Margdæmdur ofbeldismaður nú sakfelldur fyrir heimilisofbeldi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. september 2020 16:36 Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness. Vísir/Vilhelm Karlmaður á fimmtugsaldri sem ítrekað hefur komist í kast við lögin undanfarinn áratug fyrir ofbeldisbrot hefur hlotið þriggja ára og fjögurra mánaða dóm fyrir heimilisofbeldi. Dómurinn er skilorðsbundinn til tveggja ára. Maðurinn játaði brot sín skýlaust og eiginkona hans óskaði eftir vægustu mögulegu refsingu. Karlmaðurinn var ákærður fyrir brot í nánu sambandi með því að hafa endurtekið og á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu og velferð hennar með ofbeldi og hótunum og þann 12. apríl 2018 á þáverandi heimili þeirra, kýlt með krepptum hnefa í hönd hennar þar sem hún hélt á farsíma þannig að hendur þeirra beggja skullu í andlit hennar. Því næst er honum gefið að sök að hafa slegið eiginkonu sína með flötum lófa á vinstri kinn, í framhaldi brotið tvo kertastjaka í eigu hennar, komið í veg fyrir för hennar út úr íbúðinni með því að meina henni ítrekað að standa upp úr sófa, ítrekað ýtt henni niður í sófann og hótað því að hún færi ekki út án hans eða í líkpoka. Urðu afleiðingarnar þær að konan hlaut sár og bólgu í andliti, sprungna vör, brot í framtönn hægra megin, roða og fleiður yfir gagnauga, þreyfieymsli yfir hægra kinnbeini og yfir brjóstkassa hægra megin og mar þar yfir. Margdæmdur Karlmaðurinn hefur margoft komið við sögu lögreglu og hlotið fangelsisdóma fyrir brot sín. Sum málin urðu fjölmiðlamál og ollu hneykslan í þjóðfélaginu vegna grófleika. Hann er ekki nafngreindur í dómi Héraðsdóms Reykjaness til að gæta hagsmuna eiginkonu hans, brotaþola í málinu. Hann hlaut tveggja ára fangelsisdóm í ágúst 2009 fyrir brennu, skjalafals og umferðarlagabrot og afplánaði rúmlega sjö mánaða refsingu áður en hann hlaut reynslulausn. Þá var hann í október 2011 dæmdur í þriggja ára og sex mánaða fangelsi fyrir stórfellda líkamsárás og fleira. Næst hlaut ákærði dóm 17. apríl 2015 en þá var hann dæmdur í tveggja ára og sex mánaða fangelsi, skilorðsbundið í þrjú ár, fyrir frelsissviptingu, hótunarbrot, rán og minni háttar líkamsárás. Var um að ræða hegningarauka og fyrri reynslulausn dæmd upp. Loks var ákærði 20. júlí 2015 dæmdur í fangelsi í þrjú ár og tvo mánuði, þar af þrjú ár skilorðsbundið til þriggja ára, fyrir minni háttar líkamsárás og rán. Var hér einnig um hegningarauka að ræða. Hann lauk afplánun hins óskilorðsbundna hluta dómsins 12. júní 2018. Einlæg iðrun og beiðni eiginkonunnar Í niðurstöðu héraðsdóms segir að brot ákærða, sem hann er nú sakfelldur fyrir, var framið í apríl 2018. Með brotinu rauf hann þriggja ára skilorðsbundinn hluta dómsins frá 20. júlí 2015. Því beri nú að taka upp þann hluta dómsins og dæma með máli þessu samkvæmt reglum 60. gr. almennra hegningarlaga. Heimild er til að hafa dóminn skilorðsbundinn. Í málinu lá fyrir beiðni eiginkonunnar um að eiginmaðurinn fengi þá vægustu refsingu sem lög framast leyfa. Með hliðsjón af því, skýlausri játningu mannsins og einlægri iðrun, og því hve langt er um liðið frá því að brotið var framið, var karlmaðurinn dæmdur í þriggja ára og fjögurra mánaða fangelsi. Var ákveðið að skilorðsbinda refsinguna af sömu rökum til tveggja ára haldi hann almennt skilorði. Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Sjá meira
Karlmaður á fimmtugsaldri sem ítrekað hefur komist í kast við lögin undanfarinn áratug fyrir ofbeldisbrot hefur hlotið þriggja ára og fjögurra mánaða dóm fyrir heimilisofbeldi. Dómurinn er skilorðsbundinn til tveggja ára. Maðurinn játaði brot sín skýlaust og eiginkona hans óskaði eftir vægustu mögulegu refsingu. Karlmaðurinn var ákærður fyrir brot í nánu sambandi með því að hafa endurtekið og á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu og velferð hennar með ofbeldi og hótunum og þann 12. apríl 2018 á þáverandi heimili þeirra, kýlt með krepptum hnefa í hönd hennar þar sem hún hélt á farsíma þannig að hendur þeirra beggja skullu í andlit hennar. Því næst er honum gefið að sök að hafa slegið eiginkonu sína með flötum lófa á vinstri kinn, í framhaldi brotið tvo kertastjaka í eigu hennar, komið í veg fyrir för hennar út úr íbúðinni með því að meina henni ítrekað að standa upp úr sófa, ítrekað ýtt henni niður í sófann og hótað því að hún færi ekki út án hans eða í líkpoka. Urðu afleiðingarnar þær að konan hlaut sár og bólgu í andliti, sprungna vör, brot í framtönn hægra megin, roða og fleiður yfir gagnauga, þreyfieymsli yfir hægra kinnbeini og yfir brjóstkassa hægra megin og mar þar yfir. Margdæmdur Karlmaðurinn hefur margoft komið við sögu lögreglu og hlotið fangelsisdóma fyrir brot sín. Sum málin urðu fjölmiðlamál og ollu hneykslan í þjóðfélaginu vegna grófleika. Hann er ekki nafngreindur í dómi Héraðsdóms Reykjaness til að gæta hagsmuna eiginkonu hans, brotaþola í málinu. Hann hlaut tveggja ára fangelsisdóm í ágúst 2009 fyrir brennu, skjalafals og umferðarlagabrot og afplánaði rúmlega sjö mánaða refsingu áður en hann hlaut reynslulausn. Þá var hann í október 2011 dæmdur í þriggja ára og sex mánaða fangelsi fyrir stórfellda líkamsárás og fleira. Næst hlaut ákærði dóm 17. apríl 2015 en þá var hann dæmdur í tveggja ára og sex mánaða fangelsi, skilorðsbundið í þrjú ár, fyrir frelsissviptingu, hótunarbrot, rán og minni háttar líkamsárás. Var um að ræða hegningarauka og fyrri reynslulausn dæmd upp. Loks var ákærði 20. júlí 2015 dæmdur í fangelsi í þrjú ár og tvo mánuði, þar af þrjú ár skilorðsbundið til þriggja ára, fyrir minni háttar líkamsárás og rán. Var hér einnig um hegningarauka að ræða. Hann lauk afplánun hins óskilorðsbundna hluta dómsins 12. júní 2018. Einlæg iðrun og beiðni eiginkonunnar Í niðurstöðu héraðsdóms segir að brot ákærða, sem hann er nú sakfelldur fyrir, var framið í apríl 2018. Með brotinu rauf hann þriggja ára skilorðsbundinn hluta dómsins frá 20. júlí 2015. Því beri nú að taka upp þann hluta dómsins og dæma með máli þessu samkvæmt reglum 60. gr. almennra hegningarlaga. Heimild er til að hafa dóminn skilorðsbundinn. Í málinu lá fyrir beiðni eiginkonunnar um að eiginmaðurinn fengi þá vægustu refsingu sem lög framast leyfa. Með hliðsjón af því, skýlausri játningu mannsins og einlægri iðrun, og því hve langt er um liðið frá því að brotið var framið, var karlmaðurinn dæmdur í þriggja ára og fjögurra mánaða fangelsi. Var ákveðið að skilorðsbinda refsinguna af sömu rökum til tveggja ára haldi hann almennt skilorði.
Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Sjá meira