Framsókn í efnahagsmálum Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 18. september 2020 14:00 Bjartar sumarnætur eru að baki og bláberin komin í hús. Þá njótum við hvítra fjallatoppa nú í byrjun september sem eru sem upptaktur fyrir komandi vetur. Allt bendir til þess að við séum að ganga inn í djúpa efnahagslægð vegna heimsfaraldurs Covid-19. Í upphafi árs var staða ríkissjóðs sterk og á þeim grunni getum við nú byggt þegar bregðast þarf við því ástandi sem blasir við okkur. Við erum að horfa fram á alvarlegt atvinnuleysi sem vonandi verður tímabundið. Í þessu ástandi er mikilvægt að nýta þau tækifæri sem koma okkur fyrr á þurrt land auk þess að byggja til framtíðar. Þegar við stöndum föst í miðju kófinu þá er freistandi að leita gamalla leiða en happadrýgst er að finna nýjar leiðir og halda áfram. Okkar litla hagkerfi gruggast auðveldlega en er því fljótar að kyrrast. Okkar sterku innviðir hafa þegar sannað sig eins og okkar öfluga heilbrigðiskerfi og menntakerfi. Með slíkar grunnstoðir höldum við örugg áfram. Þá hafa viðbrögð og ákvarðanir stjórnvalda verið fumlaus að bregðast við nýjum verkefnum hverju sinni. Sú gagnrýni sem hefur heyrst frá stjórnarandstöðunni um stefnuleysi stjórnvalda verður fremur andstutt og á við lítil rök að styðjast. Leiðin áfram er að halda þann takt sem í upphafi var sleginn og snúa sér í strauminn með því að halda samfélagslegri virkni gangandi. Verjum störfin með ábyrgð Verkefni stjórnvalda er margþætt. Það snýr að einstaklingum, fjölskyldum og samfélaginu öllu. Heildaratvinnuleysi er komið upp í 10% og enn erum við ekki farin að sjá toppinn. Mörg fyrirtæki eiga í rekstrarerfiðleikum og tryggja þarf rekstrarstöðu þeirra til að halda störfum og afla þjóðfélaginu tekna. Verkefnið er að spyrna íslensku efnahagslífi aftur af stað fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Samfélagið þarf á virkri atvinnuþróun og nýsköpun að halda. Vandamál lítilla og meðalstórra fyrirtækja er að þau hafa alltaf minni aðgang að lánsfjármagni til að vaxa og bregðast við ástandinu. Hérna þurfa stjórnvöld að stíga fram með leið til að efla vöxt og samkeppnishæfni fyrirtækja með því að búa til hvata fyrir þá sem ráða fjármagninu til að lána í gjaldeyrisskapandi verkefni. Með þeim skilaboðum minnkum við sveifluna og aukum líkur á því að við náum fyrr til lands. Víða leynast tækifærin Mikil gróska hefur verið í nýjum atvinnugreinum sem hafa byggst upp víða um land. Ferðaþjónustan á undir högg að sækja en það er mikilvægt að sú þekking og reynsla sem byggst hefur upp á undanförnum árum glatist ekki. Fiskeldið er ný atvinnugrein sem hefur verið að byggjast upp á undanförnum áratug. Talið er að ef að framleiðslan fari í það magn sem burðaþolsgeta þeirra svæða sem fiskeldinu er afmarkað segir til um verði útflutningsverðmætið nær 65 ma. kr. Þá væri einnig hægt að auka umsvif og verðmæti fiskeldisins með því auka fullvinnslu aflans og fjölga þar með þeim störfum sem snúa að þessari atvinnugrein líkt og Færeyingum hefur tekist. Fullvinnsla matvæla bæði í landbúnaði og sjávarútvegi er mikilvæg. Mörg fyrirtæki á því sviði bíða eftir tækifæri til að vaxa og eru þegar komin á stað með góðar vörur. Með samvinnu og festu finnum við öflugar leiðir til að halda atvinnulífinu gangandi sem skilar sér í öflugu samfélagi til framtíðar. Áfram veginn. