Aðeins þriðjungur velur bílinn Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar 17. september 2020 15:00 Nýleg könnun Maskínu um ferðavenjur á höfuðborgarsvæðinu er um margt áhugaverð. Fjöldi þeirra sem aka til og frá vinnu á höfuðborgarsvæðinu fækkar úr 71,7% á seinasta ári í 63,3% í ár. Það sem meira er, þegar spurt er hvernig myndirðu kjósa að ferðast til og frá vinnu segjast 35,3% vilja fara akandi, 54% segjast myndu kjósa að fara með Strætó, gangandi eða hjólandi. Þetta sýnir nokkuð skýrt að allar hugmyndir um að fólk hafi valið bílinn standast ekki skoðun. Bílnotkun á höfuðborgarsvæðinu er skýrt dæmi um framboðsdrifna eftirspurn. Með því að fjárfesta í innviðum fyrir bíla á kostnað annara samgöngumáta og með því að skipuleggja höfuðborgarsvæðið með bílinn í fyrsta forgangi var það ekki fólkið sem valdi bílinn, heldur var bíllinn valinn fyrir fólk. Fyrir 10 árum var hafist handa við að vinda ofan af þessu og það skilar sér nú í minni bílnotkun. En við þurfum að gera enn betur ef við ætlum að mæta raunverulegri eftirspurn fólks. Covid hefur sýnt okkur hversu hratt samfélagið getur breyst. Aðlögunarhæfni stofnanna okkar og kerfa er til fyrirmyndar. Skólastjórnendur byltu kennsluháttum á nokkrum dögum seinasta vor. Velferðarþjónustan breytti starfsháttum sínum og varði okkar veikustu meðborgara. Flest öll höfum við nú setið okkar fyrstu fjarfundi, verslað í matinn á netinu og farið með grímu í klippingu. Kallið kom og samfélagið svaraði hratt og vel. Við fengum líka stuðning og leiðbeiningar og við skildum hvers vegna það þurfti að gera breytingar. Við þurfum að halda áfram að hlusta og breytast því að þótt Covid sé skýrari ógn í dag þá eru loftlagsbreytingar af mannavöldum viðvarandi og af þeim steðjar hætta fyrir allt mannkyn. Borgin hefur tekið skýra stefnu um að draga úr losun, meðal annars með því að breyta ferðavenjum. Áherslur borgarinnar á uppbyggingu hjólastíga, borgarlínu og fjölgun göngugatna eru ekki eingöngu nauðsynlegar til að bregðast við loftlagsvanda heldur eru þessar áherslur nákvæmlega það sem fólk vill. Aðeins þriðjungur velur bílinn, ríflega helmingur vill virka samgöngumáta. Á þetta þarf að hlusta og þess vegna ætlar Reykjavíkurborg að halda áfram að sækja fram með að gera borgina enn betri fyrir hjólandi, gangandi og Strætó. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Soffía Jónsdóttir Reykjavík Samgöngur Borgarstjórn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Umferðaröryggi Mest lesið Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun Skoðun Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Nýleg könnun Maskínu um ferðavenjur á höfuðborgarsvæðinu er um margt áhugaverð. Fjöldi þeirra sem aka til og frá vinnu á höfuðborgarsvæðinu fækkar úr 71,7% á seinasta ári í 63,3% í ár. Það sem meira er, þegar spurt er hvernig myndirðu kjósa að ferðast til og frá vinnu segjast 35,3% vilja fara akandi, 54% segjast myndu kjósa að fara með Strætó, gangandi eða hjólandi. Þetta sýnir nokkuð skýrt að allar hugmyndir um að fólk hafi valið bílinn standast ekki skoðun. Bílnotkun á höfuðborgarsvæðinu er skýrt dæmi um framboðsdrifna eftirspurn. Með því að fjárfesta í innviðum fyrir bíla á kostnað annara samgöngumáta og með því að skipuleggja höfuðborgarsvæðið með bílinn í fyrsta forgangi var það ekki fólkið sem valdi bílinn, heldur var bíllinn valinn fyrir fólk. Fyrir 10 árum var hafist handa við að vinda ofan af þessu og það skilar sér nú í minni bílnotkun. En við þurfum að gera enn betur ef við ætlum að mæta raunverulegri eftirspurn fólks. Covid hefur sýnt okkur hversu hratt samfélagið getur breyst. Aðlögunarhæfni stofnanna okkar og kerfa er til fyrirmyndar. Skólastjórnendur byltu kennsluháttum á nokkrum dögum seinasta vor. Velferðarþjónustan breytti starfsháttum sínum og varði okkar veikustu meðborgara. Flest öll höfum við nú setið okkar fyrstu fjarfundi, verslað í matinn á netinu og farið með grímu í klippingu. Kallið kom og samfélagið svaraði hratt og vel. Við fengum líka stuðning og leiðbeiningar og við skildum hvers vegna það þurfti að gera breytingar. Við þurfum að halda áfram að hlusta og breytast því að þótt Covid sé skýrari ógn í dag þá eru loftlagsbreytingar af mannavöldum viðvarandi og af þeim steðjar hætta fyrir allt mannkyn. Borgin hefur tekið skýra stefnu um að draga úr losun, meðal annars með því að breyta ferðavenjum. Áherslur borgarinnar á uppbyggingu hjólastíga, borgarlínu og fjölgun göngugatna eru ekki eingöngu nauðsynlegar til að bregðast við loftlagsvanda heldur eru þessar áherslur nákvæmlega það sem fólk vill. Aðeins þriðjungur velur bílinn, ríflega helmingur vill virka samgöngumáta. Á þetta þarf að hlusta og þess vegna ætlar Reykjavíkurborg að halda áfram að sækja fram með að gera borgina enn betri fyrir hjólandi, gangandi og Strætó. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun