án leyfis viðkomandi eða aðstandenda og til að reyna að koma ákveðnum skilaboðum til fólks. Ég þekki Jesú og hef gert í áratugi. Hann er mér svo dýrmætur, hefur gert svo mikið fyrir mig, mína fjölskyldu og vini. Hjarta mitt er sorgmætt og þungt yfir því að Hann skuli vera settur í þessa auglýsingaherferð þegar kirkjan á að leggja áherslu á að boða fagnaðarerindið eins og það kemur fyrir sig. En starfsfólk á biskupsstofunni tekur sér þetta bessaleyfi. Hvað með fólkið sem er í kirkjunni, borgar sitt ársgjald og vill þetta ekki, hefur það ekkert að segja? Er þjóðkirkjan ekki líka þeirra sem eru meðlimir? Hvað með alla prestana sem þetta særir? Í auglýsingunni er farið langt langt yfir strikið að mínu mati. Jesús ER SONUR Guðs, frelsari okkar manna, þetta er virðingarleysi við kirkjuna, boðskap hennar, meðlimi hennar og fólkið í landinu. Það hefur enginn rétt á að breyta ímynd Hans. Skyldu starfmenn biskupsstofu hafa gleymt trúarjátningu þjóðkirkjunnar? "Ég trúi á Guð Föður, skapara himins og jarðar, ég trúi á einkaSON Hans Jesú Krist". Hvernig á nú á að hugsa og túlka trúarjátninguna eftir þessa auglýsingu? Ég bið til Guðs að henni verði ekki að breytt til að aðlaga hana og til að styðja við vonda auglýsingu. Jóh 3:16. Litla Biblían: „Því svo elskaði Guð heiminn að Hann gaf SON sinn eingetinn til þess að hver sem á HANN trúir, glatist ekki heldur hafi eilíft líf“. Þetta lærði ég í sunnudagaskólanum. Hvernig á nú að aðlaga þetta vers að skoðun þjóðkirkjunnar með auglýsingunni? Ekki mega þau breyta Biblíunni. Börn eru auðtrúa, þau treysta á fólkið sem á að kenna þeim rétt frá röngu, þau hafa heyrt margt sem Biblían segir okkur og hefur verið kennt að Jesús er karlmaður. Þau hafa lært það í sunnudagaskólanum og í sumarbúðum og mörg á heimilum sínum. Þetta hlýtur að rugla þau í ríminu og það er heilmikil ábyrgð. Og að lokum, það þarf alls ekki að hjálpa Jesú við að undirstrika kærleika Hans, það þarf bara boða Hann eins og Hann er og eins og alltaf hefur verið gert. Mér finnst mjög virðingarvert að þjóðkirkjan hafi beðið hinseginn fólk afsökunar, það var tími til kominn þar sem Jesús elskar alla. En mörgum þeirra finnst þessi auglýsingaherferð særa þau sem ég skil algjörlega. Að síðustu, myndi biskup Íslands samþykkja að hún yrði teiknuð í auglýsingu fyrir sunnudagaskólann með þykkar augabrýr, skalla, flatbrjósta og með skegg ef það nú undirstrikaði betur kærleika Krists? Ég er hreint ekki viss. Það væri bara orðin skopmynd af biskupi sem er fulltrúi þjóðkirkjunnar og yrði algjört virðingarleysi við hana og hennar fólk. Virðingarfyllst, Árný Björg Blandon. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðkirkjan Trúmál Hinsegin Árný Björg Blandon Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Mig langar að tjá mig aðeins eftir að hafa lesið grein hér á Vísi sem vísar í setningu séra Hildar Bjarkar Hörpudóttur, starfsmanns á biskupsstofu, en hún skrifar í Hinseginspjalli sínu á Facebook: „Kristur er allra, ekki bara hvítra gagnkynhneigðra karlmanna”. Í þessari setningu kemur fram rökvilla. Þrjú fyrstu orðin eru sannarlega rétt og þar hefði mátt koma punktur eftir þau því að það er vitað að Jesús var ekki hvítur og náði ekki að verða