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Efnahagsmál Alþingi Halla Signý Kristjánsdóttir Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Bjartar sumarnætur eru að baki og bláberin komin í hús. Þá njótum við hvítra fjallatoppa nú í byrjun september sem eru sem upptaktur fyrir komandi vetur. Allt bendir til þess að við séum að ganga inn í djúpa efnahagslægð vegna heimsfaraldurs Covid-19. Í upphafi árs var staða ríkissjóðs sterk og á þeim grunni getum við nú byggt þegar bregðast þarf við því ástandi sem blasir við okkur. Við erum að horfa fram á alvarlegt atvinnuleysi sem vonandi verður tímabundið. Í þessu ástandi er mikilvægt að nýta þau tækifæri sem koma okkur fyrr á þurrt land auk þess að byggja til framtíðar. Þegar við stöndum föst í miðju kófinu þá er freistandi að leita gamalla leiða en happadrýgst er að finna nýjar leiðir og halda áfram. Okkar litla hagkerfi gruggast auðveldlega en er því fljótar að kyrrast. Okkar sterku innviðir hafa þegar sannað sig eins og okkar öfluga heilbrigðiskerfi og menntakerfi. Með slíkar grunnstoðir höldum við örugg áfram. Þá hafa viðbrögð og ákvarðanir stjórnvalda verið fumlaus að bregðast við nýjum verkefnum hverju sinni. Sú gagnrýni sem hefur heyrst frá stjórnarandstöðunni um stefnuleysi stjórnvalda verður fremur andstutt og á við lítil rök að styðjast. Leiðin áfram er að halda þann takt sem í upphafi var sleginn og snúa sér í strauminn með því að halda samfélagslegri virkni gangandi. Verjum störfin með ábyrgð Verkefni stjórnvalda er margþætt. Það snýr að einstaklingum, fjölskyldum og samfélaginu öllu. Heildaratvinnuleysi er komið upp í 10% og enn erum við ekki farin að sjá toppinn. Mörg fyrirtæki eiga í rekstrarerfiðleikum og tryggja þarf rekstrarstöðu þeirra til að halda störfum og afla þjóðfélaginu tekna. Verkefnið er að spyrna íslensku efnahagslífi aftur af stað fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Samfélagið þarf á virkri atvinnuþróun og nýsköpun að halda. Vandamál lítilla og meðalstórra fyrirtækja er að þau hafa alltaf minni aðgang að lánsfjármagni til að vaxa og bregðast við ástandinu. Hérna þurfa stjórnvöld að stíga fram með leið til að efla vöxt og samkeppnishæfni fyrirtækja með því að búa til hvata fyrir þá sem ráða fjármagninu til að lána í gjaldeyrisskapandi verkefni. Með þeim skilaboðum minnkum við sveifluna og aukum líkur á því að við náum fyrr til lands. Víða leynast tækifærin Mikil gróska hefur verið í nýjum atvinnugreinum sem hafa byggst upp víða um land. Ferðaþjónustan á undir högg að sækja en það er mikilvægt að sú þekking og reynsla sem byggst hefur upp á undanförnum árum glatist ekki. Fiskeldið er ný atvinnugrein sem hefur verið að byggjast upp á undanförnum áratug. Talið er að ef að framleiðslan fari í það magn sem burðaþolsgeta þeirra svæða sem fiskeldinu er afmarkað segir til um verði útflutningsverðmætið nær 65 ma. kr. Þá væri einnig hægt að auka umsvif og verðmæti fiskeldisins með því auka fullvinnslu aflans og fjölga þar með þeim störfum sem snúa að þessari atvinnugrein líkt og Færeyingum hefur tekist. Fullvinnsla matvæla bæði í landbúnaði og sjávarútvegi er mikilvæg. Mörg fyrirtæki á því sviði bíða eftir tækifæri til að vaxa og eru þegar komin á stað með góðar vörur. Með samvinnu og festu finnum við öflugar leiðir til að halda atvinnulífinu gangandi sem skilar sér í öflugu samfélagi til framtíðar. Áfram veginn. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun