Rekinn eftir að hann kýldi mann ítrekað við handtöku Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. september 2020 08:16 Skjáskot úr myndbandi af handtökunni. Skjáskot Lögreglumaður í Georgíuríki í Bandaríkjunum var rekinn eftir að hann stöðvaði svartan mann við umferðareftirlit og kýldi hann ítrekað á föstudag. Atvikið náðist á myndband. Lögreglumaðurinn var rekinn fyrir „óhóflega valdbeitingu“, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu í Clayton-sýslu þar sem atvikið varð. Þá hefur lögreglurannsókn á málinu verið hrundið af stað. Maðurinn sem varð fyrir árás lögreglumannsins heitir Roderick Walker og er 26 ára. Hann og kærasta hans, ásamt tveimur börnum þeirra, voru á ferð í bíl sínum á föstudag þegar lögreglumaðurinn stöðvaði þau. Lögmaður fjölskyldunnar segir að fjölskyldunni hafi verið tjáð að hún hafi verið stöðvuð vegna brotins afturljós. Lögreglumennirnir eru þá sagðir hafa krafist þess að Walker kæmi út úr bifreiðinni. Honum hafi fundist það einkennilegt þar sem hann var farþegi í bílnum en ekki ökumaður. Vegfarandi náði atburðarásinni sem þá tók við á myndband. Í myndbandinu sést hvernig tveir lögreglumenn halda Walker við jörðu og annar kýlir hann og lemur ítrekað. Kærasta Walkers öskrar og segir lögreglumönnunum að hann hafi sagst ekki geta andað. Þá heyrist barn í bílnum hrópa á pabba sinn. Frétt um málið, þar sem myndbönd af handtökunni eru sýnd, má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Walker var að endingu handtekinn vegna gruns um að hindra störf lögreglumanna og líkamsárás. Walker er enn í haldi lögreglu en lögmaður hans hefur krafist þess að hann verði látinn laus. Dómari hafnaði beiðni þess efnis sökum handtökutilskipana sem gefnar höfðu verið út á hendur Walker áður en lögregla stöðvaði hann á föstudag. Málið hefur verið sett í samhengi við lögregluofbeldi í garð svartra Bandaríkjamanna, sem mótmælt hefur verið harðlega á fjöldafundum í borgum víðsvegar um landið undanfarna mánuði. Andlát George Floyds, sem lést í höndum lögreglu í maí, kom mótmælaöldunni af stað. Þá hefur mál Jacobs Blake, annars svarts Bandaríkjamanns, komið annarri bylgju mótmæla af stað síðustu vikur. Bandaríkin Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Blake segist stöðugt verkjaður Jacob Blake, maður sem skotinn var sjö sinnum í bakið af lögreglumönnum í borginni Kenosha í Wisconsin í Bandaríkjunum í síðasta mánuði, segist vera stöðugt verkjaður í myndbandi sem birt var á samfélagsmiðlum í dag. 6. september 2020 20:21 Krefst þess að lögreglumennirnir verði sóttir til saka Joe Biden hefur krafist þess að lögreglumennirnir sem skutu tvo svarta Bandaríkjamenn, þau Jacob Blake og Breonnu Taylor, verði sóttir til saka. 3. september 2020 07:29 Trump hunsaði orsakir ófriðarins í heimsókn til Kenosha Donald Trump Bandaríkjaforseti minntist ekkert á atvikið þegar lögreglumaður skaut svartan mann sem var kveikjan að ófriði sem hefur ríkt í Kenosha í Wisconsin undanfarna daga þegar hann heimsótti borgina í dag. 1. september 2020 23:00 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent Fleiri fréttir Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Sjá meira