miðaldra. Jesús er okkar allra, kvenna, barna og karla. Fyrir marga er hann bjargvættur, hjálpari, vinur. Í sunnudagaskólanum er sungið um Jesú, besta VIN barnanna og ég upplifi svo mikla hryggð yfir því að starfsmenn hjá þjóðkirkjunni birti Jesú í umtalaðri auglýsingu fyrir sunnudagaskólann á þennan hátt. Ég myndi aldrei leyfa að einhver afskræmdi mynd af mér eða fjölskyldu minni, af fáum einstaklingum sem fyndist það afar sniðugt að auglýsa okkur eins og við erum ekki, stilla svo myndum upp fyrir almenning til að auglýsa sig og sín verkefni án leyfis viðkomandi eða aðstandenda og til að reyna að koma ákveðnum skilaboðum til fólks. Ég þekki Jesú og hef gert í áratugi. Hann er mér svo dýrmætur, hefur gert svo mikið fyrir mig, mína fjölskyldu og vini. Hjarta mitt er sorgmætt og þungt yfir því að Hann skuli vera settur í þessa auglýsingaherferð þegar kirkjan á að leggja áherslu á að boða fagnaðarerindið eins og það kemur fyrir sig. En starfsfólk á biskupsstofunni tekur sér þetta bessaleyfi. Hvað með fólkið sem er í kirkjunni, borgar sitt ársgjald og vill þetta ekki, hefur það ekkert að segja? Er þjóðkirkjan ekki líka þeirra sem eru meðlimir? Hvað með alla prestana sem þetta særir? Í auglýsingunni er farið langt langt yfir strikið að mínu mati. Jesús ER SONUR Guðs, frelsari okkar manna, þetta er virðingarleysi við kirkjuna, boðskap hennar, meðlimi hennar og fólkið í landinu. Það hefur enginn rétt á að breyta ímynd Hans. Skyldu starfmenn biskupsstofu hafa gleymt trúarjátningu þjóðkirkjunnar? "Ég trúi á Guð Föður, skapara himins og jarðar, ég trúi á einkaSON Hans Jesú Krist". Hvernig á nú á að hugsa og túlka trúarjátninguna eftir þessa auglýsingu? Ég bið til Guðs að henni verði ekki að breytt til að aðlaga hana og til að styðja við vonda auglýsingu. Jóh 3:16. Litla Biblían: „Því svo elskaði Guð heiminn að Hann gaf SON sinn eingetinn til þess að hver sem á HANN trúir, glatist ekki heldur hafi eilíft líf“. Þetta lærði ég í sunnudagaskólanum. Hvernig á nú að aðlaga þetta vers að skoðun þjóðkirkjunnar með auglýsingunni? Ekki mega þau breyta Biblíunni. Börn eru auðtrúa, þau treysta á fólkið sem á að kenna þeim rétt frá röngu, þau hafa heyrt margt sem Biblían segir okkur og hefur verið kennt að Jesús er karlmaður. Þau hafa lært það í sunnudagaskólanum og í sumarbúðum og mörg á heimilum sínum. Þetta hlýtur að rugla þau í ríminu og það er heilmikil ábyrgð. Og að lokum, það þarf alls ekki að hjálpa Jesú við að undirstrika kærleika Hans, það þarf bara boða Hann eins og Hann er og eins og alltaf hefur verið gert. Mér finnst mjög virðingarvert að þjóðkirkjan hafi beðið hinseginn fólk afsökunar, það var tími til kominn þar sem Jesús elskar alla. En mörgum þeirra finnst þessi auglýsingaherferð særa þau sem ég skil algjörlega. Að síðustu, myndi biskup Íslands samþykkja að hún yrði teiknuð í auglýsingu fyrir sunnudagaskólann með þykkar augabrýr, skalla, flatbrjósta og með skegg ef það nú undirstrikaði betur kærleika Krists? Ég er hreint ekki viss. Það væri bara orðin skopmynd af biskupi sem er fulltrúi þjóðkirkjunnar og yrði algjört virðingarleysi við hana og hennar fólk. Virðingarfyllst, Árný Björg Blandon.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar