Trump hampar „dögun nýrra Mið-Austurlanda“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. september 2020 23:26 (Frá vinstri til hægri) Abdullatif bin Rashid, utanríkisráðherra Barein, Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, Donald Trump Bandaríkjaforesti og Abdullah bin Zayed bin Sultan Al Nahyan, utanríkisráðherra Sameinuðu arabísku furstadæmanna, skrifa undir friðarsamninga fyrir utan Hvíta húsið í dag. Getty/Alex Wong Donald Trump Bandaríkjaforseti fagnaði því í dag að samningar hafi náðst milli Ísrael og Sameinuðu arabísku furstadæmanna og Barein og kallaði undirritun samninganna „dögun nýrra Mið-Austurlanda.“ Friðarsamningarnir eru sagðir sögulegir en með undirritun þeirra eru Sameinuðu arabísku furstadæmin og Barein þriðja og fjórða arabaríkið til að viðurkenna tilvist Ísrael frá því það var stofnað árið 1948. Bandaríkjastjórn hafði milligöngu um samningana og sagði Trump við undirritun þeirra í dag að samningarnir væru sögulegir. Þá sagðist hann vonast til þess að fleiri lönd muni fylgja en Palestínumenn hafa biðlað til þeirra að fylgja löndunum tveimur ekki eftir á meðan deilur Palestínu og Ísrael eru enn óleystar. Í áraraðir hafa flest arabaríki sniðgengið Ísrael og haldið því fram að samskipti við Ísrael verði ekki tekin upp fyrr en búið er að útkljá deilurnar við Palestínu. „Eftir áratuga átök og sundrung er komið að dögun nýrra Mið-Austurlanda,“ sagði Trump í ræðu sinni en undirskriftarathöfnin var haldin fyrir framan Hvíta húsið þar sem hundruð höfðu safnast saman til að fylgjast með. „Við erum hér í dag til þess að breyta stefnu sögunnar,“ bætti hann við. Tveimur eldflaugum skotið frá Gaza á meðan á athöfninni stóð Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði samningana velkomna en Mahmoud Abbas, leiðtogi Palestínu, sagði að aðeins þegar Ísrael yfirgæfi hernumin svæði í Palestínu gæti friður ríkt í Mið-Austurlöndum. Mahmoud Abbas leiðtogi Palestínu á fundi öryggisráðs Sameinuðu Þjóðanna. Hann heldur hér uppi korti sem er tillaga að landskiptingu Ísrael og Palestínu.Getty/Spencer Platt Samkvæmt upplýsingum frá ísraelska hernum var tveimur eldflaugum skotið frá Gaza á ísraelskt land á meðan á athöfninni stóð. Hingað til hafa einungis tvö önnur ríki í Mið-Austurlöndum viðurkennt tilvist Ísraels, það eru Egyptaland og Jórdanía, en þau skrifuðu undir friðarsamninga við Ísrael árin 1978 og 1994. Þá átti Máritanía, sem er meðlimur Arababandalagsins í norðvestur Afríku, í stjórnmálasambandi við Ísrael frá árinu 1999 en því var slitið árið 2010. Donald Trump Bandaríkin Ísrael Sameinuðu arabísku furstadæmin Barein Tengdar fréttir Barein fjórða arabaríkið sem nær friðarsamkomulagi við Ísrael Barein varð í dag fjórða arbaríkið til þess að viðurkenna Ísraelsríki. 11. september 2020 22:28 Hamas og Ísraelar ná samkomulagi um vopnahlé 1. september 2020 07:23 Khamenei segir furstadæmin hafa svikið aðra múslima Ayatollah Ali Khamenei, æðsti leiðtogi Íran, segir Sameinuðu arabísku furstadæmin hafa svikið önnur ríki múslima og Palestínumenn með samkomulagi ríkisins við Ísrael. 1. september 2020 14:51 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti fagnaði því í dag að samningar hafi náðst milli Ísrael og Sameinuðu arabísku furstadæmanna og Barein og kallaði undirritun samninganna „dögun nýrra Mið-Austurlanda.“ Friðarsamningarnir eru sagðir sögulegir en með undirritun þeirra eru Sameinuðu arabísku furstadæmin og Barein þriðja og fjórða arabaríkið til að viðurkenna tilvist Ísrael frá því það var stofnað árið 1948. Bandaríkjastjórn hafði milligöngu um samningana og sagði Trump við undirritun þeirra í dag að samningarnir væru sögulegir. Þá sagðist hann vonast til þess að fleiri lönd muni fylgja en Palestínumenn hafa biðlað til þeirra að fylgja löndunum tveimur ekki eftir á meðan deilur Palestínu og Ísrael eru enn óleystar. Í áraraðir hafa flest arabaríki sniðgengið Ísrael og haldið því fram að samskipti við Ísrael verði ekki tekin upp fyrr en búið er að útkljá deilurnar við Palestínu. „Eftir áratuga átök og sundrung er komið að dögun nýrra Mið-Austurlanda,“ sagði Trump í ræðu sinni en undirskriftarathöfnin var haldin fyrir framan Hvíta húsið þar sem hundruð höfðu safnast saman til að fylgjast með. „Við erum hér í dag til þess að breyta stefnu sögunnar,“ bætti hann við. Tveimur eldflaugum skotið frá Gaza á meðan á athöfninni stóð Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði samningana velkomna en Mahmoud Abbas, leiðtogi Palestínu, sagði að aðeins þegar Ísrael yfirgæfi hernumin svæði í Palestínu gæti friður ríkt í Mið-Austurlöndum. Mahmoud Abbas leiðtogi Palestínu á fundi öryggisráðs Sameinuðu Þjóðanna. Hann heldur hér uppi korti sem er tillaga að landskiptingu Ísrael og Palestínu.Getty/Spencer Platt Samkvæmt upplýsingum frá ísraelska hernum var tveimur eldflaugum skotið frá Gaza á ísraelskt land á meðan á athöfninni stóð. Hingað til hafa einungis tvö önnur ríki í Mið-Austurlöndum viðurkennt tilvist Ísraels, það eru Egyptaland og Jórdanía, en þau skrifuðu undir friðarsamninga við Ísrael árin 1978 og 1994. Þá átti Máritanía, sem er meðlimur Arababandalagsins í norðvestur Afríku, í stjórnmálasambandi við Ísrael frá árinu 1999 en því var slitið árið 2010.
Donald Trump Bandaríkin Ísrael Sameinuðu arabísku furstadæmin Barein Tengdar fréttir Barein fjórða arabaríkið sem nær friðarsamkomulagi við Ísrael Barein varð í dag fjórða arbaríkið til þess að viðurkenna Ísraelsríki. 11. september 2020 22:28 Hamas og Ísraelar ná samkomulagi um vopnahlé 1. september 2020 07:23 Khamenei segir furstadæmin hafa svikið aðra múslima Ayatollah Ali Khamenei, æðsti leiðtogi Íran, segir Sameinuðu arabísku furstadæmin hafa svikið önnur ríki múslima og Palestínumenn með samkomulagi ríkisins við Ísrael. 1. september 2020 14:51 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Sjá meira
Barein fjórða arabaríkið sem nær friðarsamkomulagi við Ísrael Barein varð í dag fjórða arbaríkið til þess að viðurkenna Ísraelsríki. 11. september 2020 22:28
Khamenei segir furstadæmin hafa svikið aðra múslima Ayatollah Ali Khamenei, æðsti leiðtogi Íran, segir Sameinuðu arabísku furstadæmin hafa svikið önnur ríki múslima og Palestínumenn með samkomulagi ríkisins við Ísrael. 1. september 2020 14:51