Lögreglumaður í Georgíuríki í Bandaríkjunum var rekinn eftir að hann stöðvaði svartan mann við umferðareftirlit og kýldi hann ítrekað á föstudag. Atvikið náðist á myndband. Lögreglumaðurinn var rekinn fyrir „óhóflega valdbeitingu“, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu í Clayton-sýslu þar sem atvikið varð. Þá hefur lögreglurannsókn á málinu verið hrundið af stað. Maðurinn sem varð fyrir árás lögreglumannsins heitir Roderick Walker og er 26 ára. Hann og kærasta hans, ásamt tveimur börnum þeirra, voru á ferð í bíl sínum á föstudag þegar lögreglumaðurinn stöðvaði þau. Lögmaður fjölskyldunnar segir að fjölskyldunni hafi verið tjáð að hún hafi verið stöðvuð vegna brotins afturljós. Lögreglumennirnir eru þá sagðir hafa krafist þess að Walker kæmi út úr bifreiðinni. Honum hafi fundist það einkennilegt þar sem hann var farþegi í bílnum en ekki ökumaður. Vegfarandi náði atburðarásinni sem þá tók við á myndband. Í myndbandinu sést hvernig tveir lögreglumenn halda Walker við jörðu og annar kýlir hann og lemur ítrekað. Kærasta Walkers öskrar og segir lögreglumönnunum að hann hafi sagst ekki geta andað. Þá heyrist barn í bílnum hrópa á pabba sinn. Frétt um málið, þar sem myndbönd af handtökunni eru sýnd, má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Walker var að endingu handtekinn vegna gruns um að hindra störf lögreglumanna og líkamsárás. Walker er enn í haldi lögreglu en lögmaður hans hefur krafist þess að hann verði látinn laus. Dómari hafnaði beiðni þess efnis sökum handtökutilskipana sem gefnar höfðu verið út á hendur Walker áður en lögregla stöðvaði hann á föstudag. Málið hefur verið sett í samhengi við lögregluofbeldi í garð svartra Bandaríkjamanna, sem mótmælt hefur verið harðlega á fjöldafundum í borgum víðsvegar um landið undanfarna mánuði. Andlát George Floyds, sem lést í höndum lögreglu í maí, kom mótmælaöldunni af stað. Þá hefur mál Jacobs Blake, annars svarts Bandaríkjamanns, komið annarri bylgju mótmæla af stað síðustu vikur.
Bandaríkin Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Blake segist stöðugt verkjaður Jacob Blake, maður sem skotinn var sjö sinnum í bakið af lögreglumönnum í borginni Kenosha í Wisconsin í Bandaríkjunum í síðasta mánuði, segist vera stöðugt verkjaður í myndbandi sem birt var á samfélagsmiðlum í dag. 6. september 2020 20:21 Krefst þess að lögreglumennirnir verði sóttir til saka Joe Biden hefur krafist þess að lögreglumennirnir sem skutu tvo svarta Bandaríkjamenn, þau Jacob Blake og Breonnu Taylor, verði sóttir til saka. 3. september 2020 07:29 Trump hunsaði orsakir ófriðarins í heimsókn til Kenosha Donald Trump Bandaríkjaforseti minntist ekkert á atvikið þegar lögreglumaður skaut svartan mann sem var kveikjan að ófriði sem hefur ríkt í Kenosha í Wisconsin undanfarna daga þegar hann heimsótti borgina í dag. 1. september 2020 23:00 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent Fleiri fréttir Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Sjá meira
Blake segist stöðugt verkjaður Jacob Blake, maður sem skotinn var sjö sinnum í bakið af lögreglumönnum í borginni Kenosha í Wisconsin í Bandaríkjunum í síðasta mánuði, segist vera stöðugt verkjaður í myndbandi sem birt var á samfélagsmiðlum í dag. 6. september 2020 20:21
Krefst þess að lögreglumennirnir verði sóttir til saka Joe Biden hefur krafist þess að lögreglumennirnir sem skutu tvo svarta Bandaríkjamenn, þau Jacob Blake og Breonnu Taylor, verði sóttir til saka. 3. september 2020 07:29
Trump hunsaði orsakir ófriðarins í heimsókn til Kenosha Donald Trump Bandaríkjaforseti minntist ekkert á atvikið þegar lögreglumaður skaut svartan mann sem var kveikjan að ófriði sem hefur ríkt í Kenosha í Wisconsin undanfarna daga þegar hann heimsótti borgina í dag. 1. september 2020 23:00