Horfði bjargarlaus upp á hvalinn drepast í flæðarmálinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. september 2020 13:26 Hvalurinn lengst til vinstri á mynd var enn á lífi þegar Darja kom aðvífandi. Hinir hvalirnir voru þegar dauðir. Skjáskot Vegfarandi sem kom að hópi grindhvala í fjöru í Álftafirði á Snæfellsnesi í gær horfði upp á einn þeirra gefa upp öndina í flæðarmálinu. Allir hvalirnir nema tveir drápust í firðinum. Darja Lane ók fram á hvalina þar sem þeir lágu í fjörunni í Álftafirði um klukkan eitt síðdegis í gær. Hún stöðvaði bílinn og vitjaði hvalanna í flæðarmálinu. „Ég sá um svona tíu hvali. Þrír af þeim voru á lífi, allir hinir dánir,“ segir Darja í samtali við Vísi. Einn hvalanna sem tórði enn þá var alveg í flæðarmálinu en hinir tveir voru lengra úti í sjó. Darja segir þá þó alla hafa verið fasta. „Þeir voru allir á hliðinni.“ Darja hringdi umsvifalaust í lögreglu þegar hún kom niður í fjöruna en þurfti frá að hverfa áður en nokkur kom á vettvang. „Ég var þarna í um fjörutíu mínútur og á meðan ég er þarna þá deyr þessi hvalur sem er næst mér á ströndinni, sem hreyfir sig þarna á fullu á myndbandinu. Það komu einhverjir túristar og voru að reyna að hella vatni á hann og reyna að bjarga honum. En við vissum auðvitað ekki hvað við gátum gert, þetta eru dýr sem við þekkjum ekki,“ segir Darja. „Ég var mikið að vonast til þess að einhver myndi koma en það kom enginn. En það var auðvitað bílslys þarna síðdegis á Snæfellsnesi, kannski voru allir uppteknir í því. En þetta var mjög erfitt, maður var einhvern veginn bjargarlaus.“ Þá gerir Darja ráð fyrir að hvalirnir hafi verið í fjörunni í nokkurn tíma. „Þeir voru ekki með augu. Þannig að líklegast hafa þeir verið þarna um nóttina eða komið daginn áður. Krummar hafa komist í augun myndi ég halda,“ segir Darja. Hvorki náðist í lögreglu á Vesturlandi né Náttúrustofu Vesturlands við vinnslu fréttarinnar. Líffræðingar Náttúrustofu sögðu í samtali við RÚV í gærkvöldi að hvalahópurinn hefði samanstaðið af tíu dýrum, þar af einum mjög ungum kálfi. Tveir væru á lífi en ljóst væri að þeir myndu ekki yfirgefa staðinn þar sem hinir hvalirnir lægju dauðir. Dýr Dalabyggð Helgafellssveit Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Fleiri fréttir Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Sjá meira
Vegfarandi sem kom að hópi grindhvala í fjöru í Álftafirði á Snæfellsnesi í gær horfði upp á einn þeirra gefa upp öndina í flæðarmálinu. Allir hvalirnir nema tveir drápust í firðinum. Darja Lane ók fram á hvalina þar sem þeir lágu í fjörunni í Álftafirði um klukkan eitt síðdegis í gær. Hún stöðvaði bílinn og vitjaði hvalanna í flæðarmálinu. „Ég sá um svona tíu hvali. Þrír af þeim voru á lífi, allir hinir dánir,“ segir Darja í samtali við Vísi. Einn hvalanna sem tórði enn þá var alveg í flæðarmálinu en hinir tveir voru lengra úti í sjó. Darja segir þá þó alla hafa verið fasta. „Þeir voru allir á hliðinni.“ Darja hringdi umsvifalaust í lögreglu þegar hún kom niður í fjöruna en þurfti frá að hverfa áður en nokkur kom á vettvang. „Ég var þarna í um fjörutíu mínútur og á meðan ég er þarna þá deyr þessi hvalur sem er næst mér á ströndinni, sem hreyfir sig þarna á fullu á myndbandinu. Það komu einhverjir túristar og voru að reyna að hella vatni á hann og reyna að bjarga honum. En við vissum auðvitað ekki hvað við gátum gert, þetta eru dýr sem við þekkjum ekki,“ segir Darja. „Ég var mikið að vonast til þess að einhver myndi koma en það kom enginn. En það var auðvitað bílslys þarna síðdegis á Snæfellsnesi, kannski voru allir uppteknir í því. En þetta var mjög erfitt, maður var einhvern veginn bjargarlaus.“ Þá gerir Darja ráð fyrir að hvalirnir hafi verið í fjörunni í nokkurn tíma. „Þeir voru ekki með augu. Þannig að líklegast hafa þeir verið þarna um nóttina eða komið daginn áður. Krummar hafa komist í augun myndi ég halda,“ segir Darja. Hvorki náðist í lögreglu á Vesturlandi né Náttúrustofu Vesturlands við vinnslu fréttarinnar. Líffræðingar Náttúrustofu sögðu í samtali við RÚV í gærkvöldi að hvalahópurinn hefði samanstaðið af tíu dýrum, þar af einum mjög ungum kálfi. Tveir væru á lífi en ljóst væri að þeir myndu ekki yfirgefa staðinn þar sem hinir hvalirnir lægju dauðir.
Dýr Dalabyggð Helgafellssveit Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Fleiri fréttir Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Sjá meira