Fimm milljóna styrkur í rannsóknir samgönguslysa Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. september 2020 10:13 Frá undirrituninni í morgun. Frá vinstri, Oddur Árnason yfirlögregluþjónn, Þorkell Ágústsson forstöðumaður Rannsóknarnefndar umferðarslysa, Kjartan Þorkelsson lögreglustjóri og Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra samgöngumála. Vísir/Magnús Hlynur Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra mætti í morgun á lögreglustöðina á Selfossi til að undirrita samning um að Lögreglan á Suðurlandi haldi áfram að sinna rannsóknum ökutækja úr alvarlegum umferðarslysum um land allt. Embættið tók við rannsóknunum 2009 sem hafa síðan farið fram á Selfossi. Með nýja samningnum, sem hljóðar upp á fimm milljóna króna styrk úr ráðuneytum samgöngumála og dómsmála, verður keyptur nauðsynlegur búnaður og verkfæri til rannsóknanna. Oddur Árnason og Sigurður Ingi spjalla saman.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Starfið á Selfossi er gríðarlega mikilvægt og hefur gefið okkur fullt af upplýsingum úr rannsóknum inn í rannsóknarnefnd umferðarslysa og líka inn í forgang og forgangsröðun framkvæmda í vegamálum,” segir Sigurður Ingi. Hann bætir við. „Við eigum að setja okkur það markmið eins og við gerðum á sjónum fyrir nokkrum árum með frábærum árangri að ekkert banaslys verði í umferðinni, svo kallaða núll sýn í samgöngum, samhliða því að við erum að bæta samgöngumannvirkin.” Skrifað undir samninginn.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Þetta er mjög góður dagur í dag og mikilvægt að fá þennan stuðning til að vinna þessar rannsóknir á ökutækjum úr slysum hér hjá okkur. Þetta þýðir að við förum núna í það að uppfæra búnaðinn, sem við höfum til rannsókna, til nútímans. Það eru kröfur um meiri tölvurannsóknir og þess háttar og í þá átt þurfum við að halla okkur,” segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. 20 til 40 tæki á ári eru til rannsóknar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Öll ökutæki úr alvarlegum slysum alls staðar af landinu eru rannsökuð hjá hjá bíltæknirannsóknarsetrinu á Selfossi eða um tuttugu til fjörutíu tæki á ári. Rannsóknir ökutækja eru mikilvægur þáttur í að leiða í ljós orsakir slysa. Annars vegar sem hluti af opinberri rannsókn og hins vegar sem innlegg í úrvinnslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Nefndin hefur aðgang að allri vinnu sem unnin er í setrinu og getur unnið þar sjálfstætt, með það að markmiði að koma í veg fyrir slys í framtíðinni. Árborg Umferðaröryggi Samgönguslys Samgöngur Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra mætti í morgun á lögreglustöðina á Selfossi til að undirrita samning um að Lögreglan á Suðurlandi haldi áfram að sinna rannsóknum ökutækja úr alvarlegum umferðarslysum um land allt. Embættið tók við rannsóknunum 2009 sem hafa síðan farið fram á Selfossi. Með nýja samningnum, sem hljóðar upp á fimm milljóna króna styrk úr ráðuneytum samgöngumála og dómsmála, verður keyptur nauðsynlegur búnaður og verkfæri til rannsóknanna. Oddur Árnason og Sigurður Ingi spjalla saman.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Starfið á Selfossi er gríðarlega mikilvægt og hefur gefið okkur fullt af upplýsingum úr rannsóknum inn í rannsóknarnefnd umferðarslysa og líka inn í forgang og forgangsröðun framkvæmda í vegamálum,” segir Sigurður Ingi. Hann bætir við. „Við eigum að setja okkur það markmið eins og við gerðum á sjónum fyrir nokkrum árum með frábærum árangri að ekkert banaslys verði í umferðinni, svo kallaða núll sýn í samgöngum, samhliða því að við erum að bæta samgöngumannvirkin.” Skrifað undir samninginn.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Þetta er mjög góður dagur í dag og mikilvægt að fá þennan stuðning til að vinna þessar rannsóknir á ökutækjum úr slysum hér hjá okkur. Þetta þýðir að við förum núna í það að uppfæra búnaðinn, sem við höfum til rannsókna, til nútímans. Það eru kröfur um meiri tölvurannsóknir og þess háttar og í þá átt þurfum við að halla okkur,” segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. 20 til 40 tæki á ári eru til rannsóknar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Öll ökutæki úr alvarlegum slysum alls staðar af landinu eru rannsökuð hjá hjá bíltæknirannsóknarsetrinu á Selfossi eða um tuttugu til fjörutíu tæki á ári. Rannsóknir ökutækja eru mikilvægur þáttur í að leiða í ljós orsakir slysa. Annars vegar sem hluti af opinberri rannsókn og hins vegar sem innlegg í úrvinnslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Nefndin hefur aðgang að allri vinnu sem unnin er í setrinu og getur unnið þar sjálfstætt, með það að markmiði að koma í veg fyrir slys í framtíðinni.
Árborg Umferðaröryggi Samgönguslys Samgöngur Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira