Líðan hins slasaða sögð stöðug Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. september 2020 11:01 Rafmagnslínur á hálendinu. Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti. Vísir/Vilhelm Líðan karlmanns sem slasaðist í alvarlegu slysi við tengivirki í Breiðadal fyrir botni Öndunarfjarðar í gær er sögð stöðug. Maðurinn fékk í sig mikinn straum og féll úr töluverðri hæð. Fulltrúar Mannvirkjastofnunar og vinnueftirlitsins rannsaka tildrög slyssins. Karlmaðurinn, sem er á sextugsaldri, var fluttur slasaður með sjúkrabíl til Ísafjarðar og í framhaldinu með sjúkraflugi Mýflugs suður til Reykjavíkur. Hann liggur inni á Landspítalanum og er líðan hans stöðug að sögn Elíasar Jónatanssonar, orkubússtjóra á Vestfjörðum. Hann segist ekki hafa frekari upplýsingar um málið og bendir á að slysið hafi orðið í kerfishluta Landsnets. Straumleysi varð í Önundarfirði eftir að slysið varð.Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets, staðfestir að óháð rannsókn Mannvirkjastofnunar og Vinnueftirlits standi yfir á atvikinu. „Það er verið að taka út atburðina og fara yfir hvað gerðist,“ segir Steinunn. Á meðan geti hún lítið tjáð sig um málið. „Hræðilegt þegar svona gerist“ Um er að ræða 66 kV flutningskerfi sem geta borið allt að 66 þúsund volt. Steinunn segir að straumur hafi ekki verið á línunni en þó á tengiverkinu eins og eðlilegt sé. Aðspurð hvort slys sem þessi hafi komið upp áður segir hún fyrirtækið hafa verið heppið en það leggi líka mikið upp úr öryggismálum. „Bæði Landsnet og Orkubú eru fyrirtæki sem leggja rosalega mikla áherslu á öryggismál. Allt okkar fólk fær mikla þjálfun og er þrautþjálfað að vinna við svona aðstæður. Sem betur fer hafa ekki orðið mörg slys við svona aðstæður.“ Hún segir hug fyrirtækisins hjá samstarfsfólki sínu hjá Orkubúinu. „Það er alltaf hræðilegt þegar svona gerist.“ Fréttin var uppfærð með viðbrögðum Landsnets. Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Fluttur með sjúkraflugi suður eftir alvarlegt slys í Önundarfirði Alvarlegt slys varð í spennistöð Orkubús Vestfjarða á fjórða tímanum í dag. Einn var fluttur slasaður með sjúkrabíl til Ísafjarðar en var skömmu síðar fluttur með sjúkraflugi Mýflugs suður til Reykjavíkur. Straumleysi varð í Önundarfirði eftir að slysið varð og er verið að skoða aðstæður. 17. september 2020 17:33 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Fleiri fréttir Meðferð við félagsfælni niðurgreidd en ekki OCD Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss í Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Sjá meira
Líðan karlmanns sem slasaðist í alvarlegu slysi við tengivirki í Breiðadal fyrir botni Öndunarfjarðar í gær er sögð stöðug. Maðurinn fékk í sig mikinn straum og féll úr töluverðri hæð. Fulltrúar Mannvirkjastofnunar og vinnueftirlitsins rannsaka tildrög slyssins. Karlmaðurinn, sem er á sextugsaldri, var fluttur slasaður með sjúkrabíl til Ísafjarðar og í framhaldinu með sjúkraflugi Mýflugs suður til Reykjavíkur. Hann liggur inni á Landspítalanum og er líðan hans stöðug að sögn Elíasar Jónatanssonar, orkubússtjóra á Vestfjörðum. Hann segist ekki hafa frekari upplýsingar um málið og bendir á að slysið hafi orðið í kerfishluta Landsnets. Straumleysi varð í Önundarfirði eftir að slysið varð.Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets, staðfestir að óháð rannsókn Mannvirkjastofnunar og Vinnueftirlits standi yfir á atvikinu. „Það er verið að taka út atburðina og fara yfir hvað gerðist,“ segir Steinunn. Á meðan geti hún lítið tjáð sig um málið. „Hræðilegt þegar svona gerist“ Um er að ræða 66 kV flutningskerfi sem geta borið allt að 66 þúsund volt. Steinunn segir að straumur hafi ekki verið á línunni en þó á tengiverkinu eins og eðlilegt sé. Aðspurð hvort slys sem þessi hafi komið upp áður segir hún fyrirtækið hafa verið heppið en það leggi líka mikið upp úr öryggismálum. „Bæði Landsnet og Orkubú eru fyrirtæki sem leggja rosalega mikla áherslu á öryggismál. Allt okkar fólk fær mikla þjálfun og er þrautþjálfað að vinna við svona aðstæður. Sem betur fer hafa ekki orðið mörg slys við svona aðstæður.“ Hún segir hug fyrirtækisins hjá samstarfsfólki sínu hjá Orkubúinu. „Það er alltaf hræðilegt þegar svona gerist.“ Fréttin var uppfærð með viðbrögðum Landsnets.
Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Fluttur með sjúkraflugi suður eftir alvarlegt slys í Önundarfirði Alvarlegt slys varð í spennistöð Orkubús Vestfjarða á fjórða tímanum í dag. Einn var fluttur slasaður með sjúkrabíl til Ísafjarðar en var skömmu síðar fluttur með sjúkraflugi Mýflugs suður til Reykjavíkur. Straumleysi varð í Önundarfirði eftir að slysið varð og er verið að skoða aðstæður. 17. september 2020 17:33 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Fleiri fréttir Meðferð við félagsfælni niðurgreidd en ekki OCD Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss í Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Sjá meira
Fluttur með sjúkraflugi suður eftir alvarlegt slys í Önundarfirði Alvarlegt slys varð í spennistöð Orkubús Vestfjarða á fjórða tímanum í dag. Einn var fluttur slasaður með sjúkrabíl til Ísafjarðar en var skömmu síðar fluttur með sjúkraflugi Mýflugs suður til Reykjavíkur. Straumleysi varð í Önundarfirði eftir að slysið varð og er verið að skoða aðstæður. 17. september 2020 17:33
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent