Kenna hver öðrum um dauða Floyd Samúel Karl Ólason skrifar 10. september 2020 23:59 Derek Chauvin er ákærður fyrir að hafa myrt George Floyd. EPA/Fógetinn í Hennepinsýslu Lögregluþjónarnir fyrrverandi, sem hafa verið ákærðir í vegna morðs George Floyd, virðast hafa snúist gegn hver öðrum. Þeim ber ekki saman um hvað gerðist þann dag og kenna hvor öðrum um dauða Floyd. Þá ber þeim ekki saman um hver fór með stjórn á vettvangi. Floyd dó þann 25. maí. Myndbönd sýna lögregluþjóninn Derek Chauvin halda Floyd niðri með því að hafa hné sitt á hálsi hans í nærri því níu mínútur, eftir að hafa handtekið hann fyrir að framvísa fölsuðum seðli. Jafnvel þó vegfarendur sögðu Floyd vera hættan að anda fjarlægði Chauvin ekki hné sitt af hálsi hans. Hann og fjórir aðrir lögregluþjónar voru svo handteknir og ákærðir. Chauvin hefur verið ákærður fyrir morð af annarri gráðu og hinir þrír, Alexander Kueng, Thomas Lane og Tou Thao, fyrir að hafa aðstoðað við eða stuðlað að morðinu á Floyd. Yngri lögregluþjónarnir, þeir Kuen og Lane, segjast hafa verið að hlýða reynslumeiri og hærri settum lögregluþjónum. Chauvin og Thao sem komu á vettvang eftir að Kuen og Lane reyndu að handtaka Floyd, segjast eingöngu hafa verið að aðstoða við handtöku. Tou Thao, Thomas Lane og Alexander Kueng.EPA/Fógetinn í Hennepinsýslu Verið var að setja Floyd í lögreglubíl þegar hann stífnaði upp og féll til jarðar. Floyd sagðist vera með innilokunarkennd og vildi ekki fara inn í bílinn. Þá komu Chauvin og Tou Thao á vettvang og reyndu að koma Floyd í bílinn. Að endingu lögðu þeir hann flatan á jörðina, í handjárnum, og héldu honum þar. Chauvin setti hné sitt á háls Floyd og eftir nokkurn tíma spurði Lane hvort ekki væri réttast að velta Floyd á hliðina. Chauvin vildi það ekki. Samkvæmt frétt Washington Post vilja lögmenn lögregluþjónanna að réttað verði yfir þeim í sitthvoru lagi. Vegna mismunandi afstöðu þeirra sé annað ekki hægt. Taka á ákvörðun um það á morgun, föstudag. Dauði Floyd hefur leitt til mikillar mótmælaöldu í Bandaríkjunum og víðar um heim. Yfirvöld í Minneapolis hafa látið girða af svæðið í kringum dómshúsið og setja hlera á glugga hússins, þar sem búist er við miklum mótmælum. Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Chauvin ákærður fyrir skattsvik Derek Chauvin, fyrrverandi lögreglumaðurinn sem olli dauða George Floyd þegar hann kraup á hálsi hans í hátt í níu mínútur, hefur verið ákærður fyrir skattaundanskot. 23. júlí 2020 20:45 Búkmyndavélar sýna Floyd grátbiðja lögregluþjónana um að sleppa takinu Á upptökunum heyrist Floyd segja í það minnsta tuttugu sinnum að hann nái ekki andanum. 16. júlí 2020 08:24 „Þú munt drepa mig, maður“ Bandaríski fyrrverandi lögreglumaðurinn Derek Chauvin, sem varð valdur að dauða George Floyd í Minneapolis í Minnesota í Bandaríkjunum í lok maí á þessu ári, sagði Floyd ítrekað að hætta að tala á meðan hann hélt hné sínu að hálsi hans í nærri átta mínútur. 9. júlí 2020 06:52 Rasískir undirtónar Trump skjóta repúblikönum skelk í bringu Frammámenn í Repúblikanaflokknum er sagðir óttast um afdrif flokksins í kosningum í haust vegna þess hversu hart Donald Trump forseti gengur nú fram í að ala á kynþáttaóróa í landinu. 4. júlí 2020 23:27 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Sjá meira
Lögregluþjónarnir fyrrverandi, sem hafa verið ákærðir í vegna morðs George Floyd, virðast hafa snúist gegn hver öðrum. Þeim ber ekki saman um hvað gerðist þann dag og kenna hvor öðrum um dauða Floyd. Þá ber þeim ekki saman um hver fór með stjórn á vettvangi. Floyd dó þann 25. maí. Myndbönd sýna lögregluþjóninn Derek Chauvin halda Floyd niðri með því að hafa hné sitt á hálsi hans í nærri því níu mínútur, eftir að hafa handtekið hann fyrir að framvísa fölsuðum seðli. Jafnvel þó vegfarendur sögðu Floyd vera hættan að anda fjarlægði Chauvin ekki hné sitt af hálsi hans. Hann og fjórir aðrir lögregluþjónar voru svo handteknir og ákærðir. Chauvin hefur verið ákærður fyrir morð af annarri gráðu og hinir þrír, Alexander Kueng, Thomas Lane og Tou Thao, fyrir að hafa aðstoðað við eða stuðlað að morðinu á Floyd. Yngri lögregluþjónarnir, þeir Kuen og Lane, segjast hafa verið að hlýða reynslumeiri og hærri settum lögregluþjónum. Chauvin og Thao sem komu á vettvang eftir að Kuen og Lane reyndu að handtaka Floyd, segjast eingöngu hafa verið að aðstoða við handtöku. Tou Thao, Thomas Lane og Alexander Kueng.EPA/Fógetinn í Hennepinsýslu Verið var að setja Floyd í lögreglubíl þegar hann stífnaði upp og féll til jarðar. Floyd sagðist vera með innilokunarkennd og vildi ekki fara inn í bílinn. Þá komu Chauvin og Tou Thao á vettvang og reyndu að koma Floyd í bílinn. Að endingu lögðu þeir hann flatan á jörðina, í handjárnum, og héldu honum þar. Chauvin setti hné sitt á háls Floyd og eftir nokkurn tíma spurði Lane hvort ekki væri réttast að velta Floyd á hliðina. Chauvin vildi það ekki. Samkvæmt frétt Washington Post vilja lögmenn lögregluþjónanna að réttað verði yfir þeim í sitthvoru lagi. Vegna mismunandi afstöðu þeirra sé annað ekki hægt. Taka á ákvörðun um það á morgun, föstudag. Dauði Floyd hefur leitt til mikillar mótmælaöldu í Bandaríkjunum og víðar um heim. Yfirvöld í Minneapolis hafa látið girða af svæðið í kringum dómshúsið og setja hlera á glugga hússins, þar sem búist er við miklum mótmælum.
Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Chauvin ákærður fyrir skattsvik Derek Chauvin, fyrrverandi lögreglumaðurinn sem olli dauða George Floyd þegar hann kraup á hálsi hans í hátt í níu mínútur, hefur verið ákærður fyrir skattaundanskot. 23. júlí 2020 20:45 Búkmyndavélar sýna Floyd grátbiðja lögregluþjónana um að sleppa takinu Á upptökunum heyrist Floyd segja í það minnsta tuttugu sinnum að hann nái ekki andanum. 16. júlí 2020 08:24 „Þú munt drepa mig, maður“ Bandaríski fyrrverandi lögreglumaðurinn Derek Chauvin, sem varð valdur að dauða George Floyd í Minneapolis í Minnesota í Bandaríkjunum í lok maí á þessu ári, sagði Floyd ítrekað að hætta að tala á meðan hann hélt hné sínu að hálsi hans í nærri átta mínútur. 9. júlí 2020 06:52 Rasískir undirtónar Trump skjóta repúblikönum skelk í bringu Frammámenn í Repúblikanaflokknum er sagðir óttast um afdrif flokksins í kosningum í haust vegna þess hversu hart Donald Trump forseti gengur nú fram í að ala á kynþáttaóróa í landinu. 4. júlí 2020 23:27 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Sjá meira
Chauvin ákærður fyrir skattsvik Derek Chauvin, fyrrverandi lögreglumaðurinn sem olli dauða George Floyd þegar hann kraup á hálsi hans í hátt í níu mínútur, hefur verið ákærður fyrir skattaundanskot. 23. júlí 2020 20:45
Búkmyndavélar sýna Floyd grátbiðja lögregluþjónana um að sleppa takinu Á upptökunum heyrist Floyd segja í það minnsta tuttugu sinnum að hann nái ekki andanum. 16. júlí 2020 08:24
„Þú munt drepa mig, maður“ Bandaríski fyrrverandi lögreglumaðurinn Derek Chauvin, sem varð valdur að dauða George Floyd í Minneapolis í Minnesota í Bandaríkjunum í lok maí á þessu ári, sagði Floyd ítrekað að hætta að tala á meðan hann hélt hné sínu að hálsi hans í nærri átta mínútur. 9. júlí 2020 06:52
Rasískir undirtónar Trump skjóta repúblikönum skelk í bringu Frammámenn í Repúblikanaflokknum er sagðir óttast um afdrif flokksins í kosningum í haust vegna þess hversu hart Donald Trump forseti gengur nú fram í að ala á kynþáttaóróa í landinu. 4. júlí 2020 23:27